DC-Chicago-DC

Við renndum til Obamalands í síðustu viku, útlagafjölskyldan. Vegalengdin sem við keyrðum á 6 dögum samsvarar hringinn í kringum landið tvisvar sinnum og svo áfram frá Reykjavík til Stöðvarfjarðar norðurleiðina um Egilsstaði, 3416 km.

Mér væri slétt sama þótt ég þyrfti ekki að stíga upp í bíla í margar vikur.

Það eru 17 ár síðan ég síðast var í Chicago, borgin hefur tekið stakkaskiptum. Þar munar einna mest um Millennium Park   sem er gerður með nokkrum skemmtilegustu listaverkum sem ég hef séð.

hér er mynd sem ég smellti með símanum af Crown Fountain eftir Jaume Plensa. Þetta er helmingur verksins, hinn er eins og stendur gagnstætt. Á heitum sumardegi er verkið notað, svo um munar.

crownGarðurinn fór auðvitað lang, langt fram úr kostnaðaráætlunum. Það verður að segja þeim þó til hróss að borgin fékk mörg stórfyrirtæki og auðmenn til að fjármagna stóran hluta framkvæmdana.

Borgin hefur breytt ásýnd sinni og mun búa að því lengi. Gallinn er að borgarbúar munu líka vera lengi að borga fyrir herlegheitin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband