Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

DC-Chicago-DC

Við renndum til Obamalands í síðustu viku, útlagafjölskyldan. Vegalengdin sem við keyrðum á 6 dögum samsvarar hringinn í kringum landið tvisvar sinnum og svo áfram frá Reykjavík til Stöðvarfjarðar norðurleiðina um Egilsstaði, 3416 km.

Mér væri slétt sama þótt ég þyrfti ekki að stíga upp í bíla í margar vikur.

Það eru 17 ár síðan ég síðast var í Chicago, borgin hefur tekið stakkaskiptum. Þar munar einna mest um Millennium Park   sem er gerður með nokkrum skemmtilegustu listaverkum sem ég hef séð.

hér er mynd sem ég smellti með símanum af Crown Fountain eftir Jaume Plensa. Þetta er helmingur verksins, hinn er eins og stendur gagnstætt. Á heitum sumardegi er verkið notað, svo um munar.

crownGarðurinn fór auðvitað lang, langt fram úr kostnaðaráætlunum. Það verður að segja þeim þó til hróss að borgin fékk mörg stórfyrirtæki og auðmenn til að fjármagna stóran hluta framkvæmdana.

Borgin hefur breytt ásýnd sinni og mun búa að því lengi. Gallinn er að borgarbúar munu líka vera lengi að borga fyrir herlegheitin.


Tónlist.is, aðrar búðir og Sus

Framtak formanns Sus að kvarta yfir Itunes einokuninni er eitt það besta sem komið hefur úr þeim ranni lengi.

En þótt Itunes sé með mikla markaðshlutdeild þá er hún ekki eina búðin á netinu.

Hér má sjá lista yfir tónlistarbúðir á  netinu og samanburð á þjónustu þeirra. Þessi list er alls ekki tæmandi, tónlist.is er td. ekki á honum.

 

Þótt flestar búðir takmarki sig við sölu í Bandaríkjunum er hægt að finna búðir eins og emusic og Pay play sem selja óhindrað yfir höf og sléttur. Þá síðarnefndu hef ég ekki reynt en sú fyrrnefnda er til fyrirmyndar. Maður finnur að vísu ekki Britney þar en allskonar góðgæti á góðu verði.

Tónlist.is er óheyrilega dýr, ég nýt þess að búa hér vestra þar sem ég fæ ódýrari tónlist í meiri gæðum. Sjá til dæmis:

 á Tónlist.is kostar Sigurrós diskurinn 1399 kr. í niðurhali - gæði 192 kbps

AmazonMP3 kostar diskurinn 650 kr ($8) í niðurhali  - gæði 256 kbps að meðaltali

Rhapsody MP3 búðinni kostar diskurinn 810 kr ($10) gæði 256 kbps

(Ég myndi kannski versla við tónlist.is ef ég hefði einhverja trú á því að eitthvað hlutfall rataði til höfunda og flytjenda, en allir vita að svo er ekki)

Reyndar væri gaman ef einhver lesandi tæki sig til og prófaði að kaupa tónlist hjá Amazon eða Rhapsody og athugaði hvað hann/hún kæmist langt með það.

Ég er ekki að hvetja til lögbrota hér, er það nokkuð? Hefur Smáís lögsögu á síðunni?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband