Fátæktin, já fátæktin

einhverjum fannst ég helst til orðhvatur á mánudaginn þegar ég skrifaði um fátækt Stefáns Ólafssonar. Einn lesandi sagði mig í fílabeinsturni, annar kvartaði yfiir ókurteisi og sá þriðji vildi bara skrifa um tannhirðu!

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég geri athugasemdir við umfjöllun um þetta efni. 

Það ekki að ég viti ekki að til er fátækt fólk á Íslandi, fílabeinsturninn er ekki hærri en svo að ég á vini sem hafa gengið í gegnum ótrúlegar hremmingar. En trúir því einhver að meiri ríkisafskipti, meiri skattpíning og minni hagvöxtur muni verða til þess að bæta hag þeirra sem eru með sann fátækir?

Það sem erfiðast við að búa á þessu landi er hátt matarverð, hátt bensínverð, hátt verð á einföldum gleðigjöfum eins og borðvíni og bjór, föt eru dýr. Það er dýrt í bíó, það er dýrt að borða annarsstaðar en heima hjá sér og þar er líka dýrt að borða. Ég kvarta yfir háum flugfargjöldum til USA það er vegna þess að konan mín er bandarísk og þ.a.l. dætur okkar, þær eiga afa og ömmu, frænda og frænkur vestra. Fyrir mig er farið til Bandaríkjanna hluti af nauðsynjaútgjöldum heimiilisins.

Það sem ég set út á er umfjöllun um fátækt, hún er í æsifréttastíl og gerir meira úr en efni standa til. Í umfjölluninni um fatæk börn fyrr í vetur var þrástagast á því að 5000 börn væru fátæk. ef við samþykkjum gallaðar forsendur skýrslunar þá nefdni ég þrjá punkta sem kæmu ekki fram:

  • Það kemur skýrt fram í skýrslunni [skýrslu forsætisráðherra um fátækt] að talan 4.634 er líklega ofáætlun. Þegar tillit hefur verið tekið til námslána lækkar talan í 4.400 og meðlagsgreiðslur lækka hlutfallið enn frekar.
  • 75% þeirra sem töldust fátækir árið 2000 eru það ekki lengur fjórum árum seinna. Það bendir til þess að ætluð fátækt sé mjög tímabundin. Í raun mætti ætla að það séu þessi 25% sem eftir sitja sem við þurfum að hafa áhyggjur af það eru ca. 1000 börn.
  • Börn Jóns Ólafssonar hér um árið mældust bláfátæk þegar hann var með uppgefnar tekjur upp á ca. 70 þús. á mánuði. Þar sem miðað er við upplýsingar frá skattinum þá eru þeir sem hundsa hann taldir til fátæklinga.

 

AÐ lokum einn mesti forræðishyggjukrati landsins Árni Guðmundsson fyrrv. æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnafirði (þessi sem slóst við Mínus og hamaðist gegn meintum áfengisauglýsingum)  segir það "magnað að skattleysismörk hér á landi séu ekki verðtryggð".  Já það er magnað, en ef hann Árni fylgdist með fréttum og því sem gerist á þingi þá vissi hann að lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum tóku gildi í lok desember og í 6. gr stendur "Persónuafsláttur skal í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils. Fjárhæð persónuafsláttar skal birta með auglýsingu fjármálaráðherra fyrir upphaf staðgreiðsluárs." Semsagt skattleysismörk eru verðtryggð.

Við þurfum líklega að bíða eftir því að Stefán Ólafsson tali um það svo kratarnir trúi því.

 

PS

Fara þessir 92 sem vildu fara í framboð hjá Framtíðarlandinu ekki bara í framboð með Ómari, Jim Beam og Margréti Sverris? Er einhver tilbúinn að ljóstra upp hverjir voru helstu hvatamenn framboðs?


Bloggfærslur 8. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband