Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Lamborgari...

lamburgerúr Whole Foods er snilldarsmíð. Í honum eru engin aukaefni eða jukk, ekki frekar en hamborgurunum úr sömu verslun.

Ég geri mér grein fyrir því hve óþjóðhollt það er að borða útlenskt lambakjöt og lifa það af. En það verða vondir menn að sýta.

kolÞessi hér er grillaður yfir kúreka harðviðarkolum frá Trader Joe's sem er önnur snilldar verslun hér í henni Ameríku. 

Ef Ögmundur eða Bjarni Harðar eiga leið um Washington DC þá er mér það ljúft og skylt að bjóða þeim í grillveislu. Með öllu útlenska jukkinu skal ég vera með skyr til vara, svo þeir svelti ekki. 


Fánadagur

Það var fánadagur í gær. 

Kannski var það þess vegna sem yngri dóttir mín tók upp á því að grípa litla 17. júní fánann sinn og hlaupa um húsið.  Íslenskt blóð lætur ekki að sér hæða.

Svo lásum við um litlu rauðu hænuna og fjandvini hennar, lötu öndina, köttinn og svínið.

Forseti lýðveldisins fær hamingjuóskir allra þegna sinna á Vorstræti. 

------------------ 

í alls óskyldum fréttum þá barst mér þetta myndband fyrir stuttu.

Við styðjum hugmyndaríka bændur hér á  útlagabloginu.


Sænskur stíll

MellbergÉg held að ég hafi aldrei heyrt um flottari kveðju knattspyrnumanns en þá sem sænski varnarmaðurinn Olaf Mellberg sendi til stuðningsmanna Aston Villa um sl. helgi.

Samningur Mellberg klárast núna í sumar og hann hefur samið við Juventus og gengur til liðs við ítalska liðið eftir evrópukeppnina. Lái honum hver sem vill að skipta á Villa og Juventus. 

Villa lék á móti West Ham í London, stuðningsmenn Villa sem ferðuðust frá Birmingham voru 3.200 talsins. Mellber gaf öllum stuðningsmönnum Villa sem mættu á Upton Park treyju sem á var ritað: "Mellberg thanks 4 your support" Hann lék í treyju númer 4 hjá Villa.

Ekki nóg með að hann keypti treyjurnar heldur áritaði hann þær allar!

Þrjú þúsund og tvö hundruð áritanir! 

Áætlaður kostnaður svíans vegna þessa er talinn vera tæpar 8 milljónir króna. Fyrir utan dagana sem eyddi í að árita treyjunar.

Mellberg er maður með stíl.

Sjá meira hér. 

 


Úr Eikartúni til Alexandríu

Útlagafjölskyldan var að flytja fyrir stuttu úr Eikartúni innfyrir hringveginn inn í iðuna í Alexandríu.

Alexandría er borg litlu eldri en Reykjavík og með svipaðan mannfjölda, hún er þó nokkuð minni að flatarmáli.

mynd15

 

mynd17

Það er kannski ekki mikið dót sem fjölskyldan dröslar með sér eftir eitt ár en alveg nóg.

 

Nýja húsið okkar

marz 091

Þótt okkur hafi liðið mjög vel í Eikartúni þá eru nokkur atriði sem nýja húsið hefur framyfir það gamla.

  1. Liz getur gengið í vinnuna
  2. Garður fyrir stelpurnar að leika sér.
  3. Alexandría þykir besti bærinn á DC svæðinu fyrir gangandi vegfarendur
  4. Gamli bærinn í Alexandríu er eins og maður vildi sjá miðbæ Reykjavíkur, mikil saga en rými fyrir fyrirtæki og þróun.
  5. Góður heilsdags skóli í göngufæri
  6. Líf á götum.
  7. Meira pláss til að taka á móti gestum.

 

 

 


Bjór er ódýrari en bensín

Nú er svo komið hér vestra að ódýr amerískur bjór er  ódýrari  pr. lítra en bensín.

Gallonið (3.8 l) af bensíni kosta nú 3.75 dollara hér í norður Virginíu

Ódýran bjór er hægt að fá á verði sem samsvarar rúmum 3 $ pr. gallonið.

Hvort tveggja er jafn ódrekkandi...

 


Stoke

Er það ekki írónískt að stjórinn sem Gunnar Þór Gíslason rak sé sá sem kom Stoke upp í úrvalsdeildina.

Var það ekki hótun Magnúsar Kristinssonar um að selja sig út úr félaginu sem olli brottrekstrinum?

Mig minnir að hann hafi verið ósáttur við að Tony Pulis vildi leikmenn frá Bretlandseyjum en ekki Íslandi.

Í 26 manna hópi Stoke eru 6 sem eru ekki frá Bretlandseyjum, 4 af þessum 6 hafa leikið á Englandi í meira en 6 ár. Það er ekki hægt að segja annað en stefna Pulis hafi skilað meiri árangri en MAgnúsar og Gunnars.

 


Höfuðborgin í vanda

Gríðarleg aukning í morðum hefur átt sér stað í DC undanfarið.

Öll aukningin er í hverfum sem við förum aldrei til.

Hér er mynd af morðum og afbrotum þar sem byssur koma við sögu sl. tvo mánuði:

 

dc_crime

18 af þessum 26 morðum voru framin í apríl.

Við heimsækjum nær eingöngu hverfi 1 og 2. Þar er öruggt að vera.

Eitt sinn tók ég vitlausa beygju og keyrði í gegnum hverfi 7.

Það var seint um kvöld, mér leið ekki vel. 

 

Þrátt fyrir þetta er DC frábær og stórskemmtileg borg. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband