er ekki eitthvað kómískt...

við það að hlusta á Trausta Valsson tala um yfirvofandi hlýnun heimsins í Speglinum á einum kaldasta degi í manna minnum.

 Reyndar var það sagt í kynningu að hitastig gæti hækkað um 12 gráður fram til ársins 2001. Var verið að endurnýta gamalt viðtal?

Það var reyndar soldið skrítið að hlusta á Trausta tala um að það sé varla líft um miðbik jarðar fyrir gróður eða skepnur. Er einhver búinn að láta þá í auðnum Indónesíu vita? Regnskógurin í Kongó á líklega bara eftir að heyra fréttirnar svo hann geti gefið upp öndina. 

Svo er eitthvað óviðurkunnalegt að TV talar alltaf um þarna suðurfrá séu hlutirnir svona eða hinseginn, er hann að tala um Nýfundnaland eða Góðravonahöfða?

Svo segir hann að til verði tvö belti sem verði byggilegri, eitt norðurbelti og annað suðurbelti sambærilegt. norðurbeltið nái yfir norðu Kanada og ísland og Síberíu. Suðurbeltið verður þá aðallega á Eldlandi og svo munum við sjá uppsveiflu á Falklandseyjum.  

heimurinn

Trausti bætir svo í og segir að fólk sé svo fljótt að gleyma, tjörnin hafi frosið í september-október þegar hann var krakki og hann hafi hafið skipulagsferilinn með bygginu snjóborga. Trausti er fæddur 1946 og samkvæmt gögnum veðurstofunnar var hitastig fyrstu 14 ár ævi Trausta 1/2 til 1 gráðu hlýrra en það næstu 15 ára á eftir og 1/2 gráðu hlýrra en það var um árið 2000.  Mér finnst líklegra að það hafi frekar eitthvað annað frosið en tjörnin í september á þessum árum.

Trausti er að selja bók, hún selst betur ef hún er um heimsenda en sannleikann að Trausti hefur ekki hugmynd um hvað muni gerast og öll bókin er spekúlasjón. Í stað þess að nefna bókina ""How the World will Change - with Global Warming" þá hefði Trausti átt að nefna hana "How the World will Change - in my mind"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband