Skífan - Þú skuldar

Það er að rifjast upp fyrir mér hvað afritunarvörn er mikill þjófnaður. Vegna útilegu er ég orðinn meiri neytandi íslenskrar tónlistar en áður og var að setja inn á tölvuna nokkra gamla og góða diska sem ég hef ekki hlustað á lengi þegar ég lenti á XXX Rottweiler - Þú skuldar. Sá diskur er þeim kostum búinn að það er ekki hægt að spila hann í tölvum, mig minnir að vísu að það hafi verið til einhver fiff til að redda því en ég nenni ekki að spá í það.

Inn í umslaginu er skrifað að vilji maður hlusta á diskinn í tölvu þá eigi maður að fara inn á slóðina http://www.skifan.is/download og slá inn lykilorð sem er aftan á umslaginu. Slóðin er auðvitað dauð núna þannig að ég sit líklega eftir með sárt ennið og þó.. 

Ég sótti aldrei þessa tónlist á sínum tíma og lít svo á að Skífan er að svíkja samning með því að hafa slóðina ekki uppi. 

Hver er skylda Skífunnar til að standa við þennan samning sem þeir gera við sína viðskiptavini? Ég veit að hér vestra gæti ég farið með þá beint inn í dómssal og náð amk fram vörunni sem ég keypti ef ekki líka skaðabótum vegna sálræns skaða.

En ég er forvitinn, hver er skylda Skífunnar samkvæmt íslenskum lögum til að standa við loforð sem þetta? NB því eru engin tímatakmörk. 

Hver er staðan með alla þessa diska sem Skífan seldi með afritunarvörn? Verður fólk að sætta sig við það að geta einungis spilað tónlistina sem það keypti einungis í geislaspilara af ákv. tegund.

Ég held að svar Skífunnar verði að benda mér á að kaupa tónlistina öðru sinni á tonlist.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Athyglisverðar pælingar. Las ekki ósvipaðar hugleiðingar einhvern tíman frá talsmanni neytenda. Þar spurði hann sig, hvort neytendur ættu ekki rétt á að koma með rispaða geisla diska í búðir og fá nýja í staðin. Á þeirri forsendu að geisladiskarnir sjálfir væru það ódýrasta í verðlagningunni. Hið raunverulega virði geisladiskins væri hugverkið á diskinum. 

Væri gaman að prufa að fara með rispaða geisladisk í Skífuna og heimta nýjan á þessari forsendu. Ég efast um að það myndi hafa tilætlaðan árangur. 

Ingi Björn Sigurðsson, 4.8.2007 kl. 10:08

2 identicon

http://club.cdfreaks.com/showthread.php?t=78454

:) 

Helgi (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 12:33

3 Smámynd: Kári Harðarson

Í framhaldi af því mætti koma með gamlar vinyl plötur til umboðsmanns tónlistarmanna (STEF) og fá í staðinn rétt til að sækja tónlistina sem á þeim er á netinu.



Kári Harðarson, 4.8.2007 kl. 15:25

4 identicon

Framleiðendur tónlistar/kvikmynda eru margir hverjir (flestir) á rangri braut.  Þeir verja miklum fjármunum í að setja afritunar varnir á efnið sitt, en venjan er að bíða 1-2 daga eftir því að einhver finni leið framhjá.  Þessar varnir gera svo ekkert annað en að fara í taugarnar á heiðarlegu fólki sem hefur keypt vöruna.  Það er sorglegt að í stað þess að hafa efnið á sanngjörnu verði þannig að hvati til að stela svo gott sem hverfi.  Í stað þess að fara þá leið herma fregnir á USA að framleiðendur þarlendis séu að leita leiða til að rukka fólk fyrir að flytja tónlist á milli tækja innan heimilis  t.d. ef maður vilt spila frá skráarþjóni beint í græjurnar.   Það er deginum ljósara að í stað þess að reyna að selja meira með því að hafa hæfilegt verð stefna þessi fyrirtæki á að rukka fyrir hverja spilun.

Ég hef fengið nóg af þessu.  Ég hlusta núna bara á það efni sem ég á til fyrir og svo á útvarpið.  Samt kemst ég ekki hjá því að borga STEF.  Ég vinn við tölvur og í þeim bransa fær STEF pening af hörðum diskum og tómum CD/DVD diskum sem ég nota til að dreifa forritum sem ég skrifaði sjálfur (og svo nátturlega gögn og annað).  Af hverju fá forritarar ekki hluta af þessum pening?

 Jæja svona er lífið og færslan orðin miklu lengri en ég ætlaði mér.  Best að fara bara að lesa bók....

Ra (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 20:41

5 Smámynd: Fræðingur

Ég man eftir þegar þessir diskar komu fyrst fram, þá virkaði afritunarvörnin ekki á Mökkum. Þannig að maður setti bara diskinn í Makka og notaði iTunes. Hinsvegar þá notaði ég Exact Audio Copy í það á sínum tíma. Virkaði líka ótrúlega vel á illa rispaða diska sem voru hættir að virka.

Fræðingur, 4.8.2007 kl. 22:10

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Fyrst seldu þeir þér tónlistina á 45 rpm

Svo á 8-Track

Eða LP

Svo á Kassettu

Svo á CD

Svo með MP3

Sama platan keypt mörgum sinnum. Verð að taka undir að ofan að maður er orðinn þreyttur á þessu og löngu búinn að gefast upp á þessari dellu. Það kemur sjálfsagt eitthvað annað en MP3 næst og þá þarf að borga aftur fyrir sömu tónlist til að geta notað nýja tækni.

Ólafur Þórðarson, 5.8.2007 kl. 05:45

7 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Kári:
Geislaspilarinn í tölvunni er sá eini sem við erum með. Mér finnst ekki til of mikils mælst að fá að spila diskana sem ég hef keypt í geislaspilara. 

Ívar:
sjóðurinn sem er til vegna gjalds á geisladiskum og hörðum diskum er ca. 100 milljónir árlega og ekkert eftirlit er haft með úthlutun á þeim fjármunum. Ég fjallaði aðeins um það í fyrra.

Friðjón R. Friðjónsson, 5.8.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband