Kálfurinn og ofeldið

Þá er fyrsta kosingaræðan komin fram enda tæpir 4 mánuðir til kosninga. Ræða Valgerðar var lítið annað en fyrstu skref í kosningabaráttu. Tvö stef standa uppúr, burt með pukrið og fleiri konur. Mér fannst þessi setning áhugaverð:
Það andrúmsloft leyndarhyggju, sem áður var ríkjandi gagnvart þjóð, Alþingi og utanríkismálanefnd þegar að varnarmálum kom er ekki það vinnulag sem ég vil viðhafa. Raunar verð ég að játa að mér hefur oft fundist pukur af þessu tagi fremur einkenna karlana, sem hafa tilhneigingu til að leiða málin til lyktar í reykfylltum bakherberjum.[sic]


Af hverju hún kýs að hnýta í fyrrum formann Framsóknarflokksins er skil ég ekki. En þegar ofangreind orð bætast við yfirlýsingu um mikla fjölgun kvenna í friðagæslunni þá eru áhugaverðir hlutir séu að koma fram. Það kæmi mér ekki á óvart að Framsókn muni byggja veigamikinn hluta kosningabaráttu sinnar á því að hún sýnir "jafnrétti" í verki. Svo lengi sem VG og Frjálslyndir beygi ekki útaf stefnu sinni þá verður Framsóknarflokkurinn eina framboðið sem hefur konur sem oddvita lista í helming kjördæma. Nú þegar er helmingur ráðherra framsóknar konur og það er erfitt að koma auga á þrjár konur í Sjálfstæðisflokkki eða Samfylkingu sem eiga skýrt tilkall til ráðherrasætis. Samfylkingin sem þykist vera mikill jafnréttisflokkur er með karla í öndvegi í öllum kjördæmum nema einu!

Samkomulagið handsalaðÞegar Valgerður er talar svona um karlapukur og afléttir leynd er hún líka að gefa tón um hvernig framsókn vilji skapa sér sérstöðu. Hinsvegar er ég ekki viss um að hún geti verið trúverðug þegar hún tekur sér orð eins og pukur í munn. Það eru alltof margir sem setja til dæmis spurningamerki við kaupin á Búnaðarbankanum þegar Valgerður var iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Í athugasemdum hér á bloginu og í tölvupóstum hafa margir haft á orði að pukrið þá hafi verið sýnu verra en í utanríkisráðuneytinu þegar fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins réð þar ríkjum. Þetta skot Valgerðar á fyrrum formann sinn sýnir enn og aftur að sjaldan launar kálfurinn ofeldið.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Valgerður Sverrisd.utanríkisráðhr.ætti að láta af sér kveða í öryggis - og varnarmálum þjóðarinnar,en láta ekki Björn Bjarnason og  forsætisraðherra ráða ferðinni.Það er líka afar slæmt að sami flokkur ráði nánast öllum löggæslumálum í landinu þ.e.ríkislögreglustj.ríkissaksóknara,lögreglustjóra á Stór - Reykjavíkursvæðinu,lögregluskólanum,landhelgisgæslunni og fangelismálastofnun o.fl.

Kristján Pétursson, 19.1.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ekki góð hugmynd.

Er þá ekki jafn slæmt að mest öll menntamál séu undir einum ráðherra?

hvað af þessum málum ætti ekki að vera undir dómsmálaráðuneytinu:

  • ríkislögreglustj.
  • ríkissaksóknari,
  • lögreglustjóra á Stór - Reykjavíkursvæðinu,
  • lögregluskólinn,
  • landhelgisgæslan
  • fangelismálastofnun o.fl.
Þú ættir að vita vel að lögregluskólinn er ekki venjulegur skóli, það væri fráleitt að lögreglan heyrði undir tvö ráðuneyti, ætti gæslan þá að vera undir sjávarútvegsráðuneytinu? Ég skil ekki þessa hugmynd, það er frekar að það ætti að fækka ráðuneytum en að sundra málum tvist og bast.

Friðjón R. Friðjónsson, 19.1.2007 kl. 23:13

3 identicon

Best væri ef hægt væri að fá klón af Birni Bjarnasyni til að taka yfir Utanríkisráðuneytið.

Því ef Valgerður hefur eitthvað vit á varnar og hernaðarmálum þá þorir hún allavega ekki að láta það í ljós.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband