Færsluflokkur: Tónlist
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Tónlist.is, aðrar búðir og Sus
Framtak formanns Sus að kvarta yfir Itunes einokuninni er eitt það besta sem komið hefur úr þeim ranni lengi.
En þótt Itunes sé með mikla markaðshlutdeild þá er hún ekki eina búðin á netinu.
Hér má sjá lista yfir tónlistarbúðir á netinu og samanburð á þjónustu þeirra. Þessi list er alls ekki tæmandi, tónlist.is er td. ekki á honum.
Þótt flestar búðir takmarki sig við sölu í Bandaríkjunum er hægt að finna búðir eins og emusic og Pay play sem selja óhindrað yfir höf og sléttur. Þá síðarnefndu hef ég ekki reynt en sú fyrrnefnda er til fyrirmyndar. Maður finnur að vísu ekki Britney þar en allskonar góðgæti á góðu verði.
Tónlist.is er óheyrilega dýr, ég nýt þess að búa hér vestra þar sem ég fæ ódýrari tónlist í meiri gæðum. Sjá til dæmis:
á Tónlist.is kostar Sigurrós diskurinn 1399 kr. í niðurhali - gæði 192 kbps
AmazonMP3 kostar diskurinn 650 kr ($8) í niðurhali - gæði 256 kbps að meðaltali
Rhapsody MP3 búðinni kostar diskurinn 810 kr ($10) gæði 256 kbps
(Ég myndi kannski versla við tónlist.is ef ég hefði einhverja trú á því að eitthvað hlutfall rataði til höfunda og flytjenda, en allir vita að svo er ekki)
Reyndar væri gaman ef einhver lesandi tæki sig til og prófaði að kaupa tónlist hjá Amazon eða Rhapsody og athugaði hvað hann/hún kæmist langt með það.
Ég er ekki að hvetja til lögbrota hér, er það nokkuð? Hefur Smáís lögsögu á síðunni?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 20. september 2007
Brilliant músík
Gummi Jóh er skemmtilegur bloggari sem hefur tvo kosti öðrum fremur, hann er með góðan tónlistarsmekk og hann Valsari.
Það var í gegnum síðuna hans sem ég endurnýjaði kynni af Okkervil River og heyrði lag af nýjustu plötunni þeirra. Ég hefði verið bara mátulega hrifinn af því sem ég heyrði áður, Black Sheep Boy sem kom út árið 2005 fék gríðarlega góða dóma en ég féll ekki fyrir henni. Aðra sögu er hinsvegar að segja af nýju plötunni The Stage Names, hún er ekkert annað en brillians.
Rjóminn hefur fjallað um hana og gaf 4,5 í einkunn, þar eru nokkur jútjúb myndbönd af viðtali fið Will Sheff forsprakka OR og af tónleikaupptökum.
Hér er fyrsti síngullinn "Our Life Is Not A Movie Or Maybe" í jútjúb vídeói
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Skífan - Þú skuldar
Það er að rifjast upp fyrir mér hvað afritunarvörn er mikill þjófnaður. Vegna útilegu er ég orðinn meiri neytandi íslenskrar tónlistar en áður og var að setja inn á tölvuna nokkra gamla og góða diska sem ég hef ekki hlustað á lengi þegar ég lenti á XXX Rottweiler - Þú skuldar. Sá diskur er þeim kostum búinn að það er ekki hægt að spila hann í tölvum, mig minnir að vísu að það hafi verið til einhver fiff til að redda því en ég nenni ekki að spá í það.
Inn í umslaginu er skrifað að vilji maður hlusta á diskinn í tölvu þá eigi maður að fara inn á slóðina http://www.skifan.is/download og slá inn lykilorð sem er aftan á umslaginu. Slóðin er auðvitað dauð núna þannig að ég sit líklega eftir með sárt ennið og þó..
Ég sótti aldrei þessa tónlist á sínum tíma og lít svo á að Skífan er að svíkja samning með því að hafa slóðina ekki uppi.
Hver er skylda Skífunnar til að standa við þennan samning sem þeir gera við sína viðskiptavini? Ég veit að hér vestra gæti ég farið með þá beint inn í dómssal og náð amk fram vörunni sem ég keypti ef ekki líka skaðabótum vegna sálræns skaða.
En ég er forvitinn, hver er skylda Skífunnar samkvæmt íslenskum lögum til að standa við loforð sem þetta? NB því eru engin tímatakmörk.
Hver er staðan með alla þessa diska sem Skífan seldi með afritunarvörn? Verður fólk að sætta sig við það að geta einungis spilað tónlistina sem það keypti einungis í geislaspilara af ákv. tegund.
Ég held að svar Skífunnar verði að benda mér á að kaupa tónlistina öðru sinni á tonlist.is
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 5. ágúst 2006
Bæjarstjórinn í Bolungarvík
Eitthvað er Grímur Atlason orðinn stressaður vegna Morrissey tónleikanna fyrst hann er farinn að nota trikk eins og það að þeir sem kaupa miða á morrissey fái forgang á Sufjan Stevens. Mér finnst það ótrúlegt ef illa gangi að selja miða á morrissey, ef ég væri ekki á leið í giftinga og veislu þá væri ég löngu búinn að kaupa miða. Rétt eins og Duran tónleikarnir voru reunion fyrir sítt að aftan liðið í Millet úlpunum þá sé ég Morrissey tónleikana sem bullandi reunion fyrir alla þá sem mættu á tónleika í Norðurkjallaranum í MH og Skálholti í MS eða Duus í Fischersundi á árunum 88-90. Hljómsveitir eins og E-X og hvað sem þær allar hétu, allar þessar efnilegu hljómsveitir.
Sufjan Stevens finnst mér leiðinlegur þannig að það gimmik virkar ekki á mig, ef þannig stæði á að ég kæmist. Tónlistin er of hrein og átakalítil. Þetta verða örugglega voða fínir tónleikar í Fríkirkjunni í nóvember. Meira spennandi er Kaiser Chiefs á Airwaives eða ef einhver vildi flytja inn bandið sem er með besta disk dagsins í dag, Muse. Það væri gaman.
Fyrirkomulagi Morrissey-tónleika í Laugardalshöllinni breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. maí 2006
Madchester
Hvað ætli að Icelandair hafi tapað mörgum milljónum á Manchester tónleikunum? Ekki einn maður sem ég hitti í gær hafði borgað sig inn og höllin var hálftóm! Núna situr einhver markaðsmaður sem átti þessa hugmynd og svitnar. Tónleikarnir voru fínir. Við mættum seint það sem ég sá af Echo and the Bunnymen var fínt, Elbow voru snilld en Badly Drawn Boy olli vonbrigðum. Satt að segja fannst mér hann eiginlega drepleiðinlegur. Elbow voru eins og áður sagði snilld,aggressífir og rokkandi. Ég las á sínum tíma í dómi á nme.com vað Elbow hefðu "a reputation as the drinking man's Coldplay" Það var nóg til að tékka á þeim og ég sé ekki eftir því. Leaders of the Free World og Cast of Thousands eru fínir diskar en "live" er bandið bara schnilld. Læt hér fylgja tengil á Leaders Of The Free World (opnar Windows Media Player)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 1. maí 2006
Sumarið er komið.
Í stað þess að sitja með hendur í skauti og láta sér leiðast er málið að sörfa og leita.
Dr. Gunni lumaði á tvennu skemmtilegu
Millennium - The know it all og The Zombies - This will be our year
Zombies var snilldarband, en það er kannski lýsandi að bæði lögin eru rúmlega 35 ára gömul og bullandi sólskinspopp.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 29. apríl 2006
Múzík leiðindi
Tónlist | Breytt 1.5.2006 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)