Miðvikudagur, 3. janúar 2007
skoðanafrelsið
Það eru merkileg lög sem skylda alla þá þiggja laun frá hinu opinbera til að hvetja til jákvæðra samskipta kynþátta.
Það er líka merkilegt að nornaveiðarnar hjá vinstri mönnunum hjá The Guardian séu svo osfafengnar að þeir heimti brottrekstur ballerínu sem styður BNP. En svona eru lögin sjúk þarna úti. Ef ég man rétt þá er opinberum starfsmönnum líka bannað að fara í framboð fyrir BNP.
BNP er ógeðslegur flokkur en fjandinn hafi það, þetta er bullandi skoðanakúgun. En maður getur svo sem alltaf átt von á þessu frá hinni vel meinandi pólitísku rétttrúnaðarkirkju.
Hér má ekki tala um tóbak án þess að minnast á að það drepur. Þetta bragðmikla og ljúfa tóbak getur valdið getuleysi. Svo má ekki sjást í þetta þannig að ég er líklega að brjóta lög með þessari myndbirtingu.
Leyfir mogginn þetta?
![]() |
Hvatt til uppsagnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Athugasemdir
Mig minnir reyndar að ég hafi lesið í því góða tímariti The Spectator að opinberum starfsmönnum í Bretlandi sé hreinlega bannað að vera félagar í BNP.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.1.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.