Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
ég er boring...
Facebook er nýtt æði á vefnum, það er ekki maður með mönnum nema að vera með Facebook síðu og síðuhaldari er engin undantekning þar á.
Á Facebook eru skemmtilegar applikasjónir eða forritlingar sem gera mönnum kleift að eyða tíma sínum í vitleysu sem aldrei fyrr.
Ein þessara applikasjóna heitir Compare People þar sem þér er boðið að bera saman Feisbúkk vini þína og kjósa á mill, hver er sætust, hverja þú vildir frekar kyssa, hver er með betri tónlistarsmekk, hver er meira kreisí osfrv.
Svo getur maður skoðað hvernig annað fólk hefur kosið um mann sjálfan. Það gefur manni hugmynd um hvernig vinir manns sjá mann.
Sjö af átta vinum mínum fannst ég líklegri til að skrópa í tíma. - OK ef þetta eru gamlir skólafélagar þá hafa þeu eitthvað til síns máls.
Fimm af sex töldu mig líklegri til að vera betri faðir. - Mjög gott en ekki mikið rokk.
Þrír af fjórum töldu mig skipulagðari en annar Feisbúkk vinur þeirra. - Annaðhvort er þetta lið drukkið eða ég veit ekki hvað. Í samanburði við betri helminginn gæti ég ekki skipulagt mig út úr blautum bréfpoka.
Bara einn af þremur vildi frekar fara á stefnumót með mér - hmmpff
og rúsínan í pylsuendanum enginn af fjórum Feisbúkk vinum mínum fannst ég meira kreisí en einhver annar Feisbúkk vinur þeirra!
Yfir línuna er dómur Feisbúkk vina minna sá að síðuhaldari er tiltölulega traustur, lítið spennandi skrópari. Næstum því ekkert rokk í mér...
Ég verð kannski að sætta mig við að ég er íhaldspúngur sem nálgast það óðfluga að verða miðaldra og þannig sjá aðrir mig.
Nú kaupi ég mér sportbíl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Tölvusíminn og Monty Python
Tölvusími Símans er mikil snilld fyrir útlaga eins og mig, með Tölvusímanum get ég verið með íslenskt símanúmer (499 0723) og svarað í símann í Ameríku. Þar sem íslenskir símnotendur eru að hringja eftir landlínu í tölvu hjá símanum greiða þeir eftir því, eða ekki, 0 kr. fyrir flest heimasíma, 0 kr. fyrir mig að hringja í heimasíma og fyrirtæki.
Hljóð- og talgæði eru mjög góð, stundum er síminn snilldarfyrirtæki, reyndar æ oftar í seinni tíð.
---------
Í Post-Þakkargjörðarletivafri rakkst ég á snilldar síðu fyrir nörda eins og mig. einhver snillingur tók saman fyrir ári safn af 150 Monty Python sketsum.
Þessi hér að neðan var nýlega valinn af breskum sjónvarpsáhorfendum 8. minnistæðasta atvik í sögu sjónvarpsins, á eftir 11. sept og úrför Diönu Prinsessu en minnistæðara en morðið á Kennedy.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
1000 km og 4400 kalóríur
Ég heyrði það í fréttum fyrir nokkrum dögum að meðal bandaríkjamaður borðar 4400 kalóríur í dag, þakkagjörðardaginn. Kalkúnn, fylling, sósa , sætar kartöflur verða á borðum tengdaforeldranna í dag, allt eins og hefðin segir til um.
Þakkagjörð er stærsta fjölskylduhátiðin hér vestra, tæpar 40 milljónir manna ferðuðust meira en 80 km í gær og dag til að eyða hátíðinni með fjölskyldum sínum.
Litla útlagafjölskyldan keyrði í 13 klst. í gær til að komast í þakkargjörðarkalkúninn. Við lögðum af stað uppúr 6 um morguninn og komum á leiðarenda nánast á slaginu 7. Við keyrðum 1000 km og eyddum um ca. 90$ í bensín eða um 5600 kr. Hér emja menn yfir ofboðslega háu bensínverði sem er líklega um 50 kr á lítrann. Svipurinn á mönnum þegar ég útskýri að heima borgi menn tæpa 8$ fyrir gallonið (það kostar um 3$ hér) er óborganlegur. Íslendingar eru annaðhvort lyddur að láta þetta yfir sig ganga eða þeim er haldið í einhverjum sósíalískum fjötrum sem ekki er hægt að skilja. Hvor skýringin sem menn leita til, vorkenna þeir íslendingum mjög að búa við þessa skattpíningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Að þekkja ekki söguna...
Tónlistargagnrýnandi 24 stunda, Hlynur Orri Stefánsson gerir meinleg mistök í dómi sínum um plötu sveitarinnar Sometime. Diskurinn ber nafnið Supercalifragilisticexpialidocious.
Hlynur hefur dóm sinn á þessum orðum:
Hljómsveitinni Sometime hefur mögulega tekist að skapa óþjálasta plötutitil sögunnar: Supercalifragilisticexpialidocious.
Ég er ekki frá því að titillinn hafi jafnvel verið búinn til með það í huga að gera plötugagnrýnendum lífið leitt; nú þegar er ég búinn að lesa nafnið þrisvar yfir án þess að vera viss um að ég sé ekki að gleyma stöfum.
Eins og allir vita er Supercalifragilisticexpialidocious úr söngvamyndinni ódauðlegu Mary Poppins, Curver og félagar hafa ekkert með fæðingu orðsins að gera.
Hér má sjá lagið :
Svo á ég heima á Íslandi plötu með þessu nafni en ég get ómögulega munað hvaða hljómsveit gaf hana út. Mig minnir reyndar að platan hefi ekki borið nafnið formlega vegna málssóknar frá Disney. Þetta var á níunda áratugnum eða mjög snemma á þeim tíunda, þegar ég keypti vínil plötur enn. ARGH hvaða hljómsveit var þetta.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Ég tek fulla ábyrgð sem varaformaður OR
Það getur margt snúist á 20 dögum.
,,Ég vil bara undirstrika það að ég er ekki að skorast undan nokkurri einustu ábyrgð. Ég tek fulla ábyrgð sem varaformaður OR á þeim verkefnum sem við höfum verið að gera, vegna þess að ég hafði haft mikla sannfæringu fyrir þeim."
Björn Ingi Hrafnsson 10. okt
Í fyrsta lagi væri ljóst að allar reglur hefðu verið þverbrotnar, umboð farið fyrir ofan garð og neðan auk þess sem kynningu og opinberri umræðu hefði verið verulega ábótavant.
Svandís Svavarsdóttir 1. nóv.
Hvernig ætlar Björn Ingi að axla ábyrgð á því sem samstarfskona hans kallar brot á reglum?
Ætli hann bæti ekki á sig bitling.
Gleðilega framsókn Svandís....