Semíkommar í Suðri

bilde?Site=XZ&Date=20061106&Category=FRETTIR01&ArtNo=61106113&Ref=AR&Profile=1092&NoBorderÞannig fór prófkjörið hjá semíkommunum í suðurkjördæmi. Fyrir tæpum mánuði setti ég fram samsæriskenningu um að Róbert Marshall væri frambjóðandi Björgvins G. og þeir báðir myndu ná góðum árangri. Ósk Róberts um 1. sætið væri gerð með velvilja Björgvins, plottið var auðvitað að Róbert ætti að kljúfa eyjaatkvæðin og fella Lúlla rauða eins langt niður og hægt væri. Lengi vel í dag leit út fyrir að það tækist að koma honum útaf þingi en eitthvað klikkaði með síðustu atkvæðin.

Á  myndinni hér er reyndar augljóst afhverju Jón Gunnarsson féll og afhverju Ragnheiður náði sínum árangri. Þetta er allt spurning um dress-code!

 

 


mbl.is Björgvin sigraði - Lúðvík náði öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflugir Siglfirðingar

Nú er þetta allt að skýrast hjá semíkommunum.  Möller vann NA, Gunnar Svavars í SV. Í ljósi sögunnar þá er það ekkert skrítið að leiðtogar þessara tveggja kjördæma koma frá Siglufirði og Hafnarfirði, Þrenningin hefði verið fullkomnuð ef Ísfirðingur hefði sigrað NV-kjördæmi.

Blogarinn að Bjórá 49 er með ágætis kenningu um sigur siglfirðingsins:

En það rifjar upp þá meiningu "gárungana" sem segja að öflugasta pólítíska félagið á Siglufirði sé Bridgefélagið.  Þar sé ákveðið hvernig hlutirnir gerist á Siglufirði og hverja skuli styðja í prófkjörum.

Skipulagskraftur Bridgefélagsins sé slíkur að það sé því að þakka/kenna að um árið voru samanlagðir þátttakendur í prófkjörum Samfylkingar og Framsóknarflokks á Siglufirði, þó nokkru fleiri en voru á kjörskrá í kaupstaðnum

Eitt sumarið gerðist það að það fjölgaði svo í félagi ungra sjálfstæðismanna á staðnum að í því voru fleiri en kusu Sjálfstæðisflokkinn næsta vor. Áhugi ungra Siglfirðinga á málefnum Sus var ótrúlegur. Ég man að formaður félags ungra framsóknarmanna á staðnum var mjög undrandi á inngöngu sinni í Sjálfstæðisflokkinn.

Það var þá væntanlega bridgefélagið sem bar ábyrgð á því máli öllu saman.


Bloggfærslur 6. nóvember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband