Af hverju er Rúv svona lélegt?

ég er búinn að vera að reyna að fylgjast með útvarpinu í gegnum podcast eða hlaðvarp eins og rúv er að reyna að kalla fyrirbærið líka.

Rúv segist bjóða upp á daglegar uppfærslur af þáttum eins og hádegisfréttum, morgunvaktinni og Speglinum. Fréttirnar detta nú alltaf inn að lokum, morgunvaktinni er mjög vel viðhaldið en Spegillinn er í tómu rugli. Síðasti þátturinn sem er á vefnum er frá 30. október.

Af örðum þáttum má nefna þátt eins og Vikulokin sem var síðast uppfærður 26. september.

 

Að auki virðist efnið detta inn með tilviljanakenndum hætt, ég skil ekki verklagið að baki.

Með podcasti ætti allt efni rúv bæði útvarp og sjónvarp, að vera til og eins langt og heimildir ná.

Þessi stofnun er soldið eftirá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég var búin að gefast upp en gerði þó tilraun í gær sem heppnaðist mér til mikillar furðu. Hlustaði í beina útsendingu Rásar 2 um eftirmiðdaginn og gekk það hnökralaust. Mér óx ásmegin svo ég smellti á Ríkissjónvarpið og horfði þar í beinni á skemmtiþátt. Nú var ég orðin ósvífin og smellti á Spaugstofuþáttinn sem sýndur var á undan og horfði því á hann eftir á. Þetta hef ég ekki getað fyrr og hef alltaf kennt um lélegu netsambandi á heimavistinni.

Mér finnst það súrt í broti að hafa ekki getað séð fréttatímana. Mér hefur ekki gengið neitt betur með Stöð 2. Þetta bara frýs eða þá að ég fæ bara hljóð en enga mynd.

Spaugstofan var beitt í gær, hárbeitt. 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 9.11.2008 kl. 15:34

2 identicon

Vefur RÚV fór ágætlega af stað fyrir nokkrum misserum, en hefur ekki fylgt því eftir.

Hér myndu einhverjir freistast til að tengja þessa döpru þjónustu við þá staðreynd að í lögum um RÚV var sérstaklega tilskilið að stofnuninni væri óheimilt að selja auglýsingar á ruv.is - upp frá því hefur hægt allverulega á þróun vefsins, enda koma engar tekjur inn af honum á móti kostnaðinum.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband