Af hverju Helgi?

Það er ein spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér varðandi þetta blessaða REI mál. Af hverju var kallað á Helga Jóhannesson hrl.  til að stýra fundinum örlagaríka?

Á hvers vegum var hann? Ef þörf var á lögmenntuðum manni þá þurfti ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Forstjóri OR er með þessa prýðilegu menntun og starfsreynslu. Eins og segir á heimasíðu OR:

Sem borgarlögmaður annaðist Hjörleifur öll málflutningsstörf fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar, var lögfræðilegur ráðgjafi borgarstjórnar, borgarráðs, borgarstjóra og stofnana og fyrirtækja borgarinnar. Hann var m.a. lögfræðilegur ráðgjafi veitufyrirtækja Reykjavíkurborgar og sinnti þeim málum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur frá stofnum fyrirtækisins.

Helgi er þekktur fyrir að hafa verið í víðtækum lögmannsstörfum fyrir Baug (og Jón Ásgeir persónulega) á sínum tíma  og gegndi stjórnarstörfum í ýmsum dótturfyrirtækjum (jafnvel í því skyni að dylja eignartengslin).

Það er skrýtin ráðstöfun að setja mann með þetta mikil tengsl við eigendur Geysi Green Energy inn á stjórnarfundinn. Það væri áhugavert að komast að því hvort þetta sé gert oft á fundum stjórnar OR.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband