Föstudagur, 26. október 2007
Ótrúlegt myndband af morði
Á youtube er nú hægt að sjá myndband af morðinu á Yitzhak Rabin fyrir tæpum 12 árum síðan. Þar kemur fram að með nýrri tækni er hægt að greina atburðarásina. Fyrst sést Shimon Peres heilsa mannfjöldanum og ganga að bíl sínum, þá kemur Rabin, morðingi hans kom aftan að honum og skaut í bakið.
Varúð, á myndbandinu sést morð.
Það er svo endalaust hægt að spyrja sig hvað hefði farið öðruvísi ef Rabin hefði lifað.
Ég held til dæmis að það hefði verið erfiðara fyrir Arafat og PLO rjúfa friðinn og slíta Olsóarsamkomulaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Þú varpaðir fram spurningu á bloggi mínu. Ég setti fram sjónarmið mín hér:
SÁÁ og víniðPáll Geir Bjarnason, 26.10.2007 kl. 16:50
Varúð hvað? Það má öllum ljóst vera að jafnvel myndbandlausar lýsingar á fjöldamorðum og öðrum ofbeldisverkum Rabins sjálfs eru nokkuð mikið svæsnari en þetta myndband af "aftöku" þessa alræmda hryðjuverkamanns. En jú, það má endalaust spyrja sig hins og þessa. Sem betur fer.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.