Miðvikudagur, 16. maí 2007
11.327 kjósendur höfnuðu ruglinu í Jóa
Þá liggur það fyrir 82% kjósenda Sjálfstæðisflokksins höfnuðu ruglinu í Jóhannesi Jónssyni. Það er uppskeran úr þessari sneypuför rógberans úr Bónus. Maðurinn sem trúir mýtunni um að hann sé bjargvættur íslenskrar alþýðu eyddi stórfé til að leggja til dómsmálaráðherra. En lagið var ekki það banahögg sem reitt var til.
Jóhannes sagðist ekki vita hvað herförin kostaði en segist hafa notið góðs afsláttar vegna fyrirtækja sinn. Ég velti því fyrir mér myndi einhver fjölmiðlanna ljóstra því upp ef Jóhannes lét, Baug eða Bónus borga brúsann. Í hvaða stöðu eru trúverðugir fjölmiðlar ef þeir búa yfir slíkri vitneskju? Hvað gerir hann?
Um furðulegar útstrikunarreglur
Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Facebook
Athugasemdir
Þýðir þetta að 63% kjósenda í Alþingiskosningum hafi hafnað Sjálfstæðisflokknum?
Guðjón Torfi Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:27
Og 85,7% VG og 73,2% Samfylkingunni! Eru menn alveg að tapa sér í kommentunum!?
Guðmundur Björn, 16.5.2007 kl. 13:31
Ekki gleyma að 88,3% sem hafna Framsókn, 96,7% sem hafna Ómari 0g 92,7% sem hafna Frjálslyndum!
Herferð Jóa var vel auglýst og mikið kynnt, allir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík suður á kjördag tóku afstöðu með eða á móti árásinni. einhverjir hafa kannski ekki viljað hætta á að gera seðilinn sinn ógildann en yfirgnæfandi meirihluti ákvað að hundsa ruglið í Jóa.
Friðjón R. Friðjónsson, 16.5.2007 kl. 13:42
...sammála, sjá þessa MYND um málið!
Benedikt Halldórsson, 16.5.2007 kl. 14:06
Enda er náttúrulega útí hött að hugsa til þess að einhverjar yfirstrikanir hefðu verið ef Jóhannes hefði ekki verið með þessa auglýsingu.
Þá hefði enginn strikað yfir Björn.
Voðalega gott núna að hafa þessa auglýsingu til að geta skellt skuldinni á í staðinn fyrir að taka það til sín að stuðningsmenn flokksins séu að koma sinni skoðun á framfæri.
Og það er náttúrulega stranglega bannað að setja þetta í samhengi við það að Björn náði EKKI því sæti sem hann vildi í prófkjörinu. Enda skv honum sjálfum var það samsæri gegn honum, en lítið um bónusauglýsingar þá.
Undirritaður er sjálfstæðismaður.
Jónatan (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:46
Mín skoðun er sú að menn séu aðeins á villigötum í þessu máli. Ég held að ætlun Jóhannesar með þessum auglýsingum hafi ekki verið í rauninni beint gegn Birni heldur Jóni H.B Snorrasyni... til að mála Björn út í horn með ráðninguna umtöluðu.. Nú er Björn í þeirri stöðu að honum er varla stætt að ráða Jón í jobbið..en þetta er bara mín skoðun.
Rúnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:01
Ef 88,3% kjósa ekki framsókn þá þýðir það ekkert að 88,3% hafni henni. Slíkt er auðvitað of mikil einföldun. Mér finnst t.d. flestir flokkar vera með góð málefni og það voru nokkrir flokkar sem ég vil sjá komast áfram en ég má bara velja einn þeirra en það þýðir ekki að ég hafi hafnað hinum flokkunum. Ég kaus t.d. ekki flokkinn sem ég styð en það þýðir ekkert að ég hafni honum, ég vil ennþá sjá hann við stjórnvölinn
Kolbeinn Karl Kristinsson, 16.5.2007 kl. 17:05
Kolbeinn, ég var að kommentera á Guðjón Torfa.
82% kjósenda tóku ekki áskorun Bónus-Jóa, þeir höfnuðu því þar sem allir vissu af áskoruninni.
Kosningahegðun er gerólíkt fyrirbæri enda fjöldi valmöguleika í boði í alþingiskosningum. Þeir voru bara tveir í áskorun Bónus-Jóa og því samþykkti fólk áskorun Jóa eða hafnaði.
Friðjón R. Friðjónsson, 16.5.2007 kl. 18:27
Ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður, og hef ekki verið sáttur við ýmsar embættisfærslur Björns. Ég setti hann ekki á lista í prófkjörinu og ég strikaði yfir hann í kosningunum. Það var ákvörðun sem ég var búin að taka áður en auglýsingar Jóhannesar birtust. Að halda því fram að yfir 18% sjálfstæðismanna í Reykjavík-suður hafi einfaldlega gert það sem Jói sagði þeim að gera, er hreint rugl. Í mínu tilviki, þá strikaði ég Björn út þrátt fyrir auglýsinguna, ekki vegna hennar.
Baddi (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 22:29
Held að fólk sé ekki farið að átta sig almennilega á því að það getur strokað út á atkvæðaseðli. Við erum svo nýkomin útúr sósíaliskri forræðishyggju að meirihluti kjósenda einfaldlega kann þetta ekki. Framtíðin á eftir að sýna að kjósendur eiga eftir að nota þetta miklu meira og sjálfur hefði ég strokað yfir Sólveigu Pétursdóttur í mínu kjördæmi hefði ég einfaldlega áttað mig á því en ég bara kaus "På gamle" mátann.
K Zeta, 16.5.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.