Að þekkja ekki söguna...

Tónlistargagnrýnandi 24 stunda, Hlynur Orri Stefánsson gerir meinleg mistök í dómi sínum um plötu sveitarinnar Sometime. Diskurinn ber nafnið Supercalifragilisticexpialidocious.

Hlynur hefur dóm sinn á þessum orðum:

Hljómsveitinni Sometime hefur mögulega tekist að skapa óþjálasta plötutitil sögunnar: Supercalifragilisticexpialidocious.
Ég er ekki frá því að titillinn hafi jafnvel verið búinn til með það í huga að gera plötugagnrýnendum lífið leitt; nú þegar er ég búinn að lesa nafnið þrisvar yfir án þess að vera viss um að ég sé ekki að gleyma stöfum.

Eins og allir vita er  Supercalifragilisticexpialidocious úr söngvamyndinni ódauðlegu Mary Poppins, Curver og félagar hafa ekkert með fæðingu orðsins að gera.

 Hér má sjá lagið :



Svo á ég heima á Íslandi plötu með þessu nafni en ég get ómögulega munað hvaða hljómsveit gaf hana út. Mig minnir reyndar að platan hefi ekki borið nafnið formlega vegna málssóknar frá Disney. Þetta var á níunda áratugnum eða mjög snemma á þeim tíunda, þegar ég keypti vínil plötur enn. ARGH hvaða hljómsveit var þetta.....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona líka óheppinn. Hlýtur að hafa gleymt þessu eitt andartak á meðan hann skrifaði hinn lærða pistil.

En sem betur fer er ekki mikið af illa lesnum börnum með nánast enga almenna þekkingu í vinnu hjá íslenskum fjölmiðlum. Ég man ekki önnur dæmi. Einhver? Td. man ég ekki eftir neinum lélegum illa ígrunduðum þýðingum á yfirborðskenndum erlendum fréttum..... svona í svipinn. Þannig að við erum nú aldeilis heppin að þú grófst upp þetta einstaka dæmi. Hilsen í Vosbúðartún.

SS MB SC (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 18:58

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Æi - er hann ekki bara svona ungur ræfillinn?

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 16.11.2007 kl. 08:44

3 Smámynd: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Þetta er skemmtileg athugasemd, ég elska Mary Poppins og missti af þessum plötudómi.   Kannski er þetta áminning um að sýna börnum okkar þennan magnaða söngleik ;)

kveðja úr borginni.
Tobba

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 16.11.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband