Google Analytics

Eitt af því sem mér fannst hvað helst mætti bæta hér á bloginu voru betri upplýsingar um heimsóknir og tilvísanir. Mér fannst HTLM-boxið skrítið í virkni og hreint út sagt var ég ekki að ná að virkja það.

Hinir ljómandi ljúfu starfsmenn netdeildarinnar hafa nú leitt mig í allan sannleik um hvernig HTML boxið virkar þannig að ég get sett inn kóða sem gefur mér bestu greiningu á heimsóknarupplýsingum semég hef séð. Tólið er ókeypis og frá Google, Google Analytics. Gmail notendur geta notað loginið sitt.

world wide readershipNiðurbrot upplýsinganna er magnað, einnig eru margir skemmtilegir fídusar ss. heimskort sem sýnir hvar lesendur þínir eru. Hér til hægri er smá myndbrot.

 

Leiðbeiningar netdeildar mbl til að setja inn HTML-box:

Varðandi HTML-boxið, stofnarðu það á eftirfarandi hátt: þú velur Listar í stjórnborðinu, stofnar nýjan lista, velur gerðina HTML, setur fyrirsögn í reitinn Nafn og sjálft HTML-ið í reitinn Lýsing. Við vitum að þetta er mjög órökrétt en það stendur til bóta ...

Það gerirðu með því að fara í útlit og síðueiningar. Þar seturu inn svokallað notandaskilgreint HTML box. Til að setja inn efni í þetta box ferðu í listar og býrð til lista af HTML gerð. Þú setur fyrirsögn í reitinn Nafn (með því að setja bara bil þá birtist teljarinn ekki)  og sjálft HTML-ið(teljarakóða GA) í reitinn Lýsing

Svo einfalt er það. 

Það er svo gaman að greina gögn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Takk kærlega fyrir þetta :) Snilld bara að geta komið þessu inn.

Jónas Björgvin Antonsson, 14.12.2006 kl. 16:05

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Flott Friðjón

Takk fyrir þetta... já það getur verið voða gaman að greina gögn.

En sér maður svo allar upplýsingarnar inn á GA eða getur maður séð eitthvað inn á blogginu líka?

Veistu hvort maður getur séð greiningu á því hvort notendur klikka á linka á síðunni hjá manni osfr? Ég sé það ekki í þessum greiningargögnum.

Andrea J. Ólafsdóttir, 15.12.2006 kl. 12:15

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Það er allt inni á GA, hvaðan fólk kemur, hvað það skoðar, hve lengir það skoðar það osfrv. 

ég get ekki fundið upplýsingar um linkasmelli.

Friðjón R. Friðjónsson, 15.12.2006 kl. 14:58

4 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Raunar er það svo að það þarf að bæta við færslu inn í HTML listann, ekki dugir að setja teljarakóðann í lýsinguna. Það er gert með því að smella á titil listans í listanum yfir lista. Skemmtileg orðaflækja

Með kveðju frá netdeild

Ólafur Örn Nielsen, 15.12.2006 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband