Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ASÍ afhjúpar Dag

Er það ekki merkilegt að ASÍ hælir bæjarfélögum sem eru undir stjórn Sjálfstæðismanna en skammast út í vinstri menn?

Það sem er líka merkilegt að með þessari tilkynningu sýnir ASÍ hvað það er lítið varið í borgarstjórann og hvernig REI-listinn er bara gamaldags vinstri samsuða sem gefur skít í almenning.

Nú væri lag fyrir borgarstjórnarflokkinn að taka undir með ASÍ og halda áfram baráttunni gegn skattahækkunum Dags. 


mbl.is ASÍ mótmælir hækkun fasteignaskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risablogg um Iowa

Ég er með langa langa færslu á eyju blogginu um úrslitin í Iowa.

Demókratar:

Lokatölur: Barack Obama : 37.58%, John Edwards : 29.75%, Hillary Clinton : 29.47%, Bill Richardson : 2.11%, Joe Biden : 0.93%, Uncommitted : 0.14%, Chris Dodd : 0.02%.

Obama
Sigurvegari kvöldsins, hefur náð forystunni af Hillary og ég held að hann muni ná útnefningunni. Hann hefur sjarmann og stuðningsmenn hans eru mótíveraðir. Það var hann sem náði kjörsókninni upp í 239 þús, sem er met og meira 100 þús. kjósendum fleiri en fyrir 4 árum. Sigur í Iowa er þó ekki ávísun á útnefningu en þetta var mjög mikilvægur sigur.

Repúblikanar:

96% talin:
Mike Huckabee 34%, Mitt Romney 25%, Fred Thompson 13%, John McCain 13%, Ron Paul 10%, Rudy Giuliani 3%, Duncan Hunter 0%.

Huckabee
Ótvíræður sigurvegari repúblíkana megin, hann eyddi líklega 1/10 af því sem Romney eyddi og fær nú skriðþunga með sér inn í næstu kosningar. New Hampshire næsta þriðjudag er líklega utan seilingar fyrir hann en S-Karólína prófkjörið sem verður þann 19. hjá repúblíkönum er líklega í sigtinu hjá honum. Þar eru kjósendur trúaðari og íhaldsamari en í New Hampshire.

Meira á eyjunni... 

 

 


IOWA

Nú eru bara nokkrir klukkutímar þar til kjörfundur hefst í Iowa. Staðan hjá báðum flokkum er svo flókin og algerlega háð kjörsókn að það er engin leið til að spá fyrir um hver úrslitin verða. Reynum samt.

Hjá Demókrötum:

Obama, Edwards og Hillary eru í sérflokki, aðrir frambjóðendur skipta ekki máli nema að litlu leyti. Stuðningsmenn Obama eru yngri og karlkyns en Hillary nýtur stuðnings eldra fólks og kvenna, Edwards nýtur þess að stuðningsmenn hans hafa frekar tekið þátt áður og eru taldir líklegri til að mæta á kjörstað. Reglurnar í Iowa eru þannig að ef frambjóðandi nær ekki 15% þá eiga stuðningsmenn þess frambjóðanda sér annan valkost. Það mun frekar nýtast Obama og Edwards, því Hillary er einskins annar valkostur. Dennis Kucinich hefur hvatt sína stuðningsmenn (alla þrjá!) til að styðja Obama sem annan valkost og orðrómur er um einhverskonar samning milli Obama og Joe Biden, framboð beggja þverneita auðvitað. Des Moines Register sem þykir vera með áreiðanlegustu kannanirnar í Iowa birti á gamlárdag könnun þar sem Obama var með 32%, Hillary 25% og Edwards 24%.

Það er mjög mikilvægt fyrir Obama að vinna og fyrir Edwards að vera í tveim efstu sætunum, Hillary þolir að lenda í því þriðja þótt það yrði mikið áfall fyrir hana. Þau munu þó öll halda áfram út janúar nema eitthver þeirra verði fyrir afhroði í einhverjum þeirra fylkja sem kosið er í jan. Fylkin eru eftirtalin: Iowa, New Hampshire, Michigan, Nevada, Suður Karólína og Flórída.

Ég spái því að Chris Dodd hætti eftir daginn í dag og kannski Joe Biden það veltur á því hvar í röðinni þeir enda, Bill Richardson hangir líklega fram til 19. Jan þegar kosið verður í Nevada, en hann er fylkisstjóri í nágrannafylkinu New Mexico. Það veit enginn hve lengi Kucinich þráast við.

Hjá Repúblikunum:

Huckabee og Romney slást um fyrsta sætið, Romney lýsti því þó yfir fyrr í dag að annað sætið væri ásættanlegt fyrir hann. Sigur er nauðsynlegur fyrir Huckabee. Slagurinn um þriðja sætið er milli Thompson og John McCain, þriðja væri gott fyrir McCain en er naðusynlegt fyrir Thompson. Ron Paul gæti náð fjórða sæti en líklega endar hann fimmti og svo Rudy Giuliani og Duncan Hunter. Rudy tekur ekki þátt í Iowa. Að öllum líkindum grisjar Iowa ekki hópinn hjá Repúblikunum að neinu ráði, kannski hættir Thompson ef hann nær ekki þriðja sætinu.

Það eru spennandi klukkustundir og dagar fyrir dyrum.


Best og vest - á hundavaði

Eins og ég gerði í fyrra þá er ég að taka saman það sem mér þótti “best og vest” á liðnu ári.

Persónulegt

BEST:

  • Flutningar til vesturheims. Það er hressandi fyrir andann að hreinsa út úr öllum skápum og flytja milli landa.
  • Fylgjast með dætrum mínum þroskast og vaxa.
  • Morgunstund í sudda í Grímsá í Borgarfirði þar sem ég kastaði flugu í fyrsta sinn á ævinni.

 

VERST:

  • Missa tvo vini/góða kunningja sviplega á árinu og sjá tvo vini missa nána fjölskyldumeðlimi.

 

Pólitík

BEST:

  • Fyrstu skrefin stigin í endurskipulagningu stjórnarráðsins
  • Fyrstu mánuðir Guðlaugs Þórs í HTR – hann hefur komið mér skemmilega á óvart og nú reynir á hvort hann standi undir væntingum.
  • Illugi Gunnarsson kominn á þing – í Illuga býr gríðarlegt efni sem mun verða landi og þjóð til heilla á næstu árum.

 

VERST:

  • Sú staðreynd að ekkert meira sé í BEST dálkinum. – Ríkisstjórnin virðist ekki líkleg til neins, frumkvæðið er allt hjá sósíalistunum.
  • Borgarstjórnarmeirihlutinn fyrir REI málið –Borgarstjórinn í tómum rugl málum eins og bjórkælismálinu, ég kom heim í lok ágúst og það sló mig hve skítug og sjabbí höfuðborgin var.
  • Einar K Guðfinns - er á góðri leið með að verða afturhaldsseggur ríkisstjórnarinnar og lítið sýnt að hann valdi ráðherraembætti.
  • Andlát Einars Odds.
  • Dagur Bé borgarstjóri

     

Það er örugglega fleira en ég man ekki meir núna, til þess situr hangikjötið of þungt í mér.


Hræsni og júrískt stolt

Hvernig stendur á því að nefndin sem nú hefur allt á hornum sér sagði ekki múkk fyrir rúmu ári þegar gengið var framhjá "vilja" hennar?

Þá var Ástríður Grímsdóttir skipuð  og ef ég man rétt þá var um það fjallað í einhverjum slúðurdálki dagblaðs að tveir aðrir umsækjendur hafi þótt hæfari eða amk. settir ofar Ástríði. Það var ekki meira en sandkorn og Ástríður sannað það fyrir löngu að hún var að embættinu komin.

Ég held meira að segja að það séu fleiri tilvik þar sem nefndin hafi "viljað" einhverja aðra en skipaðir voru.

Ég held reyndar að núna sé hið júríska stolt sært. Lögfræðingar eru nefnilega margir soldið sér á parti að þeim sjálfum finnst. Við sauðsvartur almúginn skiljum ekki "hinn júríska þankagang" og því svíður það sérstaklega að maður sem er ekki menntaður í musteri Líndals og Snævarrs skuli voga sér að hafa skoðun og taki ekki tilsögn. Að maðurinn sé menntaður í svo "ómerkilegu" fagi eins og dýralækningum og þ.a.l. ekki við HÍ er sérstaklega ámælisvert.  (Það er reyndar sérstök stúdía, sú trú fólks að menn hætti að geta tileinkað sér nokkuð eftir próf. Því vegi þyngra nokkurra ára nám fyrir 25 árum en samfelld þingseta í rúm 16 ár!)

Hið særða stolt er eina ástæðan sem mér dettur í hug fyrir upphlaupi þessarar heilögu nefndar nú. Mér, sauðsvörtum, finnst megn lykt af hræsni stafa af málinu.

 

 


Fréttamatið og skipanir

Það er áhugavert að skoða að enginn æmti né skræmti þegar Hjördís Hákonardóttir var skipuð hæstaréttardómari það þótt Páll Hreinsson hafi þótt sýnilega fremstur að hæfni umsækjenda til að hljóta embætti hæstaréttardómara.

Þá var mat hins lögskipaða álitgjafa einskins vert að mati fjölmiðlanna.

Það skiptir greinilega öllu máli um hvern er fjallað.

 


Samt er enn hægt að bóka miða...

Þessi ákvörðun Icelandair kemur sér mjög illa við okkur íslendingana sem búum hér og kannski sérstaklega fjölskyldur okkar.  Heimsókn verður nú meiriháttar ferðalag. Morgunflugið sem þeir ætla að taka upp er þó til bóta, því það er ekki bjóðandi upp á að lenda í Boston eða NY eftir kvöldmat og eiga þá eftir að taka annað flug.

Ég held reyndar að þetta verði til þess að við fljúgum meira heim í gegnum London og eigum þannig fleiri valkosti. Amk verður það valkostur til að skoða vel, það má leggja margt á sig til að styðja samkeppnina.

Það er samt soldið merkilegt að ég geti enn bókað flug heim í apríl. Maður hefði haldið að fyrirtækið myndi laga bókunaforritið að flugáætluninni?


mbl.is Hætta að fljúga til Baltimore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem Bónus-Jóa tókst ekki í vor...

...reyna húskarlar hans að hausti.

Það er sorglegt að horfa upp á Guðmund Andra Thorsson og Reyni Traustason reyna að búa til hugmyndina um að dómsmálaráðherra sé stjórnarandstæðingur og þurfi því að víkja honum úr ríkisstjórninni.

Það er svo augljóst hverra erinda þeir ganga, að það er spurning um hvort þeir séu ekki að brjóta reglur nr. 580/1998 um verðmerkingar að valsa svona um ómerktir.

---------------------------- 

Að öðru algjörlega ótengdu.

Frábæri viðskiptasamningurinn hans Björns Inga, þessi sem honum yrði hælt fyrir í viðskiptalífinu að hans sögn. Var hann af Hannesar Smárasonar tegundinni eða var hann einhvern veginn öðruvísi?  

 


Að þekkja ekki söguna...

Tónlistargagnrýnandi 24 stunda, Hlynur Orri Stefánsson gerir meinleg mistök í dómi sínum um plötu sveitarinnar Sometime. Diskurinn ber nafnið Supercalifragilisticexpialidocious.

Hlynur hefur dóm sinn á þessum orðum:

Hljómsveitinni Sometime hefur mögulega tekist að skapa óþjálasta plötutitil sögunnar: Supercalifragilisticexpialidocious.
Ég er ekki frá því að titillinn hafi jafnvel verið búinn til með það í huga að gera plötugagnrýnendum lífið leitt; nú þegar er ég búinn að lesa nafnið þrisvar yfir án þess að vera viss um að ég sé ekki að gleyma stöfum.

Eins og allir vita er  Supercalifragilisticexpialidocious úr söngvamyndinni ódauðlegu Mary Poppins, Curver og félagar hafa ekkert með fæðingu orðsins að gera.

 Hér má sjá lagið :



Svo á ég heima á Íslandi plötu með þessu nafni en ég get ómögulega munað hvaða hljómsveit gaf hana út. Mig minnir reyndar að platan hefi ekki borið nafnið formlega vegna málssóknar frá Disney. Þetta var á níunda áratugnum eða mjög snemma á þeim tíunda, þegar ég keypti vínil plötur enn. ARGH hvaða hljómsveit var þetta.....

 

 


Ég tek fulla ábyrgð sem varaformaður OR

Það getur margt snúist á 20 dögum. 

,,Ég vil bara undirstrika það að ég er ekki að skorast undan nokkurri einustu ábyrgð.  Ég tek fulla ábyrgð sem varaformaður OR á þeim verkefnum sem við höfum verið að gera, vegna þess að ég hafði haft mikla sannfæringu fyrir þeim."

Björn Ingi Hrafnsson 10. okt

 

Í fyrsta lagi væri ljóst að allar reglur hefðu verið þverbrotnar, umboð farið fyrir ofan garð og neðan auk þess sem kynningu og opinberri umræðu hefði verið verulega ábótavant.

Svandís Svavarsdóttir 1. nóv.

 

Hvernig ætlar Björn Ingi að axla ábyrgð á því sem samstarfskona hans kallar brot á reglum?

 

Ætli hann bæti ekki á sig bitling.

Gleðilega framsókn Svandís.... 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband