Tónlist.is, aðrar búðir og Sus

Framtak formanns Sus að kvarta yfir Itunes einokuninni er eitt það besta sem komið hefur úr þeim ranni lengi.

En þótt Itunes sé með mikla markaðshlutdeild þá er hún ekki eina búðin á netinu.

Hér má sjá lista yfir tónlistarbúðir á  netinu og samanburð á þjónustu þeirra. Þessi list er alls ekki tæmandi, tónlist.is er td. ekki á honum.

 

Þótt flestar búðir takmarki sig við sölu í Bandaríkjunum er hægt að finna búðir eins og emusic og Pay play sem selja óhindrað yfir höf og sléttur. Þá síðarnefndu hef ég ekki reynt en sú fyrrnefnda er til fyrirmyndar. Maður finnur að vísu ekki Britney þar en allskonar góðgæti á góðu verði.

Tónlist.is er óheyrilega dýr, ég nýt þess að búa hér vestra þar sem ég fæ ódýrari tónlist í meiri gæðum. Sjá til dæmis:

 á Tónlist.is kostar Sigurrós diskurinn 1399 kr. í niðurhali - gæði 192 kbps

AmazonMP3 kostar diskurinn 650 kr ($8) í niðurhali  - gæði 256 kbps að meðaltali

Rhapsody MP3 búðinni kostar diskurinn 810 kr ($10) gæði 256 kbps

(Ég myndi kannski versla við tónlist.is ef ég hefði einhverja trú á því að eitthvað hlutfall rataði til höfunda og flytjenda, en allir vita að svo er ekki)

Reyndar væri gaman ef einhver lesandi tæki sig til og prófaði að kaupa tónlist hjá Amazon eða Rhapsody og athugaði hvað hann/hún kæmist langt með það.

Ég er ekki að hvetja til lögbrota hér, er það nokkuð? Hefur Smáís lögsögu á síðunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ráða fyrirtæki og eigendur höfundaréttarvarins efnis ekki hvar þau bjóða þjónustu sína og verk til sölu? Af hverju eru sus menn að kvarta yfir því? Ef ég neita að senda heitann pott norður, er eitthvað við því að gera?

Birgir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 09:41

2 identicon

Gæðin sem að ég næ í frá Tónlist.is eru 320 kbps ;) 

Svo reyndar vissi ég ekki af þessu með að listamenn væru ekki að fá greitt. Systir mín er með efni þarna og hún fékk greitt í Janúar og var svo núna í júlí að fá sent hálfsárs uppgjör. Svo er hún líka með svona live upplýsingar einhverjar þar sem að hún sér sölutölur inn síðunni jafnóðum.

Ekki það að ég viti hvernig þetta sé búið að vera hjá þér eða öðrum með þessa síðu, þannig að ég ætla ekki að alhæfa. En þetta er búið að virka mjög vel fyrir mig og hana.

p.s. Veit ekki hvort að þú veist það en Tónlist.is borgar tónlistarmönnum 67% af sölu eftir VSK og STEF en iTunes bara 50%

Elli (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 01:02

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Elli

Tónlist.is sætti mikilli gagnrýni fyrir rúmu ári fyrir að höfundarréttargreiðslur skiluðu sér ekki til listamanna. Það er frábært ef bót hefur verið unnin á því máli.

Hvað bitrate varðar þá var það kannski ekki alveg fair hjá mér. þú getur keypt AAC skrár í 320 Kbps en MP3 er bara í 192. Minn smekkur hefur verið meira í þá átt að kaupa frekar MP3 með háu bitrate, sem aftur er líklega bara viðbrögð við að AAC var ekki nærri jafnvel stutt og MP3 fyrir nokkrum árum.


Friðjón R. Friðjónsson, 10.7.2008 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband