Valdimar segir sig frá þingmennsku!

Nú bíður þjóðin í ofvæni eftir því að  flokksfélög Frjálslynda flokksins álykti um að Valdimar Leo eigi að Hver er góði gæinn?segja sig frá þingmennsku. Miðað við það sem gekk á sumarið 2005 þegar Gunnar Örlygsson gekk úr Frjálslyndum til Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur prinsipp fólkið í Frjálslynda flokknum að hafna inngöngu Valdimars.

Haustið 2005 skrifaði Margrét Sverrisdóttir hin óspjallaða grein í Morgunblaðið (einnig birt á xf.is

 

Þingsætin tilheyra því flokkum en ekki einstaklingunum sem boðnir eru fram í nafni flokkanna.

Þess vegna særir það réttlætiskennd kjósenda þegar þingmaður, sem nær kjöri vegna stuðnings við þann flokk sem hann er fulltrúi fyrir, fer með umboð kjósenda eins og honum sýnist

Hvað segja Frjálslyndir nú? Hvar eru fjölmiðlamennirnir sem fáruðust yfir skiptum Gunnars? Hvers vegna spyr enginn Guðjón A. hvað sé breytt? 


mbl.is Valdimar gengur til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Góður punktur! Lyktar svo sannarlega af hræsni ef þeim finnst þetta núna allt hið besta mál, ári eftir að þau gagnrýndu Gunnar Örlygs og Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir vistaskipti Gunnars.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 22.1.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Líklega á þetta ekki við um Valdimar. Hann var nefnilega ekkert kosinn á þing ef ég man það rétt. Kom inn sem varamaður Guðmundar Árna. Smá tæknilegur munur ekki satt?

Haukur Nikulásson, 22.1.2007 kl. 16:24

3 Smámynd: Sindri Kristjánsson

Við erum nú á öndverðum meiði í pólitík Friðjón og ég er sjaldan sammála þér þó svo að það sé gaman að lesa síðu þessa. En langt er síðan að íslenskur bloggari hitti naglann jafn vel á höfuðið eins og þú með þetta mál núna. Bravó!

Sindri Kristjánsson, 22.1.2007 kl. 18:27

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Á vef Alþingis er Valdimar þegar skráður sem þingmaður Frjálslynda flokksins.

Hlynur Þór Magnússon, 22.1.2007 kl. 18:59

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Haukur: Það breytir engu, þingsætið hlýtur að tilheyra Samfylkingunni samkvæmt prinsippfólkinu í Frjálslynda flokknum ekki satt? Varla tilheyrir það frjálslyndum að þeirra mati?

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.1.2007 kl. 22:15

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nú þurfa bara fjölmiðlar að herma þetta upp á forystumenn frjálslyndra. Spurning annars hvort það verði eitthvað gert fyrst ekki er hægt að gera Sjálfstæðisflokkinn á einhvern hátt að "vonda kallinum" í málinu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.1.2007 kl. 22:17

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerðist í tilfelli Gunnars þannig að það bjó svo sannarlega enga reglu til í þessum efnum eða neitt slíkt. Tilfelli hans var ekkert prófmál. Ef slíkt regla er til staðar í dag var hún fyrir löngu orðin til. Það varð þó ekki til þess að frjálslyndir hömuðust ekki gegn Gunnari og töldu það algert prinsippmál að hann segði af sér þingmennsku ætlaði hann að ganga til liðs við annan flokk. Hann ætti ekki þingsætið heldur Frjálslyndi flokkurinn og hananú. En nú er s.s. annað hljóð í strokkinum. Nú er svona lagað í góðu lagi. Frjálslyndi flokkurinn á m.ö.o. þingsæti sinna þingmanna en það gildir ljóslega ekki um aðra flokka. Hræsnin er alger.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.1.2007 kl. 00:27

8 identicon

Kæri Friðjón, það er alltaf gaman af því þegar landsmenn sýna frjálslyndum áhuga eins og þú gerir. Þetta gerir Björn Ingi Hrafnsson líka, hann er stundum að skrifa eitthvað um frjálslynda, ég hef nú alltaf sagt það að hann sé bara öfundsjúkur, þar sem fólkið vill ekki framsóknarflokkinn lengur. Mér finnst myndin af þingmönnunum góð hjá þér, greinilegt að þú hefur vandað þig mjög við þetta.

Það er ekkert skrýtið að andstæðingar frjálslyndra séu pirraðir þessa dagana, allt fylgið sem streymir að flokknum, bæði frá stjórnarflokkum og úr andstöðu. Þetta vekur auðvitað upp öfund og pirru, enda sæi ég sjálfan mig í anda við lyklaborðið ef frjálslyndir tækju upp á þeim fjanda að flykkjast í framsóknarflokkinn. Ég held samt að ástæða þess að Valdimar Leó gengur til liðs við frjálslynda sé sú að þar sér hann mestu vonina í íslenskum stjórnmálum í dag. Auðvitað ímyndar þú þér, eins og eðlilegt er, að hann geri þetta einungis vegna þess að þar sjái hann líkur á áframhaldandi þingsæti. Það er ekkert gefið í þeim efnum, enda á Sigurlín Margrét Sigurðardóttir í kraganum miklu fylgi að fagna og erfitt að klifra fram hjá henni.

Varðandi Gunnar Örlygsson og flokkadingl hans þá er það augljóst að það er ekki vel tekið á móti flóttamönnum úr öðrum flokkum í sjálfstæðisflokknum, svo maður minnist nú á útreið hans í prófkjörinu í suðurkjördæmi á dögunum. Enda hef ég heyrt á máli sjálfstæðismanna á suðurlandi að þeir flokki hann sem hálfgerðan kvisling. Kannski kemur Gunnar bara til baka nú fyrir helgina - maður veit aldrei. Ég ætla alla vega að bjóða honum kaffi ef hann gerir það.

PS. hornin á Gunnari væru betri ef þau væru blá

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 09:46

9 identicon

Það er eitt gott við frjálslynda flokkinn.

Þeir hafa nefnilega lýst því yfir og marg oft gefið það í skyn að þeir vilji stofna íslenskan her.

Það er alveg ágætt...

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 15:46

10 identicon

er ekki kominn timi á Fridjón Rex að blogga aðeins um þetta ?

....hinn rússneski eigandi Chelsea náði til sín nokkrum ríkisfyrirtækjum á
sínum tíma á réttum tíma og með aðstoð vel valinna manna og er nú einn ríkasti
maður heims. Ekki fer miklum sögum af "kaupverðinu" né heldur að öðrum hafi
verið leyft að bjóða þarna í fyrirtækin....neipp, þeim var skemmtilega komið
fyrir hjá hinum "útvöldu".

Okkar útgáfa af þessum manni hlýtur að vera Ólafur Ólafsson í Samskipum sem
"gaf" milljarð í höfuðstól um helgina og renna vextirnir af honum til
mannúðarmála og líknarmála - cirka 100-150 millur árlega sem er svipað og
ónefnd veisla kostaði.


er ekki tímabært að rifja aðeins upp hvernig menn fara að því að eignast
rúmlega 100 þúsund milljónir á innan við 5 árum á íslandi en hrein eign Óla
partýkalls er vel yfir 100 þúsund milljónir?

fyrir utan búnaðarbankann.....þá var VÍS skemmtilegt dæmi....en látum fyrrum
landsbankastjóra hafa orðið:

Hann skrifar þetta í morgunblaðið 4.oktober 2006:

"Rasphúsmenn


FYRIR þremur árum ákváðu bankaráðsmenn Landsbankans hf., þeir Helgi Guðmundsson

og Kjartan Gunnarsson, að selja hinum svonefnda S-hópi hlutabréfaeign bankans í

Vátryggingafélagi Íslands, tæplega 50% eignarhlut í VÍS. Einstöku vildarvinir
fengu að fljóta með í kaupunum, þar á meðal Skinney-Þinganes á Höfn í
Hornafirði, erfðagóss Halldórs Ásgrímssonar.
Kaupverð á bréfum Landsbankans í VÍS var 6,8 milljarðar króna; sex þúsund og
átta hundruð milljónir. Réttum þremur árum síðar seldi S-hópurinn og einkavinir

þeirra þennan hlut í VÍS fyrir rúmlega 31 milljarð króna; þrjátíu og eitt
þúsund milljónir. Mismunur 24,2 milljarðar - tuttugu og fjögur þúsund og tvö
hundruð milljónir.

Sæmileg ávöxtun það, enda sá Finnur Ingólfsson um veltuna.

Þegar kaup S-hópsins og co. fóru fram hafði Landsbankinn verið einkavæddur, en
allir hlutir í honum í opinberri eign, þ.e.a.s. í eigu almennings. Það var því
í umboði ríkisstjórnar, sér í lagi bankamálaráðherrans, Valgerðar
Sverrisdóttur, sem Helgi og Kjartan seldu, en þeirra er ábyrgðin skv. lögum um
viðskiptabanka. Þau vinnubrögð kallaði einn úr Einkavæðingarnefnd, Steingrímur
Ari Arason, fráleit, sagði sig úr nefndinni; gekk brott og grét beisklega.

Það hlýtur að verða fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar eftir næstu kosningar, að
skipa opinbera rannsóknarnefnd sem fari rækilega í saumana á allri svívirðunni,

sem Einkavæðingarnefnd lét eftir sig. Auðvitað verður einkavæðing þáverandi
utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, á Íslenzkum aðalverktökum líka tekin
með í reikninginn.

Þegar öll kurl hafa komið til grafar er spurningin ekki sú hvort hinir ábyrgu
verði dæmdir í rasphús heldur hversu langa tukthúsvist.

Framsóknarmenn höfðu um alllanga hríð unnið hörðum höndum að því að ná undir
sig Landsbankanum. Þegar núverandi Seðlabankastjóri yfirgaf stefnu sína um
dreifða eignaraðild og heimtaði að selja bankann einkavinum sínum, ærðust
framsóknarmenn og töldu Búnaðarbankann of rýran feng. Lausn var fundin með því
að gefa þeim milljarðana í VÍS til að jafna metin og var höfð í huga aðferð
Kambránsmanna að skipta þýfinu sem jafnast."


Síðan skrifar hann 14.oktober 2006 í moggan líka þetta:

"Bankaræningjar

ÞAÐ BLASIR við öllum með augu opin að vinnubrögð hinnar svokölluðu
einkavæðingarnefndar voru samfelldur fjármálalegur sóðaskapur af verstu gerð.
Þó virðast sölur ríkisbankanna taka þar öðru fram.


ÞAÐ BLASIR við öllum með augu opin að vinnubrögð hinnar svokölluðu
einkavæðingarnefndar voru samfelldur fjármálalegur sóðaskapur af verstu gerð.
Þó virðast sölur ríkisbankanna taka þar öðru fram.
Fyrir skemmstu rakti undirritaður í stuttri klausu í Morgunblaðinu aðfarir
bankaráðsmanna Landsbanka Íslands, Helga S. Guðmundssonar og Kjartans
Gunnarssonar, við sölu á hlutabréfum bankans í Vátryggingarfélagi Íslands, en
þær athafnir voru undanfari sölu bankans. Í ljós kom, að hlutabréf Landsbankans

voru seld S-hópnum svonefnda fyrir 6,8 milljarða króna. Þessi bréf seldi
S-hópurinn 3 - þremur - árum síðar fyrir rúmleg 31 milljarð króna. Mismunur
rúmir 24 milljarðar.

Á sölu hlutabréfa Landsbankans í VÍS á sínum tíma báru aðalábyrgð þeir Helgi S.

Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson, vafalaust að undirlagi þáverandi
bankamálaráðherra, framsóknarfrúarinnar frá Lómatjörn. Ærin ábyrgð hlýtur það
að teljast, enda tukthússök.

En sagan var ekki hálfsögð. Það kemur í ljós við kaup S-hópsins á FL-Group að
einn af aðalmönnum S-hópsins reynist vera hinn sami Helgi S. Bankaráðsmaðurinn
hefir sem sagt gefið sjálfum sér milljarðana við svokallaða sölu VÍS-bréfanna
til S-hópsins.

Það er ennfremur bókað að Kjartan Gunnarsson á vænan hlut í Landsbanka Íslands
og hefir sem bankaráðsmaður í fyrrum Landsbanka ráðið miklu um það verðlag, sem

hann sjálfur naut við kaup sín í nýja Landsbankanum.

Það er eftir öðru að Helgi þessi S skuli vera formaður stjórnar Seðlabanka
Íslands - eða kannski við hæfi.

Þessi dæmi sýna ljóslega hverskonar framsóknar-forarvilpu ríkisstjórnarmenn eru

sokknir í, enda munu þeir aldrei leyfa opinbera rannsókn á málavöxtum meðan
þeir sitja á valdastólum.

Eru það kannski þessir kónar sem nýi forsætisráðherrann á við þegar hann segir
í alþingi á dögunum: ,,Ég missi ekki svefn yfir því að einhverjir aðilar hafi
hagnast á viðskiptum."

Á hinu kynni að verða stutt bið að einhverjir af bankaræningjunum yrðu andvaka.


Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins."



Síðan var Icelandair tekið yfir...þeir komnir í FL group og Straum Burðaráss
o.fl. skemmtilegt....

Er það ekki einsdæmi í hinum vestræna heimi að sjálfur viðskiptaráðherra hætti
störfum og taki þátt í einkavæðingu sinnar eigin ríkisstjórnar - og nái á innan
við 5 árum nokkur hundruð þúsund milljónum til sinna manna og stýri núna einum
öflugasta fjárfestingarhóp landsins ???

Er ekki timabært að rifja aðeins upp hverjir tilheyra þessum hóp manna sem
undir forystu fyrrum viðskiptaráðherra Íslands eru orðnir meðal auðugustu manna
íslands....og það á vel innan við 5 árum ???


"Island er best í heimi.......við eigum öll skilið að fá Thule !"

Kv.
JS
                        _______________________________


JS (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 21:06

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Benóný:

"Það er ekkert skrýtið að andstæðingar frjálslyndra séu pirraðir þessa dagana, allt fylgið sem streymir að flokknum ..."

Tja, hvenær urðu einhver 10-11% allt fylgið? Þess utan erum við sjálfstæðismenn ekkert pirraðir eða neitt slíkt enda ljóst að ekki eru frjálslyndir að bæta við sig fylgi á kostnað Sjálfstæðisflokksins ef marka má skoðanakannanir. Það er frekar að það sé á kostnað Samfylkingarinnar enda hefur málflutningur frjálslyndra í innflytjendamálunum fyrst og síðast verið á vinstrisinnuðum forsendum, þ.e. verkalýðsforsendum, t.a.m. í anda franskra sósíalista.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.1.2007 kl. 21:48

12 identicon

Eru einhver "prinsipp" hjá flokknum?  Er þetta ekki bara hentistefna?

Haholt (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband