Þriðjudagur, 5. desember 2006
Írak
Andrés Magnússon bendir réttilega á í pistli sínum hverskonar della veður uppi í umfjöllun um Írak og Kofi Annan sérstaklega. Kofi Annan missti alla von um að geta verið trúverðugur þátttakandi í umræðu um Írak þegar upp komst um að sonur hans var einn innstu koppa í búri olíusvindlsins hér um árið.
Auðvitað saknar Annan Saddams, skyldmenni Annan efnuðust stórlega á einræðisherranum.
Svo er ég ekki viss um að íbúar Kúrdahérðana myndu samþykkja yfirlýsingar Annan. Þar var fólk myrt á kerfisbundinn hátt af yfirvöldum, nú er nokkuð kyrrt á svæðinu, amk ekki meiri borgarastyrjöld en svo að fjárfestar renna hýru auga til svæðisins og eru byrjaðir að byggja.
Þá vil ég endilega benda á pistil Steinars Þór Sveinssonar frá Írak sem birtist á hrafnasparkinu þar segir ma:
Upplýsingar sem bárust til Bandaríkjamanna og Breta voru því mjög misvísandi. Fjölmargir Írakar, og margir hverjir háttsettir, trúðu því að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum. I nýútkominni bók, Inside the Jihad, kemur fram að Al Queda-liðar vildu að ráðist yrði á Írak. Stríð þeirra tengist ekki beint löndum heldur battlespace" og innrás í Írak gæfi þeim vígvöll til að berjast á. Í Inside the Jihad kemur fram að Al Queda-liðum var gert að segja að samtökin væru við það að kaupa gereyðingarvopn af Saddam ef þeir næðust og yrðu yfirheyrðir. Ein hliðin á teningnum var að ekki fundust gereyðingarvopn í Írak, og allir voru sammála um að það væri eins og að leita að nál i heystakki. Hin hliðin var sú sem menn sannarlega þekktu á Saddam og þær upplýsingar sem njósnarar fengu frá hans eigin háttsettu herforingjum, sem trúðu að hann ætti gereyðingarvopn, og handteknum Al Queða-liðum sem sögðu að samtökin væru við það að kaupa slík vopn af honum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott hvernig við hér í örygginu á Íslandi getum metið ástand í löndum þar sem borgarastyrjöld geysar eða ekki geysar. Það virðist ekki skipta máli hvernig ástandið er fyrir borgara Íraks, en það skiptir öllu máli hvað við köllum ástandið.
Hér er hægt að finna ágæta lýsingu á lífi almenns borgara í Írak: http://riverbendblog.blogspot.com/
Nema þetta sé bara bull í einhverjum sem áður græddi á glæpum Saddams.
Davíð (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 12:36
Það er ekki bara ég í örygginu sem segi Kúrdistanekki á barmi borgarastyrjaldar.
Fyrr í haust var sagt í International Herald Tribune frá Sabah Abdul Rahman en hann er innflytjandi til Kúrdistan. Það sem er merkilegt við Sabah Abdul Rahman er að hann er fyrrverandi foringi í leyniþjónustu Saddams og frá Tíkrit heimabæ Saddams.
Driven from Tikrit, Mr. Hussein's hometown, by violence and their resentment of the American military, the family had arrived here that very day and found a $30-a-night apartment."This is the only safe place in all of Iraq," said Mr. Abdul Rahman, himself a Sunni Arab, as children scampered around him. "There's terrorism elsewhere and the presence of the Americans."
Ég held að það sé líka auðvelt að sitja hér á norðurhjara og ákveða að allt sé að fara til fjandans og reyna ekki að líta á fleiri hliðar en eina. Það er auðvelt að sitja hér og ákveða hvernig hlutirnir eru. En málið er að ég vísaði í grein manns sem er staddur í Bagdad Óskráður Davíð er hér í örygginu. Steinar Þór Sveinsson er það ekki.
Friðjón R. Friðjónsson, 5.12.2006 kl. 13:51
Ég veit ekki betur en að það hafa verið drepnir fleiri í hverri viku þetta árið en nokkurn tímann á samsvarandi tímabili undir stjórn Saddams.
Stuðningsmenn stríðsins eru ekkert annað en viðurstyggilegir lygarar og morðingjar. Ég skil ekki einu sinni hvað við erum að eyða orðum í þessi úrþvætti.
Elías Halldór Ágústsson, 5.12.2006 kl. 17:32
ég skil aldrei þessa menn sem eru galandi og gólandi yfir stríðinu og láta sem svo að það sé Usa eða okkur að kenna að það sé vargöld þarna. Þetta hefði alltaf gerst fyrr eða síðar að Sjítarnir og Súnníarnir hefðu farið í hár saman, ef ekki núna þá eftir 5 ár eða guð má vita hvenær. Öll morðin og viðbjóðurinn þarna er að mestu frá gömlum hersveitum hliðhollum Saddam og frá öfgasveitum Sjíta studda af írönum. Bandamenn frelsuðu Sjítana og flestir þeirra eru eflaust þakklátir en Íranar passa sig á því að svo verði ekki og þeir eru að leika sama leikinn og í Líbanon. Í líbanon fögnuðu Sjítarnir í S-Líbanon Ísraelum er þeir hröktu PLO burt frá SL enda höfðu þeir þolað mikið harðræði og morð af hendi PLO, Íranir undu því ekki og settu á laggirnar Hizbollha sveitir sem réðust gegn vestrænum friðargæslusveitum og Ísraelum og stunduðu Mannrán. Í dag eru Íran en og aftur að reyna að taka völdin í gegnum hyski og hættan á borgaras´tríði mikil vegna þess að Súnni músslímar koma til með að berjast gegn Nasrallha ásamt kristnum.
Íran er að gera það sama í Írak þeir vilja að Sjítarnir taki völdin og komi á trúarríki í líkingu við Íran.
Þannig að það er kominn tími að þetta vinstra pakk eins og þessi hér að undan líti á málin eins og þau eru. Innrásin sem slík var góð en þau öfl sem eru nú að verki eru viðurstyggilegir morðingjar og lýgarar nebbnilega Íran
ehud (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 19:28
Hvað kemur það okkur við? Ég bara spyr?
Hvers vegna erum við eiginlega að skipta okkur af þessu? Af hverju getum við ekki látið þetta vera og látið sem þetta sé ekki til? Ekki nota ég neitt sem kemur úr þessum heimshluta og mun ég verða fyrstur til að fagna ef við hættum öllum afskiptum við þennan heimshluta.
Innrásin sem slík var ekki "góð" og enginn getur sagt slíkt nema vera alvarlega siðferðislega brenglaður, sem íhaldsmenn í dag náttúrlega eru.
Elías Halldór Ágústsson, 5.12.2006 kl. 19:46
Við verðum að eiga samskipti við þennan heimshluta það er hluti af því að vera til sem þjóð. Þú notar fullt af dóti sem kemur þaðan. Innrásin var góð vegna þess að Saddam hélt allri Sjíta og Kúrada þjóðinni í heljargreypum sem er ekki í dag. Átökin í dag hafa lítið með innrásina að gera það er verið að gera upp gamlar sakir og menn eru að tryggja stöðu sína,,,þetta hefði alltaf gerst innrás eða ekki ´-innrás. Saudarnir sögðu um daginn að þeir myndu hjálpa Súnníum og berjast gegn Írönskum áhrifum. Ergo þetta er trúabragða stríð milli Sjíta og Súnnía og það versta er að þetta getur líka gerst aftur í Líbanon þ.e. menn berjast gegn Sjítum og áhrifum þeirra, enda eru þeir mjög herskáir með stuðning Írana á bak við sig.
Það eina sem vistri hliðin getur sagt er að baula og ´væla um einhver fucking lista sem skiptir engu og ekki nokkur sála í veröldinni veit að við vorum á honum frekar en að vita hver á kortinu við erum. Rétt væri að menn myndu leggja einhverja orku í að hjálpa þessu vesalings fólki sem er á vergangi og fordæma Íran og hvað þeir eru að gera í þessum heimshluta.
ergo Íran er andstyggilegt fyrirbæri meðan þessir Klerka bjánar og hottintottar eru við strjórnvölin. Málið er að Íranska þjóðin er mjög fín þjóð og áhugaverð og meira að segja vestræn í lífsháttum að hluta.
ehud (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 21:53
Nei, við þurfum ekki að eiga samskipti við þá, það er á engan hátt "hluti af því að vera til sem þjóð" og ég persónulega nota ekkert af því sem kemur þaðan, einkum og sér í lagi ekki jarðolíu, enda hef ég aldrei viljað eiga bíl eða yfirhöfuð nota vélknúin farartæki ef ég get notað reiðhjól eða tvo jafnfljóta, sem er mjög auðvelt nema ef ég þarf að fara til útlanda.
Flestir Írakar eru sammála um að þeir höfðu það betra undir Saddam en nú í dag. Hins vegar skipta þessi rök ekki máli, enda var það ekki í okkar verkahring að skipta okkur af þessu.
Íran hefur ekkert gert sem jafnast á við mannvonsku og illsku Bandaríkjanna. Það er ófrávíkjanleg staðreynd sem engar heilvita manneskjur geta andmælt.
Elías Halldór Ágústsson, 5.12.2006 kl. 22:43
Ég reikna með að þú fljúgir til útlanda á svifdreka fyrst þú notar ekki jarðolíu og hjólið þitt er handsmíðað úr Íslenskum birkiskóg. USA er ekki land mannvonskunar þú veist það allveg og við eigum þeim mikið að þakka.
Það sem pirrar mig í dag er það andvaraleysi sem menn sína Téténíju og þeim hörmungum sem yfir hana hafa dunið af völdum Rússana þeir hafa myrt 50.000 manns á ekki svo löngum tíma og lagt allt í rúst, þeir pynta og nauðga út um allar trisssur milli þess sem þeir hóta nágrönum sínum með því að hindra aðgang þeirra að lífsnauðsynjum. Gasprone er hættulegt fyrirbæri
ehud (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 23:11
Sem betur fer eru okkar stjórnvöld ekki í vasanum á Rússunum, ég játa að þá værum við í verri stöðu, nógu slæmt er að hafa þau ofan í vasa Bandaríkjanna.
Elías Halldór Ágústsson, 5.12.2006 kl. 23:24
jamm samála nema ég held að við séum ekki lengur í vasanum,þótt við séum ekki andsnúin þeim svosem. Kaninn er ágætis félagi ég allavegna sé fá lönd sem eru betri en þeir.
Kína er næst stórveldi og tekur við af kananum eftir nokkra áratugi og mér sýnist við vera að koma okkur fyrir þar
barak (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 00:53
Við þurfum ekki að vera í vasanum á neinum. Og þegar allt kemur til alls, þá er ekkert skárra að eiga allt sitt undir Bandaríkjamönnum frekar en Rússum eða Kínverjum; öllum er stjórnað af siðblindum valdasjúklingum sem svífast einskis.
Elías Halldór Ágústsson, 6.12.2006 kl. 10:41
Mér sýnist þessi Elías Halldór vera nokkuð reiður og bitur maður. Þeir sem studdu innrásina í Írak eru lygarar og morðingjar og öllum er stjórnað af siðblindum valdasjúklingum sem svífast einskis.
Og nei, þarna er enginn unglingur að tala heldur fullorðinn maður.
Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.