Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Föstudagur, 19. september 2008
Inn eða át?
ég sit hér á kaffihúsi í Alexandríu að vinna.
Það sitja 13 gestir við borð, 11 með fartölvu fyrir framan sig.
7 makkar 4 pc vélar.
Ég veit ekki hvort ég er rebbel að vera með gamlan Thinkpad sem er að detta í sundur eða hvort ég sé óhugnalega át....
Auðvitað var þetta lag spilað á kaffihúsinu
ég hallast að því síðarnefna.
Bloggar | Breytt 20.9.2008 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 4. september 2008
Hvað kom fyrir rúv.is?
Við hérna í útlandinu stólum dálítið á ruv.is og það hefur gengið ákaflega vel hingað til.
Allan síðasta vetur og fram á vor var það seremónía hjá okkur feðginunum að horfa á Stundina Okkar á netinu, það hjálpaði til að við að viðhalda íslenskunni og svo eru þetta skemmtilegir þættir.
Eins átti ég það til að kveikja á kvöldfréttum á fartölvunni, tengja tengja við hátalar og láta ganga á meðan ég framdi næringarmyrkraverk í eldhúsinu.
í sumar gerðist hinsvegar eitthvað, straumurinn er ekki lengur straumur heldur spræna. Við heyrum en myndir birtast bara stopult. eins og gefur að skilja finnst frumburðinum ekki gaman að horfa á stillimyndasýningu Stígs og Snæfríðar, hún gefst upp.
Ég hélt lengi vel að nettengingin væri eitthvað að stríða mér og eðlislæg leti tryggði aðgerðaleysi. Síðan var það fyrir rúmri viku sem ég póstaði á Feisbúkk:
Fridjon er pínu svekktur hvað netútsending á Rúv.is hefur versnað.
Og viti menn, um leið kom viðbragð:
O guð hvað ég er sammála þér Friðjón... vont fyrir okkur sem erum alltaf í útlöndum!!!
Með kveðju