Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Björgvin G í hægri sveiflu
"Ríkisrekstur á að heyra sögunni til á samkeppnismarkaði"
Sagði Björgvin G. Sigurðsson á Alþingi í dag. Þar höfum við það, þá er það ákveðið. Mikið er ég feginn að þetta er komið á hreint. Ár eftir ár höfum við frjálshyggjupúkarnir hamast á þessum orðum eins og möntru í einu eða öðru formi. "Ríkisrekstur á að heyra sögunni til á samkeppnismarkaði"
Núna höfum við fengið nýjan bandamann Björgvin G. Sigurðsson. Í dauða mínum átti ég von á honum en maður tekur öllum villuráfandi sauðum fegins hendi. Það hefur verið eftirtektarvert hvernig hann hefur verið að færast á okkar línu undanfarið, hann kaus gegn tóbaksólögunum og hann er farinn að berjast fyrir skólagjöldum í opinbera háskóla.
En hver er skýringin á þessari umbyltingu? Ég kíkti inn á vef alþingis og skoðaði myndina af Björgvini og þegar ég opnaði hana í photoshop og lýsti aðeins bakgrunninn þá kom þetta í ljós.
Þetta skýrir allt er það ekki?
Ég bíð nú eftir harðri baráttu frá okkar manni á þingi fyrir því að Rás 2 heyri sögunni til. Já og stuðningi við óheftan innflutning allra landbúnaðarafurða því stuðningur ríkisins við einn aðila umfram annan í samkeppnisrekstri er inngrip, dulbúin ríkisrekstur.Velkominn Björgvin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Ísland ekki Costa Rica
Hinir og þessir hér á bloginu fara mikinn vegna framboðs þingfréttaritara Morgunblaðisins til formanns KSÍ. (Stefáni Páls og Sverri Jakobs hlýtur að svíða að draumastúlka kaninku opnaði moggablogsíðu fyrir framboðið) Mér er ekki sama hver vinnur þennan slag. Mínar forsendur eru hinsvegar ekki kvenfrelsi heldur kverúlans. Ég vil að sá vinni sem hendir núverandi merki KSÍ á haugana.
Það var einhver tíska undir lok níunda áratugarins að skemma gömul merki og koma með ný, væntanlega til að sjá grafískum hönnuðum fyrir vinnu. Sjálfstæðiflokkurinn gerði þessi reginmistök, hér má sjá fallegan fálka og hér er illfyglið nýji túrbófálkinn. Það voru fleiri aðilar sem létu undan einhverju auglýsingastofu-PR rugli en fáir gerðu það af jafnmiklu smekkleysi og KSÍ.
Það fer nefnilega ósegjanlega í taugarnar á mér að landslið Íslands leiki undir fána Costa Rica. Costa Rica er vinalegt land, líkt og Ísland þá eiga þeir ekki her en þar er ólíkt hlýrra en hér þar sem Allsnægtaströnd er í mið Ameríku, mitt á milli Panama og Nicaragua. Ég hef ekkert á móti þessu blessaða landi, ég skil bara ekki af hverju íslensku landsliðin í fótbolta þurfa að keppa undir fána þess.
Hvað framboð Höllu varðar er það eina sem ég hræðist við framboð hennar er að stjórnmálaskoðandir hennar og tilhneigingar til að afsaka einræðisríki og/eða stuðningsmenn hryðjuverka yrðu til að undir hennar forystu yrði merki KSÍ meira í þessum stíl. -->
Hver svo sem sem kippir þessu í liðinn og færir merki þessa góða sambands í fyrra horf fær minn stuðning.
Að lokum óska ég þess að núverandi merki KSÍ verði sent til austur London og falli þar um deild og verði þaðan selt til Síberíu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Valdimar segir sig frá þingmennsku!
Nú bíður þjóðin í ofvæni eftir því að flokksfélög Frjálslynda flokksins álykti um að Valdimar Leo eigi að segja sig frá þingmennsku. Miðað við það sem gekk á sumarið 2005 þegar Gunnar Örlygsson gekk úr Frjálslyndum til Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur prinsipp fólkið í Frjálslynda flokknum að hafna inngöngu Valdimars.
Haustið 2005 skrifaði Margrét Sverrisdóttir hin óspjallaða grein í Morgunblaðið (einnig birt á xf.is)
Þingsætin tilheyra því flokkum en ekki einstaklingunum sem boðnir eru fram í nafni flokkanna.
Þess vegna særir það réttlætiskennd kjósenda þegar þingmaður, sem nær kjöri vegna stuðnings við þann flokk sem hann er fulltrúi fyrir, fer með umboð kjósenda eins og honum sýnist
Hvað segja Frjálslyndir nú? Hvar eru fjölmiðlamennirnir sem fáruðust yfir skiptum Gunnars? Hvers vegna spyr enginn Guðjón A. hvað sé breytt?
![]() |
Valdimar gengur til liðs við Frjálslynda flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. janúar 2007
Kálfurinn og ofeldið
Það andrúmsloft leyndarhyggju, sem áður var ríkjandi gagnvart þjóð, Alþingi og utanríkismálanefnd þegar að varnarmálum kom er ekki það vinnulag sem ég vil viðhafa. Raunar verð ég að játa að mér hefur oft fundist pukur af þessu tagi fremur einkenna karlana, sem hafa tilhneigingu til að leiða málin til lyktar í reykfylltum bakherberjum.[sic]
Af hverju hún kýs að hnýta í fyrrum formann Framsóknarflokksins er skil ég ekki. En þegar ofangreind orð bætast við yfirlýsingu um mikla fjölgun kvenna í friðagæslunni þá eru áhugaverðir hlutir séu að koma fram. Það kæmi mér ekki á óvart að Framsókn muni byggja veigamikinn hluta kosningabaráttu sinnar á því að hún sýnir "jafnrétti" í verki. Svo lengi sem VG og Frjálslyndir beygi ekki útaf stefnu sinni þá verður Framsóknarflokkurinn eina framboðið sem hefur konur sem oddvita lista í helming kjördæma. Nú þegar er helmingur ráðherra framsóknar konur og það er erfitt að koma auga á þrjár konur í Sjálfstæðisflokkki eða Samfylkingu sem eiga skýrt tilkall til ráðherrasætis. Samfylkingin sem þykist vera mikill jafnréttisflokkur er með karla í öndvegi í öllum kjördæmum nema einu!
Þegar Valgerður er talar svona um karlapukur og afléttir leynd er hún líka að gefa tón um hvernig framsókn vilji skapa sér sérstöðu. Hinsvegar er ég ekki viss um að hún geti verið trúverðug þegar hún tekur sér orð eins og pukur í munn. Það eru alltof margir sem setja til dæmis spurningamerki við kaupin á Búnaðarbankanum þegar Valgerður var iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Í athugasemdum hér á bloginu og í tölvupóstum hafa margir haft á orði að pukrið þá hafi verið sýnu verra en í utanríkisráðuneytinu þegar fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins réð þar ríkjum. Þetta skot Valgerðar á fyrrum formann sinn sýnir enn og aftur að sjaldan launar kálfurinn ofeldið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Munu þeir muna?
Tóku einhverjir eftir orðum Ingibjargar Sólrúnar í Kastljósi sl. mánudag þar sem hún og Árni Mathiesen mættust? Efnahagsmál voru til umfjöllunar og á einum tímapunkti lét hún þessi orð falla:
"Ég tel það alveg fráleitt að við förum í þessar álversframkvæmdir á næstu árum"
Munu þessi 58% Norðlendinga sem styðja álver í Húsavík muna orð Ingibjargar næsta vor? Mun einhver þeirra 75% Húsvíkinga sem vilja álver veita henni atkvæði sitt? Hvernig munu Suðurnesjamenn kjósa? 66% íbúa Reykjanesbæjar styðja álver í Helguvík. Þeim er þá núna ljóst að atkvæði til Samfylkingarinnar er atkvæði gegn álveri.
Húsvíkingar og Suðurnesjamenn eru heppnir, kostir þeirra hafa verið einfaldaðir, með álveri eða á móti því. Stjórnarandstaðan vill ekki byggja, stjórnarflokkarnir vilja byggja. Ekki flókið.
Eða halda menn að ISG muni draga í land á framboðsfundum suður með sjó og fyrir norðan?