Guðlaugur Þór á hrós skilið

Það hefur kannski ekki farið neitt leynt að sá sem þetta skrifar hefur orðið fyrir vonbrigðum á undanförnum árum með stjórnmálamanninn Guðlaug Þór Þórðarson. Mér hefur fundist hann hafa yfirgefið yfirlýstar hugsjónir sínar helst til auðveldlega, sérstaklega þegar kom að því að leika sér með almannafé í OR. Að því sögðu verð ég að hrósa heilbrigðisráðherra fyrir að standa við hugsjónir sínar og hugmyndir og lýsa yfir stuðningi við frumvarp Sigurðar Kára og félaga um að leyfa sölu á víni og bjór í matvöruverslunum.

Það er reynar einstaklega sorglegt að maður þurfi að hrósa stjórnmálamanni sérstaklega fyrir að standa við skoðanir sínar, það á að vera sjálfsagt mál og ætti ekki að þurfa sértaklega að minnast á það.

Að sama skapi eru það ömurleg skilaboð sem sumir bloggarar og blaðamenn senda stjórnmálamönnum þegar þeir gagnrýna heilbrigðisráðherra fyrir að standa við skoðanir sínar. Guðlaugur hefur farið vel af stað sem heilbrigðisráðherra. Það var gott hjá honum að reka Alfreð, sú aðgerð hafi ekkert með fall meirihlutans að gera, það er bara meinfýsni Alfreðs sem skín í gegn í þeim orðum hans. Hann er lítill kall sem skipti ekki máli.

Guðlaugur hefur líka staðið sig vel í mannaráðningum, val hans á aðstoðarmanni sýndi gott pólitískt nef og ráðning á Þórólfi Þórlindssyni sem forstjóra lýðheilsustofnunar var vel til fundin, þar er á ferð öfgalaus og hæfileikaríkur maður. Eins var skipun hans á Pétri Blöndal til formennsku nefndar til að skera upp í heilbrigðiskerfinu góð. Þess er óskandi að hann haldi áfram á þessari braut.

Heilbrigðisráðuneytið er eitt erfiðasta ráðuneytið að fara með og nokkrir stjórnmálamenn hafa farið flatt á að sitja í þeim stól. Helsta leiðin til friðar hefur verið sú að fara í einu og öllu eftir því sem undirmenn ráðherrans vilja. Með frammistöðu sinni hingað til sýnir Guðlaugur að hann veldur ráðherrastólnum og jafnvel betur en sumir ráðherrar sem lengur hafa setið.

Ef heilbrigðisráðherra stoppar vitleysisspítalabygginguna í Vatnsmýrinni þá fyrirgef ég honum Orkuveitusukkið og kýs hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband