Madchester

Hvað ætli að Icelandair hafi tapað mörgum milljónum á Manchester tónleikunum? Ekki einn maður sem ég hitti í gær hafði borgað sig inn og höllin var hálftóm! Núna situr einhver markaðsmaður sem átti þessa hugmynd og svitnar.  Tónleikarnir voru fínir. Við mættum seint það sem ég sá af Echo and the Bunnymen var fínt, Elbow voru snilld en Badly Drawn Boy olli vonbrigðum.  Satt að segja fannst mér hann eiginlega drepleiðinlegur.  Elbow voru eins og áður sagði snilld,aggressífir og rokkandi. Ég las á sínum tíma í dómi á nme.com  vað Elbow hefðu "a reputation as the drinking man's Coldplay" Það var nóg til að tékka á þeim og ég sé ekki eftir því. Leaders of the Free World og Cast of Thousands eru fínir diskar en "live" er bandið bara schnilld.  Læt hér fylgja tengil á Leaders Of The Free World (opnar Windows Media Player) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Hugmyndin er fín, að minna á nýjan áfangastað með því að bjóða uppá tónleika með listamönnum frá viðkomandi borg. En aðsóknin hefði verið meiri ef til viðburðarins hefði blásið á öðrum tíma með Manchester-sveitum: The Smiths árið 1985, The Stone Roses árið 1990, Oasis 1995 (hefði nú persónulega látið þá eiga sig, en þið skiljið). Það er bara gúrkutíð í Manchester - en Ian McCullough & kanínukallarnir eru goðsagnir, hvað sem hver segir.

Jón Agnar Ólason, 8.5.2006 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband