Hvert stefnir Halla?

Þjóðmál þriðja heftiHalla Gunnarsdóttir pistlahöfundur og fyrrv. blaðamaður á Mogganum birti í gær viðhorfspistil sem vakti mig til umhugsunar. Pistillinn heitir "Hvert stefna Þjóðmál?" og þar fer hún yfir allt það sem henni finnst að tímaritinu Þjóðmál.

Hún hefur mál sitt á því að hrósa tímaritinu, það fari vel í hendi og lítið sé um auglýsingar. "Sumar greinar í Þjóðmálum skýra vel afstöðu og rök hægri manna og er það vel" segir Halla en bætir svo við: "Aðrar halda á lofti undarlegum, jafnvel afturhaldslegum, hugmyndum sem eru tímaritinu ekki til sóma." Það skín í gegn að henni finnst ómögulegt að afturhaldslegar hugmyndir fáist prentaðar. Þessar greinar sem henni er svo uppsigað við eru um jafnréttismál, innflytjendur og fóstureyðingar. Erfið mál að ræða en merkilegt að bregðast þannig við að vilja banna umræðuna. Lokaorð Höllu eru varnaðarorð til "upplýsts" fólks um að skrifa nú ekki í þetta ófétis tímarit:

Fræði- og stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir skrifa í Þjóðmál með óbreyttu sniði. 

Það er frekar að blaðamenn sem vilja láta taka sig alvarlega ættu ekki að vilja loka á umræðu.

Nú eiga vinstri menn Lesbók Moggans og fleiri rit fyrir sín hugðarefni og ég hef ekki séð neinn vara við skrifum í LEsbókina þótt síður hennar séu t.d. notaðar í 22 ára gamalt uppgjör við nýlátinn mann.

Ég hef gaman af því að lesa skrif Höllu þótt ég sé henni aldrei sammála, ég skil ekki áráttu hennar til að bera blak af harðstjórum og hryðjuverkamönnum og leikið einhvern afsökunarleik fyrir þá. Rétt eins og mér virðist hún ekki skilja áráttu manna eins og mín að benda á að Ísrael er enn eina lýðræðisríkið í mið-austurlöndum og því eigi þeir að njóta vafans í deilum við harstjóra og leppi þeirra.

Ég ætla samt ekki að segja við neinn ekki skrifa á sömu síður og aðdáandi hryðjuverkamannanna í Teheran.  Ég myndi frekar hvetja til þess að fólk svaraði atyrðum sósíalistanna, efni til umræðu því í þeim slag stöndum við sterkar að vígi, sannleikurinn og sagan er okkar megin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Lokin á þessum pistli þínum er álíka einkennilegur og sumar greinarnar í Þjóðmálum. Og eiga vinstrimenn Lesbók Moggans? Þetta er alveg ný kenning. Best að kanna eignarhaldið uppí Móum aðeins betur :)

Gott samt að þú hafir gaman að skrifum Höllu Gunnarsdóttur enda er hún einn klárasti penninn á Mogganum uppí Móum.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.12.2006 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband