Mánudagur, 6. nóvember 2006
Semíkommar í Suðri
Þannig fór prófkjörið hjá semíkommunum í suðurkjördæmi. Fyrir tæpum mánuði setti ég fram samsæriskenningu um að Róbert Marshall væri frambjóðandi Björgvins G. og þeir báðir myndu ná góðum árangri. Ósk Róberts um 1. sætið væri gerð með velvilja Björgvins, plottið var auðvitað að Róbert ætti að kljúfa eyjaatkvæðin og fella Lúlla rauða eins langt niður og hægt væri. Lengi vel í dag leit út fyrir að það tækist að koma honum útaf þingi en eitthvað klikkaði með síðustu atkvæðin.
Á myndinni hér er reyndar augljóst afhverju Jón Gunnarsson féll og afhverju Ragnheiður náði sínum árangri. Þetta er allt spurning um dress-code!
![]() |
Björgvin sigraði - Lúðvík náði öðru sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. nóvember 2006
Öflugir Siglfirðingar
Nú er þetta allt að skýrast hjá semíkommunum. Möller vann NA, Gunnar Svavars í SV. Í ljósi sögunnar þá er það ekkert skrítið að leiðtogar þessara tveggja kjördæma koma frá Siglufirði og Hafnarfirði, Þrenningin hefði verið fullkomnuð ef Ísfirðingur hefði sigrað NV-kjördæmi.
Blogarinn að Bjórá 49 er með ágætis kenningu um sigur siglfirðingsins:
En það rifjar upp þá meiningu "gárungana" sem segja að öflugasta pólítíska félagið á Siglufirði sé Bridgefélagið. Þar sé ákveðið hvernig hlutirnir gerist á Siglufirði og hverja skuli styðja í prófkjörum.
Skipulagskraftur Bridgefélagsins sé slíkur að það sé því að þakka/kenna að um árið voru samanlagðir þátttakendur í prófkjörum Samfylkingar og Framsóknarflokks á Siglufirði, þó nokkru fleiri en voru á kjörskrá í kaupstaðnum
Eitt sumarið gerðist það að það fjölgaði svo í félagi ungra sjálfstæðismanna á staðnum að í því voru fleiri en kusu Sjálfstæðisflokkinn næsta vor. Áhugi ungra Siglfirðinga á málefnum Sus var ótrúlegur. Ég man að formaður félags ungra framsóknarmanna á staðnum var mjög undrandi á inngöngu sinni í Sjálfstæðisflokkinn.
Það var þá væntanlega bridgefélagið sem bar ábyrgð á því máli öllu saman.
Sunnudagur, 5. nóvember 2006
Konum hafnað!
Kosningastjóri Helga Hjörvar er ekki mikill spámaður. Hann náði einu sæti réttu af 6. Við skulum vona Helga vegna að kosningastjórinn verði svartsýnn um næstu helgi. Spá Hux:
1. Árni Páll Árnason
2. Þórunn Sveinbjarnardóttir
3. Gunnar Svavarsson
4. Katrín Júlíusdóttir
5. Guðmundur Steingrímsson
6. Jakob F. Magnússon
Raun og sann
- Gunnar Svavarsson
- Katrín Júlíusdóttir
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Árni Páll Árnason
- Guðmundur Steingrímsson
- Tryggvi Harðarson
Bara tvær konur í efstu 6 sætunum. Var konum hafnað?
Enn á ný er framboðið af Jakobi Frímann miklu miklu meira en eftirspurnin. Það hlýtur að koma að því einn daginn að hann nái kosningu. Kannski er hreppsnefnd Hríseyjar málið? Það er svona artsí eyja sem fílar svona mann sem talar eins og hann sé alltaf við það að segja eitthvað sniðugt en segir það svo aldrei.
Það fer að verða sniðugur endapunktur á svo marga brandara; Jakob Frímann, frambjóðandi.
![]() |
Gunnar kominn í 1. sætið á ný í Kraganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. nóvember 2006
Pétur á þing!
Ég vildi að ég gæti kosið í prófkjörinu í SV-kjördæmi næstu helgi. Þá gæti ég kosið Pétur Árna í 5. sætið.
Pétur er drengur góður og verður traustur málsvari almennings komist hann á þing. Það er alveg öruggt mál að hann mun ekki svíkja hugsjónir sínar og hegða sér eins og drukkin framsóknarmaður í partýi á kostnað almennings verði lögð ábyrgð á herðar hans.
Pétur Árna í 5. sætið, fækkum og lækkum skatta.
PS.
Það er glatað að geta ekki birt flash myndir inni í færslu og það er glatað að það sé ekki html-box, síðueiningin þykist vera til en hún birtist ekki. Það er örugglega mjög jákvætt fyrir Pétur að ég sé að nöldra um kerfið inni í færslunni þar sem ég hvet fólk til að styðja hann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Vinna
Skrapp í tvo tíma í vinnu í dag. kíkti á ráðstefnu sérfræðinga um siglingar, öryggismál og olíu- og gasflutninga, þurfti að ganga frá fréttatilkynningu og taka myndir. Sat og hlustaði á tvo fyrirlestra, mjög áhugavert umfjöllunarefni. Einn galli var þó á gjöf Njarðar, nýjasti fjölskyldumeðlimurinn tók smá nætursveiflu í nótt. Ég held að ég hafi misst haus þrisvar á klukkutíma á ráðstefnunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)