Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Fátæktin, já fátæktin
einhverjum fannst ég helst til orðhvatur á mánudaginn þegar ég skrifaði um fátækt Stefáns Ólafssonar. Einn lesandi sagði mig í fílabeinsturni, annar kvartaði yfiir ókurteisi og sá þriðji vildi bara skrifa um tannhirðu!
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég geri athugasemdir við umfjöllun um þetta efni.
Það ekki að ég viti ekki að til er fátækt fólk á Íslandi, fílabeinsturninn er ekki hærri en svo að ég á vini sem hafa gengið í gegnum ótrúlegar hremmingar. En trúir því einhver að meiri ríkisafskipti, meiri skattpíning og minni hagvöxtur muni verða til þess að bæta hag þeirra sem eru með sann fátækir?
Það sem erfiðast við að búa á þessu landi er hátt matarverð, hátt bensínverð, hátt verð á einföldum gleðigjöfum eins og borðvíni og bjór, föt eru dýr. Það er dýrt í bíó, það er dýrt að borða annarsstaðar en heima hjá sér og þar er líka dýrt að borða. Ég kvarta yfir háum flugfargjöldum til USA það er vegna þess að konan mín er bandarísk og þ.a.l. dætur okkar, þær eiga afa og ömmu, frænda og frænkur vestra. Fyrir mig er farið til Bandaríkjanna hluti af nauðsynjaútgjöldum heimiilisins.
Það sem ég set út á er umfjöllun um fátækt, hún er í æsifréttastíl og gerir meira úr en efni standa til. Í umfjölluninni um fatæk börn fyrr í vetur var þrástagast á því að 5000 börn væru fátæk. ef við samþykkjum gallaðar forsendur skýrslunar þá nefdni ég þrjá punkta sem kæmu ekki fram:
- Það kemur skýrt fram í skýrslunni [skýrslu forsætisráðherra um fátækt] að talan 4.634 er líklega ofáætlun. Þegar tillit hefur verið tekið til námslána lækkar talan í 4.400 og meðlagsgreiðslur lækka hlutfallið enn frekar.
- 75% þeirra sem töldust fátækir árið 2000 eru það ekki lengur fjórum árum seinna. Það bendir til þess að ætluð fátækt sé mjög tímabundin. Í raun mætti ætla að það séu þessi 25% sem eftir sitja sem við þurfum að hafa áhyggjur af það eru ca. 1000 börn.
- Börn Jóns Ólafssonar hér um árið mældust bláfátæk þegar hann var með uppgefnar tekjur upp á ca. 70 þús. á mánuði. Þar sem miðað er við upplýsingar frá skattinum þá eru þeir sem hundsa hann taldir til fátæklinga.
AÐ lokum einn mesti forræðishyggjukrati landsins Árni Guðmundsson fyrrv. æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnafirði (þessi sem slóst við Mínus og hamaðist gegn meintum áfengisauglýsingum) segir það "magnað að skattleysismörk hér á landi séu ekki verðtryggð". Já það er magnað, en ef hann Árni fylgdist með fréttum og því sem gerist á þingi þá vissi hann að lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum tóku gildi í lok desember og í 6. gr stendur "Persónuafsláttur skal í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils. Fjárhæð persónuafsláttar skal birta með auglýsingu fjármálaráðherra fyrir upphaf staðgreiðsluárs." Semsagt skattleysismörk eru verðtryggð.
Við þurfum líklega að bíða eftir því að Stefán Ólafsson tali um það svo kratarnir trúi því.
PS
Fara þessir 92 sem vildu fara í framboð hjá Framtíðarlandinu ekki bara í framboð með Ómari, Jim Beam og Margréti Sverris? Er einhver tilbúinn að ljóstra upp hverjir voru helstu hvatamenn framboðs?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:47 | Facebook
Athugasemdir
Valdimar Samfylkingarfrjálslyndur Leo er enn að þrástagast á 5000 fátæku börnunum.
Í öðru hvoru blaðinu í morgun skrifar hann grein up þetta mál.
Margrét (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 10:30
Sæll Friðjón
Ég vill byrja á að þakka þér fyrir áhugaverða pistla, í mínum huga ert þú meðal efnlegri súsar í dag. Þorir alla vegana að tjá þig án þess að hræðast yfirboðarana í Valhöll.
Við deilum ekki sama álitinu á Stefáni Ólafsyni. Við erum þó sammála að það sé erfitt að finna út mælikvarða fyrir fátækt vegna þess að fátækt er afstæð og út frá því hvort hún hefur aukist eða ekki. Við erum líka sammála því að það er ekki rétt að hækka skatta til þess að draga úr fátækt. Þú talaðir um hvað væri dýrt á Íslandi, mér sýnist þú hafa nokkuð góða heildarmynd af helstu útgjöldum heimilisins. Fyrst fátækt er afstæð þá langaði mig að spyrja þig hvað heimilishald þitt kæmist af með litlar tekjur svo að þú teldir þig ekki fátækan. Þú þarft ekki að gefa mér tölur, en út frá þessum röksemdum í tölumlegum upplýsingum. En útfrá þessu viðmið gætir þú fengið svar við því hvað væru margar fjölskyldur undir fátækra mörkum á Íslandi.
Ingi Björn Sigurðsson, 8.2.2007 kl. 11:00
Varðandi PS-ið, þá held ég þú hafir hitt naglann á höfuðið. Einnig bætist held ég annar hópurinn sem vill framboð eldriborgara og öryrkja við, hinn gengur í lið með Frjálslyndum...
Óskráður (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 11:35
Sæll Ingi Björn
Fyrir mörgum árum var ég með 17.000 kr. milli handanna eftir að hafa greitt leigu. Ég þurfti ekki að sjá fyrir neinum öðrum en mér, ég komst í mat til foreldrana reglulega og borðaði mikið af pasta og núðlusúpum. Mér fannst ég ekki fátækur.Núna fyndis mér ég fátækur með 5 eða 8 sinnum hærri upphæð. Enda fyrir fleirum að sjá.
Í sannleika sagt veit ég ekki hvað þarf til þess að ég hugsi mig fátækan. Ég vona að ég þurfi aldrei að upplifa það.
Afstæðið felst líka í því hvaðan maður kemur ég er með 8 ára gamalt 21 tommu sjónvarp, einhverjum þætti það ógurleg pína að þurfa að sætta sig við það. Mér þætti skelfilegt að missa internetsambandið og fartölvuna mína góðu, ég væri óhuggandi.
Andúð mín á umræðunni er viljaleysið til að skoða upplýsingarnar 4600 verður 5000, þrátt fyrir skýran texta um að 4600 talan sé ofáætluð. Þar eigi eftir að taka tillit til meðlags og námslána. Valdimar Leó lýgur því í Blaðinu í dag, hann er með allar forsendur (nema kannski skynsemi og gáfur) til að fara með rétt mál en hann kýs að nota ranga tölu.
Það sem skiptir máli fyrir mig í þessari umræðu eru ráðstöfunartekjur.
Ég birti í færslu sem vísað er í að ofan þennan texta:
Hagstofan gefur út upplýsingar um ráðstöfunartekjur og útgjöld heimila á mánuði (opnar EXCEL skrá) og taflan hér að neðan er yfir árin 2002-2004.
HeimilisgerðirÚtgjöld sem hlutfallráðstöfunarteknaAllir 93,8Einhleypir95,0Hjón/sambýlisfólk án barna97,5Hjón/sambýlisfólk með börn90,7Einstæðir foreldrar105,0Önnur heimilisgerð89,3
Einstæðir foreldrar safna skuldum og enginn hefur mikið til að leggja til hliðar. Til að laga þetta þarf að hækka ráðstöfunartekjur td. með því að lækka beina skatta og lækka útgjöld með því að lækka óbeina skatta eins og VSK. En ríkisstjórnin var einmitt að gera nákvæmlega það og þess vegna skiptir meira máli hvað Árni Matt gerir en allar skýrslur heimsins og þess vegna eigum við að vona að Sjálfstæðismenn hafi enn lyklavöld í Arnarhvoli eftir 12. maí nk. en ekki popúlískir froðusnakkarar.
Friðjón R. Friðjónsson, 8.2.2007 kl. 13:51
Það birtust í fréttum fyrir nokkru síðan niðurstöður yfir fátækustu hópana í þjóðfélaginu! Þá sem þurftu á mestri fjárhagsaðstoð bæjaryfirvalda að halda! Þar kom fram að stærsti hópurinn eru einstæðir feður, semsagt feður sem þurfa að borga meðlög! Hvar er umræðan um þann hóp! Allir tala alltaf um einstæðu mömmuna með börnin!
Fátækt er hverfandi á Íslandi, en til eru margir sem eiga í fjárhagserfiðleikum! Margur maðurinn í þeim hópi hefur ríflegar tekjur! Við Íslendingar kunnum bara ekki allir með peninga að fara!
Um fátækt á persónulegum nótum þá bjó ég einu sinni með barninu mínu í 35fm íbúð og "lifði" á LÍN! Áttum ekki krónu og ég hef sjaldan verið hamyngjusamari! :)
Addi (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 22:08
er hjartanlega sammála Ragnari, í seinni athugasemdinni, það er alltaf talað um grey fátæku börnin, en eru þau ekki bara hamingjusamari en ríku börnin, hafa yfirleitt foreldrana meira heima á meðan ríku börnin sjá varla sína foreldra vegna mikillar vinnu?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.