Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjálfsmark Eiríks

Eiríkur Bergmann Einarsson segir frá því í grein í 24 stundum í dag að hann verið færður af völsurum á vinstri kantinn, 6 ára gamall og þar hefur hann staðið síðan. 

Ég man ekki hvaða stöðu ég lék þarna á Hlíðarenda um miðjan áttunda áratuginn, annað hvort var ég varnar- eða varamaður enda svo heppinn að vera ekki örfættur.

Það sem vefst fyrir Eiríki er að sumir íslenskir hægri menn "haldi með" repúblikönum í pólitíkinni vestra. Pólitíkin í Bandaríkjunum segir Eiríkur, sé svo langt til hægri að allir flokkar á íslandi  myndi lenda lengst til vinstri á ás bandarískra stjórnmála. Það má vera rétt að hluta því stjórnmál snúast um viðfangsefni samfélagsins og mótast því af samfélaginu, sögu þess og þróun.

En ef stuðningur íslenskra hægri manna við bandaríska hægri menn er óskiljanlegur er þá ekki aðdáun íslenskra vinstri manna á amerískum vinstri mönnum jafn furðuleg? Báðir frambjóðendur demókrata sem eftir standa (Mike Gravel telst ekki með) styðja byssueign og dauðarefsingar? Samt fagna vinstri menn af áfergju góðu gengi þeirra. Furðulegt!

Málið er ekki eins einfalt og Eiríkur vill láta. Stjórnmálin hér vestra eru margþættari en heima. Á meðan stjórnmál á Íslandi snúast fyrst og fremst um efnahagsmál og hlutverk hins opinbera, þá eru fleiri hliðar á stjórnmálum hér. Þannig eru báðir stóru flokkarnir samansafn hópa sem myndu aldrei eiga samleið á sviði íslenska stjórnmála.  Repúblikanaflokkurinn er þannig í mjög grófum dráttum samansettur úr 3 meginhreyfingum. Það eru kristilegir íhaldsmenn, varnamálahaukar og efnahagsfrjálshyggjumenn.  Það er urgur í mörgum innan repúblikanaflokksins yfir sigri McCain því það er litið á hann sem varnarmálahauk en hann tilheyri ekki hinum hópunum. Cheney er haukur og Bush kristilegur. Reagan sameinaði alla þrjá armana.

Demókratar eru líka samansafn mjög ólíkra hópa, þar innan eru verkalýðshreyfingar mjög sterkar, menntamenn, svartir, gyðingar og spænskumælandi annarstaðar frá en Kúbu (þeim finnst enn að JFK hafi svikið sig í Svínaflóa og Elián González málið í tíð Clintons bætti ekki úr skák). Það er í raun miklu meiri hugmyndafræðileg kaos í demókrataflokknum en hjá repúblikönum. Þannig eru "latinos" og mjög margir svartir demókrata mjög íhaldssamir í siðferðismálum, þessir hópar eru mjög trúaðir og finnst mörgum hugmyndir um giftingar samkynhneigðra skelfilegar. Það var í þessa hópa sem Bush hjó árið 2004. (McCain mun reyna að höggva í sömu hópa núna í haust eftir því hver verður frambjóðandi demókrata, ef það verður Hillary þá reynir hann að ná í atkvæði svartra og ef það verður Obama þá reynir McCain að ná í atkvæði "Latínós" sem er hópur sem hann er sterkur hjá.

Nóg um þennan útúrdúr.

Hvað á stuðningsmaður Samfylkingarinnar sameiginlegt með frambjóðanda sem vill að kennurum verði borguð laun eftir árangri nemanda sinna, er á móti giftingum samkynhneigðra, vill leyfa byssueign og auka niðurgreiðslur í landbúnaði? Skiptir það öllu að hún heitir Hillary Clinton?

Breytist málið þegar sagt er að frambjóðandinn styður auknar reglugerðir í umhverfismálum, er á móti skattalækkunum almennt og vill auka skattheimtu á sem mest hafa milli handana, vill stórauka greiðslur til heilbrigðiskerfisins.

Hér þar sem ég bý var kosið s.l. haust í fylkiskosningum, valið stóð milli demókrata sem er í söfnuði sem hatast við homma og lesbíur og naut stuðnings samtaka byssueiganda. Hinu megin var repúblikani sem studdi réttindi samkynhneigðra og hún vildi takmarka byssueign. Demókratinn vann því Bush er svo óvinsæll. 

Ég get sagt að staðfesta McCain í að skera burt óþarfa opinber útgjöld höfðar mjög til mín. Huckabee er hinsvegar algjörlega andstæður öllum mínum skoðunum.

Skoðanir margra demókrata í málum er snúa að persónufrelsi höfða líka sterkt til mín og Obama hefur sett fram áhugaverðar hugmyndir í skattamálum en Hillary er ríkisútþenslu sósíalisti af gamla skólanum.

Ég er bara svo heppinn að þurfa ekki að taka ákvörðun rétt eins og Eiríkur. En Eiki var ekki að skrifa um Bandaríkin hann var fyrst og fremst að skrifa um íslensk stjórnmál.  Þar skoraði hann sjálfsmark beint af vinstri kantinum.


Obama mun hafa það... líklega

Ég settist niður í gærkvöldi, rýndi í stöðuna núna hjá demókrötum og hvað er framundan. Í dag þá er Barack Obama í mjög góðri stöðu. Hann hefur meira fjármagn og hann á góðan möguleika á að sigra amk 8 af þeim 10 slögum sem eftir eru í febrúar. Það eru 450 fulltrúar sem kosið er um í febrúar og það ætti að duga Obama til að vinna upp 77 fulltrúa forskot Hillary og komast framúr henni áður en kosið er í Texas.

Allt um það á eyjublogginu 


Kvennagetraun - Svar

Spurt er hvað eiga þessar konur sameiginlegt?

  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
  • Sigríður Lillý Baldursdóttir
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir

Uppfært--- 

Ég vil meitla spurninguna aðeins.

Hvar liggja þræðir þessara kvenna? Svarið er tvíþætt og annar þátturinn í svarinu er persóna. 

Svarið er í athugasemdum 


Enn klikkar Kastljós - Huckabee vinnur V-Virginíu

Björn Malmquist gerði stór mistök í Kastljósi í kvöld þegar hann var að tala um prófkjörið Kaliforníu hjá repúblíkönum. Kalifornía er ekki "winner takes all" fylki heldur er fyrirkomulagið þannig fylkinu er skipt í 53 kjördæmi og sá sem fær flest atkvæði í hverju kjördæmi fyrir sig fær fulltrúa þess kjördæmis.

Ingólfur Bjarni gerði líka skyssu í umfjöllun sinni um áhrif  stuðningsyfirlýsinga Giuliani og Schwarzenegger, þeir eru ekki vinsælir hjá repúblíkönum í Kaliforníu. Repúblíkanaflokkurinn í þar er mjög íhaldssamur. Schwarzenegger hefði til dæmis aldrei verið valinn sem frambjóðandi flokksins í venjulegu prófkjöri. Hann komst til valda við mjög sérstakar aðstæður haustið 2003 eins og lesa má um á Wikiediu.

Við þetta má bæta að umfjöllun Íslands í dag með þeim Baldri Þórhallssyni og Karli Th. Birgissyni var að mestu til fyrirmyndar.

----

Fyrstu úrslit dagsins eru komin í hús, Mike Huckabee hefur náð 18 fulltrúum Vestur Virginíu á kjörfundi sem lauk fyrir stundu. 


Slakt Kastljós

Umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um prófkjörin í dag var frekar slök. Steinn Jóhannsson er ákaflega vel að sér um bandaríska sögu þá hefur mér fundist hann hafa minni áhuga á nútímastjórnmálum og þ.a.l. ekki jafn vel að sér um þau.

Nokkur atriði sem voru röng:

  • McCain tapar fyrir Hillary í könnunum.
    Af 8  könnunum sem gerðar hafa verið um stuðning kjósenda við þau ef þau hljóta útnefningu flokka sinna þá sigrar McCain í 6 þeirra. Ef allar kannanir sem gerðar hafa verið á þessu ári eru teknar saman þá sigrar  McCain 9 þeirra en  Hillary 4. McCain sigrar allar þar sem líklegir kjósendur eru spurðir en það er jafnara á með þeim þegar skráðir kjósendur eru spurðir. Könnunin sem Steinn vísar til er könnun CNN þar sem 974 skráðir kjósendur voru spurðir og í eingu er getið um vikmörk. 
  • Fulltrúafjöldiinn sem kosið er um í dag er 1688 hjá demókrötum og 1069 hjá repúblíkunum ekki 800.
  • Einstaklingar mega ekki styrkja hvern frambjóðanda um meira en 4600$, 2300 í prófkjörið og 2300$ fyrir almennu kosning 5000$ er kannski rúnnun en röng tala engu að síður.
  • Það er ekki bara einföldun að halda því fram að framboð McCain sé bara gamlar Bush lummur, það er beinlínis rangt. Fylgið sem hann nýtur er ekki síst vegna þess að litið er á hann sem anti-Bush af mörgum hópum. Margir af hörðustu fylgismönnum Bush hreinlega hata McCain. Ann Coulter lýsti þvi t.d. yfir fyrir stuttu að hún myndi frekar kjósa Hillary en McCain. Tom Delay fyrrv. leiðtogi Repúblikana í þinginu hefur sagt að framboð McCain muni eyðileggja flokkinn og útvarpsmaðurinn Rush Limbaugh hefur ekki legið á andstöðu sinni.

Í heildina mátti svo greina augljóslega óskhyggju hjá Brynju og Steini að frambjóðandi Demókrata sigri í haust. Það er svo sem ekkert skrítið að vilja eitthvað annað en Bush en McCain er alls ekki framhald á Bush stjórnninni.

Svo má lesa um Super Tuesday á eyjublogginu mínu.

 


Lausn á leikskólavandanum skiptir öllu

Þessi grein birtist í prentmogganum í gær. Ég birti hana einnig hér til vörslu og einnig til fá athugasemdir ef einhverjum svo sýnist að gera. 

-------------- 

Lætin vegna myndunar nýs meirihluta í borginni eru vonandi í rénun og við getum farið að líta á það sem skiptir máli, stjórnun borgarinnar. Þrátt fyrir ánægju með að stjarfastjórn Dags sé horfin er hamingjan með nýja meirihlutann ekki hrein og tær. Næstu mánuðir skipta öllu máli um hvernig honum reiðir af, þótt tvö og hálft ár sé til næstu kosninga munu næstu mánuðir ráða miklu. Það hve fljótur nýi meirihlutinn er að ná vopnum sínum og hvaða árangri hann nær á fyrstu starfsdögum sínum mun ráða miklu fyrir síðasta starfsárið.

Með ákvörðun í Laugavegsmálinu er tónninn gefinn og á fleiri sviðum en forystumenn nýja meirihlutans átta sig á. Stóra málið sem brennur á barnafólki í borginni eru leikskólamálin. Þau eru langmikilvægasta úrlausnarefni nýja meirihlutans. Það er tómt mál að tala um verndun húsa, almenningssamgöngur og mislæg gatnamót ef fólk getur ekki unnið vegna þess að börnin komast ekki á leikskóla eða eru send heim um miðjan dag.

Önnur mál eru aukaatriði. Ef nýi meirihlutinn getur leyst leikskólamálin á næstu 6 mánuðum þá á hann von í næstu kosningum. Kjósendur eru ekki fífl. Þeir muna eftir því að komast ekki út á vinnumarkað eftir fæðingarorlof vegna skorts á leikskólaplássi, vinir og vandamenn muna líka. Þeir muna eftir því að þurfa að fara ítrekað heim úr vinnu vegna manneklu.

Leikskólamálin léku stórt hlutverk þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði kosningunum 1994, þá voru arkitektar nýja samstarfsins, þeir Ólafur, Vilhjálmur og Kjartan allir á lista Sjálfstæðisflokksins. Þeim ætti því að vera í fersku minni hve mikilvægur þessi málaflokkur er.

Á meðan ástandið er eins og það er þá er hugmyndin um gjaldfrjálsan leikskóla merkingarlaust blaður, önnur mál skipta meiru. Það þarf að fjölga leikskólakennurum og einkareknum leikskólum, það mun hins vegar kosta peninga. 500 milljónirnar sem fóru í húsin á Laugavegi hefðu komið sér vel. Vonandi tekur nýr borgarstjóri betur á málunum en þeir sem á undan honum gengu.

Birt í prentmogganum 3. febrúar 2008 


Flott Obama myndband

nokkrir stuðningsmenn Obama hafa gert myndband þar sem þau syngja texta "Yes, We Can" ræðu Obama sem hann hélt í New Hampshire.

Þarna má m.a. sjá will.i.am, Scarlett Johanson, John Legend, Kate Walsh og Kareem Adbul Jabbar.

Það er sama hvað mönnum finnst um Obama þetta er flott myndband.

Eins er erfitt að sjá sambærilegt myndband gert fyrir nokkurn annan frambjóðanda, McCain, Huckabee, Paul eða Hillary. 


Forsetaflakk Forrest Guðmundssonar

Björgvin Guðmundsson, blaðamaðurinn ekki kratavitleysingurinn sem hefur sett sér það takmark að vera fúlari á móti en allir í VG til samans, er á ferð um Bandaríkin í boði kananna og heldur úti skemmtilegu bloggi um það sem á daga hans drífur og hvaða fræga fólk hann hittir.

Áhugasamir um forsetakosningarnar ættu að kíkja á bloggið hans Björgvins þótt ekki væri nema fyrir hvaða bari og klukkan hvað við heimsóttum þá hér í DC.

BG og Rudy

 


Stuttur Dagur

Það er stundum gott í skammdeginu í Reykjavík hvað Dagurinn er stuttur.

Ferðamálastjóragetraun

Nú langar mig til að spyrja hvað þetta fólk hér á myndinni á sameiginlegt?

spurning

 

UPPFÆRT

Svarið er komið hér í athugsemdum Það voru Bó og Lýður Pálsson sem höfðu rétt fyrir sér.

Hér má líka sjá svarið.

Þarna má ma. sjá Runólf Agústsson fyrrv. rektor Samfylkingarskólans að Bifröst og Ástráð Haraldsson lögmann í heiðurssæti.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband