Fimmtudagur, 30. nóvember 2006
Fögnum skattalækkunum en...
Hvers vegna þarf blessað fjármálaráðuneytið alltaf að hegða sér eins og asnar þegar kemur að áfengismálum?
Ferðaþjónustan kvartar yfir háu verði á áfengi og þegar tækifæri er að leyfa því að lækka með þessum fyrirmyndar skattalækkunum þá þarf fjármálaráðuneytið endilega að hækka áfengisgjaldið á móti.
Það er allt gott við þessar lækkarnir en hvernsvegna þarf að varpa skugga á þær með þessum aðgerðum? Þetta minnir mig á eina aumustu stund Alþingis þegar frumvarp um gjald af áfengi og tóbaki var lagt fram og tekið til 1. umræðu kl 18.08 vísað til nefndar kl. 18.53 tekið til 2. umræðu 20.58 og samþykkt sem breyting á lögum kl. 21.52.
Flutningsmaður sagði í ræðu sinni
efni málsins er þannig að það þarf að hafa hraðar hendur við að afgreiða það í þingsölum eins og allir þingmenn þekkja.
Hækkunin nam 7% sem var um 100kr á flösku af sterku áfengi en ekki var hreyft við veikari drykkjum. Þingheimur sem allur tók þátt í þessari dellu var sannfærður um að fólk myndi streyma í Ríkið og hamstra vodka vegna 100 kr. hækkunar!
Þetta var árið 2004 en ekki 1950, það eru svona vinnubrögð sem eru þingmönnum til minnkunar, ég trúi því að Ögmundur sé sannfærður um það þurfi að hafa vit fyrir almenningi með þessum hætti en þegar sjálftæðismenn standa að svona rugli þá örvæntir maður. Vinnubrögðin eru þinginu til minnkunar því ekkert tækifæri er gefið til eðlilegrar umræðu um málið.
Stjórnmál eru ekki flókin, ef þú segist ætla að lækka skatta og stattu þá við orð þín, lækkaðu skatta og feldu ekki einhverjar smá hækkanir inni í málunum til að varpa skugga á þau. Stjórnmál snúast að stærstum hluta til um það að standa við orð sín, stór og smá.
Árni fær annars risastóran plús í kladdann að fyrir að lækka virðisaukaskatt af þjónustu veikingahúsa úr 24,5% í 7%. Ég trúi að þetta geti orðið til að verða mikil lyftistöng fyrir veitinga- og kaffíhús og ekki verður vanþörf á eftir aðför heibrigðismafíunnar að þeim.
![]() |
Frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á matvörum lagt fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. nóvember 2006
nýkratar, semíkommar, kommar
Mér hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að einfalda hlutina og kalla vinstri menn það sem þeir eru, nemlig komma.
Þess vegna er alltaf gaman að því þegar menn gangast við eðli sínu, þótt óafvitandi sé.
Nýlega var stofnað blog "nýkrata" hér á blog.is, þau sem þar skrifa eiga það til að hafa rétt fyrir sér, eins og nýleg færsla ber með sér. Sannleikurinn er auðvitað, að þau eru alþjóðasinnaðir kommúnistar og sem slíkir eiga þau það til að hitta á mál sem eru neytendavæn.
Þegar maður skoðar síðuna þá er áberandi heljarinnar tenglalisti yfir bræðrafélög semíkomma um heim allann. Þegar vinir "nýkratana" eru skoðaðir hittir maður fyrir, semíkomma frá Rúmeníu, flokk Ion Iliescu. Iliescu sætir nú ákærðu fyrir glæpi gegn mannkyni og er af mjög mörgum talinn bara gamaldags austantjaldskommúnistaeinræðisherra. En þetta er vinur "nýkrata".
Við rekumst líka á ungverska sósíalistaflokkinn sem er að hluta arftaki ungverska kommúnistaflokksins en þau "nýkratarnir" eru væntanlega enn að halda upp á 50 ára afmæli innrásar sovétmanna í Ungverjaland, þar féllu ríflega 3000 manns.
Leiðrétt: Enganr saþykktar tölur eru til um hve margir féllu, en um 200 þús. manns flúðu landið og áætluð tala látinna er frá rúmlega 3000 til rúmlega 30.000. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna( UN General Assembly Special Committee on the Problem of Hungary (1957) Chapter V footnote 8PDF) er sagt frá tölunni 32 þúsund en sú tala sögð líklega of há.
Króatíski jafnaðarmannaflokkurinn er sprottinn úr króatíska kommúnistaflokknum, en frægasti króatíski kommúnistinn er auðvitað Tító og þótt kommúnistum í gamla daga hafi fundist Tító kúl vegna uppreisnar sinnar gegn yfirgangi Sovétmanna, þá var hann samt einræðisherra í 47 ár.
Ofantalið eru random dæmi af lista "nýkratanna" og örugglega mun fleiri og ógeðfelldari samtök í tenglalista "nýkrata". En þau kippa sér öruggleg ekki mikið upp við að vera kennd við gamla einræðisherra og arftaka þeirra, þeim þykir örugglega sárara að vera í félagi með Amir Peretz leiðtoga ísraelska verkemannaflokksins og varnarmálaráðherra Ísrael, en hann stýrði innrásinni í Gaza. Verkamannaflokkurinn ísraelski er ásamt Samfylkingunni og 3 öðrum stjórnmálaflokkum áheyrnarfulltrúi að sambandi semíkomma í Evrópu.
Hvernig mundi hæstvirtur 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður taka á móti kollega sínum og skoðanabróður frá Ísrael?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 24. nóvember 2006
Gott hjá Gulla Þór...
og Ágústi Ólafi, Birgi Ármanns, Bjarna Ben, Sigga Kára, Arnbjörgu Sveins, Pétri Blöndal, Birki J., Einar Má Sigurðarsyni, Kötu Júl, Gunnu Ögmunds, Gunnari Örlygs, Ástu Möller og Sigurrós Þorgrímsdóttur.
Þau eru búin að leggja fram frumvarp um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks.
Málið er gríðarlega jákvætt og það er í raun fáránlegt að við búum við það ástand sem er að þessi almenna neysluvara sé eingöngu seld í sérstökum búðum. Eitt af mörgu sem ég skil ekki er að af hverju það megi vera með vínbúð á bensínstöð í Hveragerði en ekki í matvöruverslun í Reykjavík.
Það er svo margt vitlaust við núverandi fyrirkomulag.
Við skulum vona að betur fari fyrir þessu frumvarpi en fyrri frumvörpum um sama efni. Í greinargerð með frumvarpinu segir: Mál þetta var lagt fram á 130., 131. og 132. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. Á 132. þingi komst frumvarpið ekki í fyrstu umræðu, árið áður náði það í gegnum 1. umræðu en ekki lengra og ári fyrr náði það ekki einu sinni í fyrstu umræðu.
Árið 2001 var lagt fram svipað frumvarp af Vilhjálmi Egilssyni og fleirum, þeir sem helst stóðu upp til að andmæla þá voru Ögmundur Jónasson(suprise, suprise) og Mörður Árnason. Í þeim umræðum lét Mörður þessi ummæli falla:
Hvar er frelsi einstaklingsins til þess að reykja hass? Er það eitthvað ómerkilegra frelsi en frelsi einstaklingsins til þess að kaupa og drekka áfengi?
Aðrir sem mótmæltu frumvarpinu voru þeir Steingrímur Joð og Karl V. Matthíasson. Sá síðarnefndi er á mögulega á leið inn á þing aftur næsta vor og því er mikilvægt að klára málið núna áður en vitleysingar eins og hann komast aftur á þing.
Fjórtán þingmenn úr 3 flokkum leggja frumvarpið fram, því til viðbótar má nefna að Þorgerður Katrín var einn meðflutningsmanna frumvarps Vilhjálms Egilssonar. Þannig má telja að amk.fjórðungur þingheims styðji frumvarpið.
Eins má telja til að stærstur hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins styðji frumvarpið. Einnig er líklegt að nokkuð margir þingmanna Samfylkingarinnar styðji málið, fyrir utan kannski hana sem stýrir flokknum, það er nánast öruggt að hún muni taka forsjárhyggjuafstöðu í málinu, hún gerir það alltaf þegar hún á val.
Þótt staðan á þingi er líklega góð er hinsvegar er ástæða til að örvænta um því telja má á fingrum annarrar handar þingmannafrumvörp sem ná því að vera samþykkt. Á 131. þingi (veturinn 2004-2005) var ekki eitt þingmannafrumvarp samþykkt. Öll frumvörp að veitingu ríkisborgararéttar undanskildum, sem urðu að lögum þann veturinn komu frá ríkisstjórninni! Það er varla von að talað sé um ósjálfstæði löggjafans gagnvart framkvæmdavaldinu.
Þess vegna er mikilvægt fyrir alla sem hafa áhuga á málinu og finnst það asnalegt að eingöngu bíleigendur geti verslað vín eftir kl. 18, finnst það asnalegt að eingöngu á landsbyggðinni megi reka vínbúð með annarri verslun og finnst ríkisskömmtun á víni og víntegundum skammarlegt að taka til máls í málinu. Lesandi, sendu þingmanni í þínu kjördæmi póst og segðu honum að þú viljir að þetta frumvarp nái fram að ganga.
Netföng og símanúmer þingmanna
Kæri ______
Ég treysti á þig til að veita frumvarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ofl. þingmál nr. 26, um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks, brautargengi á yfirstandandi þingi.
Styðjir þú frumvarpið og það verði til breytinga á lögum aukast líkur á að þú fáir mitt atkvæði næsta vor.
Ég fylgist með þér.
Kær kveðja
__________
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Formaðurinn fíflaður?
Orðið.blog.is fjallar um meinta frábæra ræðu Össa í þinginu í dag í máli sem mér hefur verið hugleikið um nokkra hríð. Árið 1999 hækkaði þáverandi fjálrmálaráðherra skatta á fasteignaeigendur um 0,1 prómill. Ekki stór fjárhæð fyrir hvern og einn en margt smátt gerir eitt stórt og og frá árinu 1999 hefur telst þetta til 1.600.000.000 króna.
Árið 1999 var gert ráð fyrir að gerð skráarinnar tæki 5 ár og því voru sólsetursákvæði sett í lögin. Það mistókst herfilega að ná markmiðum því árið 2004 varð að framlengja skattheimtuna.
Þá vildu menn framlengja til 2008 en Efnahags og viðskiptanefnd sá við FMR og framlengdi bara um 2 ár. Nú kemur nýr fjármálaráðherra og vill enn hækka skatta á fasteignaeigendur. Því framlenging lífdaga skatta sem eiga að renna sitt skeið er ekkert nema skattahækkun.
Pétur Blöndal er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og var það einnig 2004. Árið í 1999 þegar skatturinn var lagður á var Pétur í nefndinni. Hann er því búinn að þola það í tvígang að samþykkja skatthækkun sem á ekki rétt á sér. Það væri ótrúlegt að hann léti fífla sig af FMR og Fjármálráðuneytinu í þriðja sinn.
Fyrir 2.300.000.000 krónur á nokkrum árum væri hægt að gera ótrúlega hluti. Fjandinn hafi það, fyrir 325 milljónir á einu ári er hægt að gylla skránna. Fyrir þennan pening ætti að vera hægt að panta sér Cappuccino og Koníak út úr þesari skrá.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að vera trúverðugur í næstu kosningum VERÐUR hann að HÆTTA að hækka skatta, þótt smáir séu.
![]() |
Forsætisráðherra hringdi út viðskiptin í Kauphöllinni í New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Eins gott að stoppið kom ekki fyrir prófkjör.
Maður gæti haldið að þeir væru ekki með sín mál á hreinu þarna uppi á hæðinni.
En það getur varla verið að Ólafur Áki sé að tala um sig og formann stjórnar Orkuveitunnar?
Það var samdóma álit okkar og Orkuveitunnar að stöðva framkvæmdir.Við viljum hvorki vera í stríði við Skipulagsstofnun né neinn annan. Við erum friðsemdarmenn.
Það var bara eins gott að þarna er bara verið að tala um þriðja áfanga en ekki þann hluta sem búið er að drekka út í partý þar sem 3000 manns var boðið á kostnað viðskiptavina Orkuveitunnar.
Merkilegt að fyrir 27. okt var ekki hægt að skrifa O og R saman án þess að ákveðinn maður væri þar á mynd. Núna sést hann hvergi.
![]() |
Leitað að jarðhita í Fljótshlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)