Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 17. nóvember 2006
Fyrsta flopp Pelosi
Það var meiriháttar flopp og veikleikamerki fyrir hinn nýja forseta fulltrúadeildarinnar að hennar frambjóðandi féll í kosningunum um "þingflokksformann" demókrata. Murtha er reyndar einn af verstu þingmönnum fulltrúadeildarinnar áður en hann hóf fána stríðsandstöðunnar á loft þá var það mál manna að hann væri á útleið, spilltur og óvinsæll. Hann hefur verið kallaður einn spilltasti þingmaðurinn í fulltrúadeildinni og var fyrir aldrafjórðungi "böstaður" fyrir spillingu í FBI aðgerð en slapp á "tæknilegum mistökum".
Skilgreining moggans á stöðu Murtha er ruglandi bull, mogginn segir:
Hann nýtur þó lítillar hylli meðal frjálslyndra demókrata vegna andstöðu hans við fóstureyðingar, reglur um byssueign og breytingar á siðareglum fulltrúadeildarinnar.
Helstu stuðningsmenn Murtha eru Nancy Pelosi, æðstiprestur "frjálslyndra demókrata" og svo "anti-war" hópurinn. Sú grúpppa er einna lengst til vinstri í demókrataflokknum. Vandinn er að demórkrataflokkurinn eins og repúblíkanar er ekki tvívíður heldur samsettur af mjög mörgum hópum sem hver um sig hefur sín stefnumál.
Gasprarar segja stundum að íslenskir hægri menn teldust lengst til vinstri í amerískum stjórnmálum. Það er della. í demókrataflokknum er að finna áhrifamikið fólk sem samkvæmt íslenskum stöðlum eru bara venjulegir vinstri menn sem þrá ekkert frekar en dýra og óskilvirka ríkisvæðingu allra mála.
Það er ekki hægt að bera saman stjórnmál þar og hér nema maður einangri mál eins og fóstueyðingar, dauðarefsingar og trú, allt mál sem eru hluti af bandarískri menningu. Ef menn bera saman önnur mál, þá sjá menn að vestra seilast menn enn lengra til vinstri en hér. ríkisvæðing mála er gríðarleg. Á vegaáætlun síðasta árs voru viðhengd 6.400 mál sem kostuðu skattgreiðendur 24 þúsund milljónir bandaríkjadollara. (Hlutfallslega ekki nema 24 milljónir í gæluverkefni hér, en samt sem áður gríðarlegir fjármunir.)
Ég tel reyndar að mjög stór þáttur í ósigri repúblíkana í síðustu viku hafi verið vegna þess að þeir voru búnir að glata trúverðugleika sínum. John Mcain sagði í ræðu í gærkvöldi:
Americans had elected us to change government, and they rejected us because they believed government had changed us. ...
Það eru margar kannanir sem styðja þessa skoðun, verulega stór hópur reglulegra kjósenda repúblikana sat heima á kjördag. Þolinmæði þeirra gagnvart stjórnamálamönnum sem segja eitt og gera svo annað þegar að kötlunum er komið var þrotin.
Hér heima kemst stjórnmálaflokkur kannski einu sinni upp með það að segjast ætla að lækka skatta í kosningum en leggja svo til skattahækkun 6 mánuðum fyrir næstu kosningar. Kannski einu sinni, það veltur svolítið á því hvort stjórnarandstaðan sé trúverðug, sem hún er ekki þessa stundina. Ef þessi sami stjórnmálaflokkurin setur svo spillta stjórnmálamann í framboð og treður fjölskyldumeðlimum á lista, þá veit ekki á gott. Það er uppskrift að vondum vetri og verra vori.
![]() |
Keppinautur Nancy Pelosi kjörinn þingflokksformaður demókrata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. nóvember 2006
Rektorar, rektorar, athugið.
Það hefur aldrei verið betra að vera atvinnulaus rektor en í dag, nægt atvinnuframboð.
Ýmis fríðindi í boði.
![]() |
Runólfur Ágústsson rektor segir upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. nóvember 2006
Um grein Arnars Jenssonar í mogganum
Það má halda því til haga að Trausti Hafsteinsson sem skrifaði greinina í Blaðið sem er kveikjan að grein Arnars er bróðursonur sme og Gunnars Smára.
Það er ekki þar með sagt að Trausti vinni ekki faglega, en ef menn eru eins og ég og hafa tilhneigingu til að trúa Arnari frekar en Blaðinu, þá er ágætt að muna svona hluti.
Tilhneiging mín til að trúa Arnari frekar en sme og Blaðinu er mótuð af samskiptareynslu við sme.
---
Hvað eru reyndar margir blaðamenn í þessari fjölskyldu?
Sme og Gunnar Smári.
Trausti Hafsteinsson.
Hjördís Sigurjónsdóttir er dóttir sme.
Eru fleiri í þessu klani?
Miðvikudagur, 15. nóvember 2006
Jamm og jæja... tæknileg mistök.
Það var nefnilega það.
Hér að neðan urðu margir til að gera athugasemdir við blogið um Árna Johnsen, bæði í athugasemdum og í bréfum til blogsins. Ég var talinn dæma hann hart og ég veit ekki hvað og hvað, sérstaklega þóttu þessi orð mín ómakleg:
Ég tel að með framboði sínu sé Árni að reyna að sanna það að hann hafi alls ekki verið sekur, að hann sakleysi hans verði sannað með því að hann verði kosinn á þing að nýju. Ef það er rétt þá mun hann taka upp fyrri iðju til að sanna það að hún hafi ekki verið saknæm. Það mun verða Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt.
Með orðum sínum í fréttum í gær er ÁJ lagður af stað þann veg sem ég lýsi, hann viðurkennir ekkert nema "tæknileg mistök", sýnir enga iðrun.
Ég veit ekki hvernig eigi að taka á framboðsmálum á Suðurlandi, en ef Sjálfstæðismenn í öðrum kjördæmum sýna hug sinn í málinu þá eru það skilaboð til kjósenda þeirra að vera ÁJ á framboðslista Sjálfstæðisflokksins sé þeim ekki að skapi. Ég vona að Árna Johns málið verði ekki að kosningamáli en maðurinn er svo upptekinn af því að gefa frá sér heimskulegar yfirlýsingar sem ergja fólk að það er mikil hætta á því að hann verði í aðalhlutverki næsta vor.
![]() |
Árni iðrast ,,tæknilegra mistaka" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. nóvember 2006
Hver sagði...
árið 2004 þegar rætt var um breytingar á lögum um útlendinga?
"stefna danskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda hefur verið mjög umdeild. Í Danmörku eru allt aðrar aðstæður en á Íslandi."
"Þá ber kannski að skilja löggjöfina núna sem svo að menn séu að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. En mér finnst það í raun og veru óþarfi..."
Þriðjudagur, 14. nóvember 2006
Rumsfeld
Mánudagur, 13. nóvember 2006
Ósammála formanninum
Það er ekki oft sem ég er ósammála formanni Sjálfstæðisflokksins en í þetta skipti verð ég að deila við hann. Það má vera að Árni njóti traust flokksforystunnar, en hann mun ekki njóta trausts umtalsverðs hluta Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki nóg að segja, hann vann í prófkjöri og þar með er það búið mál. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn semsagt ekkert um það að segja hver er í framboði fyrir hann? Í reglum flokksins er gert ráð fyrir þeim varnagla að kjördæmisráð þurfi að samþykkja listann. Ég vil ekki sjá að kjördæmisráð Suðurkjördæmis samþykki þennan lista. Forysta Sjálfstæðisflokksins er á villigötum í málinu, það má vera að Árni hafi tekið út sína refsingu en hann hefur ekki sýnt neina iðrun né virðist manni að hann telji sig hafa gert eitthvað rangt! Fyrir utan að nást.
Nú er það þannig að atkvæði mitt í Reykjavík hefur áhrif til í öðrum kjördæmum, það nýtist til uppbótarsætis, við það hætta framboðsmál í öðru kjördæmi að verða einkamál þess kjördæmis. Í síðustu kosningum var atkvæði mitt greitt í Reykjavíkurkjördæmi norður lagt á vogarskálarnar til að koma inn Bjarna Benediktsyni í SV-kjördæmi og Birgi Ármannssyni í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Að sama skapi urðu atkvæði greidd Frjálslynda flokknum og Margréti Sverrisdótttur í Reykjavíkurkjördæmi Suður til þess að koma Sigurjóni Þórðarsyni inn á þing. (Slæm skipti fyrir kjósendur frjálslyndra!) Þess vegna er það ekki einkamál kjördæma hverja þeir velja á lista hjá sér eða hvernig staðið er að málum. Hvort sem menn velja glæpamenn eða fjölskyldumeðlimi.
D: Árni nýtur trausts flokksforystunnar
Geir Haarde forsætisráðherra segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins eftir að Árni hlaut annað sæti á framboðslistanum í suðurkjördæmi og öruggt þingsæti.
Geir var gestur Morgunvaktarinnar á Rás eitt í morgun og fjallaði þar um úrslit í prófkjörum flokksins. Árni Johnsen lenti í öðru sæti í prófkjöri flokksins í suðurkjördæmi. Geir sagði Árna njóta trausts flokksforystunnar þrátt fyrir fyrri brot í trúnaðarstörfum sínum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 12. nóvember 2006
Skrítið kvöld - skrítnar tölur
Viðsnúningurinn í Sv kjördæmi á síðustu 274 atkvæðunum var magnaður.
Ragnheiður Ríkarðs. fór úr því að vera 26 atkvæðum yfir Jóni í 4. sætið yfir í það að vera 38 atkvæðum undir. Það er duglegt að ná viðsnúningi upp á 64 atkvæði á 274 atkvæðum. Ég hef bara ekki séð svoleiðis áður. Það er reyndar mjög áhugavert að skoða þessi síðustu 274 atkvæði.
Það er magnað hvað Ármann Kr. fær hátt hlutfall þeirra en Ragnheiður lágt.
6174 gild atkvæði vorðu greidd í prófkjörinu, atkvæði greitt í 1. sæti nýtist í 2. sæti 3. sæti osfrv. Þannig að þegar kemur að útreikningum í 3. sæti hafa í raun verið greidd 18.522 atkvæði en hver og einn frambjóðandi getur bara náð 6174 þeirra.
Þannig að ef við lítum á töflu þar sem við berum saman uppsöfnuð atkvæði í 1.-3. sæti þegar 5900 atkvæði voru talin þá var staðan þessi:
uppsafnað í 1-3 sæti | hlutfall | |
5900 | ||
ÁKO | 2444 | 41% |
RR | 1913 | 32% |
Þega við skoðum síðustu 274 atkvæðin þá er myndin aðeins önnur.
uppsafnað í 1-3 sæti | hlutfall | |
274 | ||
ÁKO | 151 | 55% |
RR | 54 | 20% |
tölurnar fyrir Jón Gunnarsson eru svipaðar og fyrir Ármann hann er á 51% seðlanna 274 í 4. sæti eða ofar en í heildina er hann bara á 39% þeirra í 4. sæti eða ofar.
Því fer fjarri að ég haldi því fram að eitthvað misjafnt hafi verið á seyði þarna. Kannski var Ármann bara svona duglegur í utankjörfundaratkvæðunum en þetta er sterk vísbending að þeir sem kusu Ármann þeir kusu Jón líka.
Mér finnst niðurstaðan í þessu prófkjöri verri en ég vonaði, það er nóg af gervi hægrimönnum í flokknum og á þingi, mér fannst alger óþarfi að bæta í þann hóp. Tilfinning mín er að hann sé fyrirgreiðslupólitís, kannski kemur Jón mér á óvart, ef hann gerir það yrði ég orðlaus.
Suðrið
Af tölum í S-kjördæmi má ráða að Árni Johnsen lék einn sniðuguasta pólitíska leik sem ég hef séð í prófkjöri. Svo margir báðu um 2. sætið að það var ljóst að atkvæði myndu dreifast mjög. Einnig er ljóst að ekki var full sátt um Árna Mathiesen í 1. sæti þannig að Árni Johnsen nær að tappa af þeirri óánægju og fær alt óánægjufylgið. Þegar 2600 atkvæði höfðu verið talin þá var AMM með 1395 en AJ með 805 í fyrsta sæti. Tutkhúslimurinn var hinsvegar ekki nema með 200 atkvæði í 2. sæti. langt á eftir Kjartani og Drífu. Þetta er svo snjallt og ósvífið að það liggur við að hægt sé að dást að því.
Þótt Árni J. sé að fá glimrandi kosningu í Suðurkjördæmi þá hefur það meiri áhrifi í Reykjavík og Suðvestur, vera hans á lista sjálfstæðismanna mun kosta flokkinn nokkur atkvæði í kjördæmum hingað og þangað, meira en hann bætir við í S-kjördæmi ef það er eitthvað.
Með Gulla, Jóni Gunnars, Árna J. ofl þá finnst mér kominn fullmikill Albertslykt af flokknum mínum.
Árangur Unnar var ljómandi, hún verður vonandi 1. varaþingmaður og dettur inn á þing, næst þegar Árni J. fer í "frí".
![]() |
Björk komin í 4. sætið í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. nóvember 2006
Pétur Árna og Unni Brá í 5. sætið!


![]() |
13 í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Aftur klikkar hux
Hux spáði því í september að Þórólfur sýslumaður á Patreksfirði yrði skipaður sýsli í Keflavík og taldi Þórólfi helst til tekna störf hans í Sjálfstæðisflokknum. Svo fór nú ekki.
Almennt ætla ég ekki að skrifa hér um málefni er tengjast ráðuneytinu, en það er alltaf gott að halda til haga spádómum sem rætast og þeim sem rætast ekki.
![]() |
Sýslumaður í Keflavík skipaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |