Bjór er ódýrari en bensín

Nú er svo komið hér vestra að ódýr amerískur bjór er  ódýrari  pr. lítra en bensín.

Gallonið (3.8 l) af bensíni kosta nú 3.75 dollara hér í norður Virginíu

Ódýran bjór er hægt að fá á verði sem samsvarar rúmum 3 $ pr. gallonið.

Hvort tveggja er jafn ódrekkandi...

 


Stoke

Er það ekki írónískt að stjórinn sem Gunnar Þór Gíslason rak sé sá sem kom Stoke upp í úrvalsdeildina.

Var það ekki hótun Magnúsar Kristinssonar um að selja sig út úr félaginu sem olli brottrekstrinum?

Mig minnir að hann hafi verið ósáttur við að Tony Pulis vildi leikmenn frá Bretlandseyjum en ekki Íslandi.

Í 26 manna hópi Stoke eru 6 sem eru ekki frá Bretlandseyjum, 4 af þessum 6 hafa leikið á Englandi í meira en 6 ár. Það er ekki hægt að segja annað en stefna Pulis hafi skilað meiri árangri en MAgnúsar og Gunnars.

 


Höfuðborgin í vanda

Gríðarleg aukning í morðum hefur átt sér stað í DC undanfarið.

Öll aukningin er í hverfum sem við förum aldrei til.

Hér er mynd af morðum og afbrotum þar sem byssur koma við sögu sl. tvo mánuði:

 

dc_crime

18 af þessum 26 morðum voru framin í apríl.

Við heimsækjum nær eingöngu hverfi 1 og 2. Þar er öruggt að vera.

Eitt sinn tók ég vitlausa beygju og keyrði í gegnum hverfi 7.

Það var seint um kvöld, mér leið ekki vel. 

 

Þrátt fyrir þetta er DC frábær og stórskemmtileg borg. 


Þeir bestu koma úr Val

Það er skemmtilegt að sjá að í hópi tíu bestu knattspyrnumanna Íslands skvt. Vísi eru 3 sem aldir voru upp hjá félaginu og svo Eiður sem á val að uppeldisklúbb en ef ég man rétt þá var hann hjá ÍR til 14 ára aldurs.

Ef menn skoða frá hvaða félögum þeir fóru í atvinnumennsku fyrir utan Ríkharð sem spilaði heima allan sinn ferill þá er dæmið svona:

Albert Guðmundsson  Valur
Arnór Guðjohnsen Víkingur R.
Atli Eðvaldsson Valur
Ásgeir Sigurvinsson ÍBV
Eiður Smári Guðjohnsen Valur
Guðni Bergsson Valur
Pétur Pétursson ÍA
Rúnar Kristinsson KR
Sigurður Jónsson ÍA

Ríkharður Jónsson ÍA

Skagamenn eru sterkir í hópnum með 3 og miðað við mannfjölda uppá skaga þá er ótrúlegt hvað þeir hafa framleitt af góðum knattspyrnumönnum.


"Stjörnublaðamaður" sækir um

Það vakti athygli mína að "stjörnublaðamaðurinn" Sigríður Dögg Auðunsdóttir sækir um stöðu upplýsingafulltrúa Ísafjarðar skv. frétt BB.is.

Er málið þá ekki leyst? Getur bærinn gengið framhjá drottningu íslenskrar rannsóknarblaðamennsku? Hún er nú verðlaunahafi og því fyrirmynd annarra. Er það ekki?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband