Fimmtudagur, 4. september 2008
Hvað kom fyrir rúv.is?
Við hérna í útlandinu stólum dálítið á ruv.is og það hefur gengið ákaflega vel hingað til.
Allan síðasta vetur og fram á vor var það seremónía hjá okkur feðginunum að horfa á Stundina Okkar á netinu, það hjálpaði til að við að viðhalda íslenskunni og svo eru þetta skemmtilegir þættir.
Eins átti ég það til að kveikja á kvöldfréttum á fartölvunni, tengja tengja við hátalar og láta ganga á meðan ég framdi næringarmyrkraverk í eldhúsinu.
í sumar gerðist hinsvegar eitthvað, straumurinn er ekki lengur straumur heldur spræna. Við heyrum en myndir birtast bara stopult. eins og gefur að skilja finnst frumburðinum ekki gaman að horfa á stillimyndasýningu Stígs og Snæfríðar, hún gefst upp.
Ég hélt lengi vel að nettengingin væri eitthvað að stríða mér og eðlislæg leti tryggði aðgerðaleysi. Síðan var það fyrir rúmri viku sem ég póstaði á Feisbúkk:
Fridjon er pínu svekktur hvað netútsending á Rúv.is hefur versnað.
Og viti menn, um leið kom viðbragð:
O guð hvað ég er sammála þér Friðjón... vont fyrir okkur sem erum alltaf í útlöndum!!!
Með kveðju
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Og svo eru það ekkifréttirnar í þeim útsendingum sem þó sjást á skjánum frá Sjónvarpinu.
Jón Valur Jensson, 4.9.2008 kl. 20:13
Ég er nú bara í Reykjavík og hef upplifað þetta sama. Eitthvað mikið er að vefsíðu RÚV. Ég nota vefinn mikið til að horfa, hlusta og taka upp og áreiðanleiki hans hefur farið hríðversnandi. Klippt er á áður en þættir eða fréttir klárast, þeir koma ekki inn fyrr en eftir dúk og disk (þá er ég að tala um eftir á) og svo er ég afar ósátt við að hafa efnið ekki inni nema í hálfan mánuð.
Vonandi taka RÚV-menn og -konur sig saman í andlitinu og setja peninga í að gera vefinn betri. Þeir hljóta að gera sér grein fyrir hve margir nota hann - og stóla á hann!
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 21:22
Þetta er búið að vera mjög slæmt í nokkuð langan tíma ... eins og þegar við vorum að fylgjast með "Spurningakeppni framhaldsskólanna" og það var "klippt á" töluvert áður en þátturinn var búinn!! nú eða Eurovision, eða ....svo margoft "Kastljós" já og svo þátturinn með Evu Maríu, nú eða "Út og suður" "just name it" við missum nánast alltaf af endirnum!! Arrgg
Edda (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:51
Ég er ein af þeim sem hef verið að pirra mig á vefnum hjá RUV, er sammála öllum dissurunum hérna fyrir ofan, hefur ekki verið í lagi í langan tíma, og að lesa fréttirnar á vefnum , það er hægt að fara í bað á meðan maður bíður eftir að síðan birtist eða fari "til baka" En það fyndnasta við útsendinguna eru veðurfréttirnar, þær eru hernaðarleyndarmál, algört, sem uppalinn íslendingur er maður auðvitað með veðrið á heilanum og þarf að gleðjast með íslendungum þegar það spáir góðu .
En að auki vil ég bæta við að stöð2 eða Norðurljós (veit ekki alveg hvað það heitir núna) er bara ekki skárri. Þeir senda út í vefdagsskrá og er hægt að kaupa aðgang að vefsjónvarpi hjá þeim.
Snilldarframtak hjá þeim, en viti menn, það er bara hægt ef þú ert áskrifandi og hver vill kaupa áskrift að sjónvarpsútsendingum sem eru sendar út innanlands og aldrei hægt að horfa á búi maður erlendis. Snilld... Þannig að annaðhvort þarf maður að svindla og byðja einhvern fjölskyldumeðlim búandi á íslandi til að taka þátt í því meða sér, eða sleppa því. Mér finnst þetta alveg út í hött þar sem þeir sem mundu helst hafa gagn og gaman af eru þeir sem hafa ekki aðgang að íslenskum innlendum sjónvarpsútsendingum.
Vil taka það fram að ég hef reynt að koma þessu á framfæri hjá áskriftar símafólkinu án árangurs.
Katala (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:37
Hjartanlega sammála þér, Friðjón!
Við kona mín búum í Danmörku með dætur okkar tvær, og við áttuðum okkur því miður snemma á því að ekki var hægt að treysta á netútsendingar rúv. Sem er mikil synd, því íslenskt barnaefni er bæði hollt og nauðsynlegt þeim íslensku börnum sem eru búsett erlendis, til að örva málþroska og -skilning.
Raunar þykir okkur netþjónusta RÚV ekki standa undir nafni sem þjónusta á nokkurn hátt. Ég nefni sem dæmi að ekki er hægt að hlusta á uppáhaldsstöðina mína, Rondó, á netinu. Þótt hún sé DAB-stöð.
Og mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna ekki er hægt að nálgast klassíska þætti eins og t.d. "Frjálsar hendur" Illuga Jökulssonar frá upphafi á netinu. Það myndi maður ætla að væri kennt í 'Rekstur RÚV fyrir byrjendur'.
Ég myndi frekar ráða mann sem hefur metnað til starfans og vinnur það fyrir lægri laun til vinnunnar heldur en einhvern sem er mest að spá í á hvaða lúxusbíl hann keyrir, og hversu mikinn "face time" hann fær sjálfur í loftinu sem fréttaþulur. Hæglega mætti lækka laun útvarpsstjóra um sem nemur heilum mánaðarlaunum tæknimanns sem gæti sinnt þessari vinnu, og væri útvarpsstjóri þó vel launaður samt!
Það er eitthvað mikið að þegar vefur RÚV er orðinn verri en vefur meðalríkisstofnunar í Danmörku, því fyrir þá sem ekki vita virðast danskar stofnanir vera afspyrnuslakar í vefsíðuhönnun. En RÚV er enn verri. :-(
Vigfús Eiríksson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:46
Hef trú á að þetta lagast nú þegar Gísli Marteinn er fluttur úr landi tímabundið. Vona það allavega.
Elí M. (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.