Mánudagur, 2. júní 2008
Dýrt grill - okur eða hvað?
Það var sagt frá því í Fréttablaðinu í dag að dýrasta grill Íslands kosti 320 þúsund krónur.
Hér vestra fæst það frá 1500$ upp í 2000$. Semsagt dýrasta útgáfa af þessu grilli er meira en helmingi ódýrara í heimalandinu en á Íslandi.
Í fljótu bragði virðist þetta vera svívirðilegt okur, en ef við litum aðeins betur á málið þá er það ekki svona einfalt.
Samkvæmt tollskrá ber grillið 7,5% almennan toll og 20% vörugjald svo bætist auðvitað 24,5% virðisauki ofan á allt saman.
Tek það fram að ég hef ekki staðið í innflutningi en dæmið virðist líta svona út fyrir mér:
Ef ég er að bulla leiðréttið mig endilega. En mér finnst hlutur ríkisins helst til drjúgur.
ATH. LEIÐRÉTT
Í fyrstu útgáfur vantaði flutningskostnað eins og bent var á í athugasemd. Þegar gert er ráð fyrir honum lækkar hlutfall ríkisins í dæminu en það er hluturinn er samt alltof drjúgur
ATH LEIRÐRÉTT Í ANNAÐ SINN
Eins og ég tók framhef ég ekki staðið í innflutningi og því gerði ég nokkur mistök. Ég hefði svo sem mátt vita að ríkið tekur í græðgi sinni tolla eftir flutningskostnað sem er ótrúlegt.
Ný tafla
Innkaupsverð | 100.000 kr. | |
Flutningskostnaður | 50.000 kr. | 150.000 kr. |
Almennur tollur | 7,50% | 161.250 kr. |
Vörugjald | 20,00% | 193.500 kr. |
Álagning | 32,50% | 256.388 kr. |
Virðisaukaskattur | 24,50% | 319.202 kr. |
Framleiðandi | 100.000 kr. | |
Flutningur | 50.000 kr. | |
Ríkið tekur | 106.315 kr. | |
Söluaðili | 62.888 kr. | |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.6.2008 kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 19. maí 2008
Lamborgari...
úr Whole Foods er snilldarsmíð. Í honum eru engin aukaefni eða jukk, ekki frekar en hamborgurunum úr sömu verslun.
Ég geri mér grein fyrir því hve óþjóðhollt það er að borða útlenskt lambakjöt og lifa það af. En það verða vondir menn að sýta.
Þessi hér er grillaður yfir kúreka harðviðarkolum frá Trader Joe's sem er önnur snilldar verslun hér í henni Ameríku.
Ef Ögmundur eða Bjarni Harðar eiga leið um Washington DC þá er mér það ljúft og skylt að bjóða þeim í grillveislu. Með öllu útlenska jukkinu skal ég vera með skyr til vara, svo þeir svelti ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Fánadagur
Kannski var það þess vegna sem yngri dóttir mín tók upp á því að grípa litla 17. júní fánann sinn og hlaupa um húsið. Íslenskt blóð lætur ekki að sér hæða.
Svo lásum við um litlu rauðu hænuna og fjandvini hennar, lötu öndina, köttinn og svínið.
Forseti lýðveldisins fær hamingjuóskir allra þegna sinna á Vorstræti.
------------------
í alls óskyldum fréttum þá barst mér þetta myndband fyrir stuttu.
Við styðjum hugmyndaríka bændur hér á útlagabloginu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2008 kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Sænskur stíll
Ég held að ég hafi aldrei heyrt um flottari kveðju knattspyrnumanns en þá sem sænski varnarmaðurinn Olaf Mellberg sendi til stuðningsmanna Aston Villa um sl. helgi.
Samningur Mellberg klárast núna í sumar og hann hefur samið við Juventus og gengur til liðs við ítalska liðið eftir evrópukeppnina. Lái honum hver sem vill að skipta á Villa og Juventus.
Villa lék á móti West Ham í London, stuðningsmenn Villa sem ferðuðust frá Birmingham voru 3.200 talsins. Mellber gaf öllum stuðningsmönnum Villa sem mættu á Upton Park treyju sem á var ritað: "Mellberg thanks 4 your support" Hann lék í treyju númer 4 hjá Villa.
Ekki nóg með að hann keypti treyjurnar heldur áritaði hann þær allar!
Þrjú þúsund og tvö hundruð áritanir!
Áætlaður kostnaður svíans vegna þessa er talinn vera tæpar 8 milljónir króna. Fyrir utan dagana sem eyddi í að árita treyjunar.
Mellberg er maður með stíl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Úr Eikartúni til Alexandríu
Útlagafjölskyldan var að flytja fyrir stuttu úr Eikartúni innfyrir hringveginn inn í iðuna í Alexandríu.
Alexandría er borg litlu eldri en Reykjavík og með svipaðan mannfjölda, hún er þó nokkuð minni að flatarmáli.
Það er kannski ekki mikið dót sem fjölskyldan dröslar með sér eftir eitt ár en alveg nóg.
Nýja húsið okkar
Þótt okkur hafi liðið mjög vel í Eikartúni þá eru nokkur atriði sem nýja húsið hefur framyfir það gamla.
- Liz getur gengið í vinnuna
- Garður fyrir stelpurnar að leika sér.
- Alexandría þykir besti bærinn á DC svæðinu fyrir gangandi vegfarendur
- Gamli bærinn í Alexandríu er eins og maður vildi sjá miðbæ Reykjavíkur, mikil saga en rými fyrir fyrirtæki og þróun.
- Góður heilsdags skóli í göngufæri
- Líf á götum.
- Meira pláss til að taka á móti gestum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)