Finnum fordóma Sóleyjar

Sóley Tómasdóttir, fordómaspúandi femínistinn náði í fyrradag að opinbera sig enn einu sinni.

Með nokkrum setningum tókst henni að varpa ljósi á eigin fordóma og vanþekkingu á alþjóðamálum. I bloggi sem hún nefnir "Áhrif rótanna" segir hún:

Eða er hægt að segja að Obama sé hryðjuverkamaður vegna tengsla sinna við Kenýa? -Af því hann hefur farið í föt sem hugsanlega svipar til klæðnaðar Osama bin Laden? -Sem kemur frá Afganistan muniði?

Djöfull er Kaninn klikkaður!

Lokasetning hennar opinberar fordóma hennar til þjóðarinnar sem er að gera sig líklega til að kjósa þennan hálf kenýska mann sem forseta. Við því er bara hægt að segja: Djöfull er Sóley klikkuð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg.  Hún er klikkuð.  Þessi ný-feminista stefna er helsta ógnin við lýðræðið og málsfresli á eftir öfgatrúarhópum (islama fasist).

Osama er svo frá Saudi-Arabíu, btw.  Helsta bandaland Vesturlandi frá Mið-Austurlöndum, landið sem dælir peningum í öfgasinaðar kirkjur í Evrópu sem eru að eitra þjóðfélag okkar og heimta sharía lög.

mbk

Gunnar 

Gunnar Olafsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ég taldi mig benda á þekkingarskort Sóleyjar á uppruna Osama með orðunum "vanþekkingu á alþjóðamálum". Ég hefði mátt kveða fastar að orði.

Friðjón R. Friðjónsson, 28.2.2008 kl. 16:24

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Öfgafull kona Sóley.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.2.2008 kl. 16:44

4 identicon

Sælir félagar. Þið virðist láta ykkur í léttu rúmi liggja þótt að einn bloggverjinn hafi veriðö dæmur fyrir ummæli sín hér á blog.is

Hér nafngreinið þið ákveðna persónu, kallið hana klikkaða, öfgafulla og fordómaspúandi femínista.

Eruð þið ekkert hræddir við að hún kæri ykkur fyrir meiðyrði?

Eða treystið þið því kannski að það er allt í lagi fyrir ykkur últra-hægrimennina að kalla vinstri menn öllum illum nöfnum? Dómararnir sem margir hverjir eru skipaðir í tíð Björns Bjarnasonar og aðrir í tíð Halldórs Ásgrímssonar muni sjá fyrir því?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 19:02

5 identicon

Eg er vinstri sinnadur madur sem byr i Californiu, og eg verd ad vidurkenna ad ord Soleyjar voru ansi faranleg. Hve margir islendingar gaetu hugsad ser ad fa polverja sem forsaetisradherra islands? Eg held ad thad seu miklu meiri likur a thvi ad Obama verdi forseti BNA. Thad er rett ad thad seu til ofgasinnadir bandarikjamenn sem hugsa kannski svona, en thad eru lika til ofgasinnadir islendingar sem hugsa nakvaemlega eins. Sem betur fer er meirihluti bandarikjamanna tilbuinn ad tilnefna Obama sem forsaetisefni demokrataflokksins.

Bjarni Vilhjalmsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 19:36

6 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Torfi
Ég tek málið til mín þar sem dætur mínar eru með bandarískan ríkisborgararétt og þ.a.l. hefur Sóley að hluta vegið að æru þeirra. Ég tel að Sóley ýti undir fordóma gagnvart þeim ólögráða einstaklingum sem eru á mínu forræði með orðum sínum. Þannig er málið mér skylt.

Í raun má spyrja að ef taka á mark á ákæru ríkissaksóknara og síðar dómi hæstaréttar yfir Hlyni Vigfússyni þar sem hann var dæmdur fyrir brot gegn 233. gr. a almennra hegningarlaga fyrir að hafa opinberlega ráðist með háði, rógi og smánun á hóp ónafngreindra manna vegna þjóðernis, litarháttar og kynþáttar þeirra, verður þá ekki líka að kalla Sóleyju inn á teppi ríkissaksóknara? Eða má kannski rægja ákveðna hópa en aðra ekki?

Nú veit ég ekki hvort héraðsdómarinn sem kvað upp þennan dóm yfir Gauki Úlfarssyni fyndist fordómaspúandi sérstaklega ærumeiðandi fyrir varaborgarfulltrúa en það má greinilega ekki kalla almannatengla og ræðismenn rasista. Kannski væri best að dómstólarnir gæfu út lista orða sem ekki má nota um tilteknar starfstéttir. Þannig væri hægt að sótthreinsa allt ritað orð svo engum líði illa.

Friðjón R. Friðjónsson, 28.2.2008 kl. 19:37

7 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll,

Já... Maður hefur nú stundum sagt þetta, en upphátt og á bloggið er ekki gott að setja bölsýnishugsanir á netið. í dag er maður kærður fyrir það...

Sóley er hress með sýnar skoðanir, en við vitum þá hverjar þær eru.

Gangi þér vel,

Sveinn Hjörtur , 28.2.2008 kl. 22:28

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Friðjón ég ætla ekki að segja  hvort ég er sammála þér eða ekki enda er nýfallinn dómur að svipuðu eða minna tilefni.

Sigurður Þórðarson, 28.2.2008 kl. 22:59

9 Smámynd: Kristjánsson

Guð veit að ég er ekki hrifinn af persónunni Sóleyju Tómasdóttur.  Hún hefur sinn djöful að draga og fer í þær allra fínustu hjá mörgum, þ.a.m. mér.

En í þessu tilfelli er algerlega verið að misskilja skrif hennar.  Lesið póstinn í heild sinni. 
Hún er að hæðast að þeim armi Bandaríkjamanna (þetta er líklegast frá stuðningsmönnum Hillary Clinton komið), sem er að reyna búa til neikvæða ímynd á Obama og tengja hann við hryðjuverkamenn í gegnum ættartengsl hans.  Bara vegna þess að náðist á mynd í hvítum klæðum sem þykja viðeigandi á þessum slóðum ætthaga hans.
Það er grátlegt sem og það að viðkvæmar sálir skuli taka svona hluti inn á sig sem hefur ekkert með þá að gera. 

Oft hefur verið tilefni til að ærast yfir skrifum Sóleyjar, en þeir sem taka þetta til sín ættu nú að draga andann og róa sig aðeins niður.

Kristjánsson, 29.2.2008 kl. 12:38

10 identicon

Ég á líka dálítið erfitt með að lesa fordóma út ú þessum skrifum, nema þá síðustu setningunn. Og þar er fyllilega réttmætt af Friðjóni að grípi til varnar dætrum sínum.

Það eru spurningamerki á eftir hverri setningu og sú fyrsta byrjar á " eða er hægt..." Önnur setningin er hins vegar sérkennileg. Myndin sem um ræðir minnir frekar á auglýsingu fyrir pönnukökuduft Auntie Jeremia, en klæðnað Osama bin Laden. Sé svo, má lesa kynþáttafordóma úr þeirri mynd. Miðað við það sem komið hefur úr herbúðum Clintonhjónanna í þessari kosningabaráttu, getur allt eins verið að myndin sé þaðan komin.

Byggi þessa skoðun á þessu bloggi einu sér, nenni ekki að lesa upprunalega textann. Ætli það sé þá ekki túlkað sem fordómar í garð ST.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband