Konum hafnað!

Kosningastjóri Helga Hjörvar er ekki mikill spámaður. Hann náði einu sæti réttu af 6.  Við skulum vona Helga vegna að kosningastjórinn verði svartsýnn um næstu helgi.  Spá Hux:
1. Árni Páll Árnason
2. Þórunn Sveinbjarnardóttir
3. Gunnar Svavarsson
4. Katrín Júlíusdóttir
5. Guðmundur Steingrímsson
6. Jakob F. Magnússon

Raun og sann 

  1. Gunnar Svavarsson
  2. Katrín Júlíusdóttir
  3. Þórunn Sveinbjarnardóttir
  4. Árni Páll Árnason
  5. Guðmundur Steingrímsson
  6. Tryggvi Harðarson

Bara tvær konur í efstu 6 sætunum. Var konum hafnað?

Enn á ný er framboðið af Jakobi Frímann miklu miklu meira en eftirspurnin. Það hlýtur að koma að því einn daginn að hann nái kosningu. Kannski er hreppsnefnd Hríseyjar málið? Það er svona artsí eyja sem fílar svona mann sem talar eins og hann sé alltaf við það að segja eitthvað sniðugt en segir það svo aldrei. 

Það fer að verða sniðugur endapunktur á svo marga brandara; Jakob Frímann, frambjóðandi. 


mbl.is Gunnar kominn í 1. sætið á ný í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hreppsnefnd Hríseyjar? Hún er ekki til lengur, enda Hrísey hluti af Akureyrarbæ núorðið. Þannig að ekki getur Jakob leitað þagnað...

Bjarki (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 04:01

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Hreppsnefnd Hríseyjar hljómaði vel og maður skal alltaf hafa það sem hljómar betur þegar fjallað er um listamann eins og Jakob Frímann.

Friðjón R. Friðjónsson, 5.11.2006 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband