Þriðjudagur, 16. október 2007
Til varnar Villa...
er fyrirsögn á góðri grein Andrésar Magnússonar á eyjunni þar sem hann bendir á nokkur atriði sem hafa ætti í huga við síðustu fréttir.
í fyrsta lagi þá sannar minnisblað Bjarna Ármannssonar, Hauks Leóssonar og Hjörleifs Kvaran ekkert um það að Villi hafi vitað af eðli samningsins. Sjötti töluliður í minnisblaðinu hljóðar svo:
Orkuveitan og REI geri samning sín á milli sem tryggi aðgang að þekkingu og starfsfólki OR. Jafnframt heimil notkun vörumerkisins og að OR beini öllum verkefnum utan Íslands til REI. Samingur um slíkt sé til 20 ára.
Einkaréttur (les. yfirtaka) REI á öllu því sem nú er Orkuveitunnar er alls ekki ljós í þessum orðum.
Í öðru lagi ættu menn að hugsa nú aðeins hverjir hagsmunir manna eru. Villi er búinn að missa stólinn og á ekki afturkvæmt. Hjörleifur og Bjarni eiga hinsvegar fjárhagslegra hagsmuna að gæta, þeir voru staðnir að verki að úthluta sjálfum sér tugmilljónir af sjóðum almennings.
Eins og Andrés bendir réttilega á ættu menn að hafa hugfast hverjir hafa mestu að tapa úr því sem komið er. Það er ekki Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Að beina öllum verkefnum utan Íslands til REI." Er þetta ekki nógu skýrt?
Gísli Ásgeirsson, 16.10.2007 kl. 05:22
Ég sem hélt að menn læsu yfir samninga áður en þeir skrifuðu undir....
Dóri (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 08:17
Sammála Dóra,var Villi ekki í vinnunni?, var ekki eitt af því sem hann átti að gera að gæta hagsmuna borgarbúa?,er það ekki ódýr afsökun að segast ekki hafa vitað um þetta?,ef það er rétt var hann að svíkjast um í vinnunni,og margir eru reknir fyrir slíkt.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 16.10.2007 kl. 09:07
Hver skrifaði annars undir þetta..
Jón Þór (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:23
Bjarni Ármannsson, Hjörleifur Kvaran, Guðmundur Þóroddsson, Haukur Leósson og aðrir sem stóðu að því að "mata" stjórnmálamennina á upplýsingum litu ekki á hlutverk sitt jákvæðum augum. Frekar freistuðust þeir til að leggja áherslu á aukaatrið málsins eins og sést svo greinilega á öllum gerðum þeirra.
Hversvegna var ekki lagt fyrir eigendur að samningurinn gilti fyrir afsal OR á öllum erlendum viðskiptum ásamt því að þjónusta REI í einu og öllu? Það er þó þungamiðja málsins.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.10.2007 kl. 14:16
Það vissu sjálfstæðismenn þegar þeir stofnuði útrásarfyrirtæki OR með Guðlaug heilbrigðisráðherra í farabroddi. Að tilgangur þess sem OR lagði í REI væri að fara í útrás með verkefni OR á erlendri grund og nýta þekkinguna. punktur.
Og ef gamli góði Villi getur ekki munað eitt samantektar blað, þar sem meiri segja búið var að þýða á íslensku, svona in case að hann skildi það ekki, þá eiga hann ekki erindi í stjórnmál.
Ég er sammála öllum ræðumönnum hérna fyrir ofan nema Heimi, það eru bara allra hörðustu sjálfstæðismenn og meiri segja ekki nema helmingurinn af þeim sem eru svo heitt trúaðir að þeir sjá ekki neitt af óbilandi og óheilbrigðri trú sinni á stjórn sjálfstæðisflokksins.
Við erum öll samála að saga mun dæma þessa atburðarrás, svo í guðanna bænum hættið sjálfstæðismenn að breyta henni eftir á, svo hún hennti ykkur!
Alex Björn (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 15:17
Vís maður segir mér að þessi klausa sé í viðtengingarhætti og því sé þetta eitthvað sem Vilhjálmur geti ekki samþykkt með neinum hætti.
Um viðtengingarhátt segir í Wikipediu:
Viðtengingarháttur lætur í ljós eitthvað skilyrðisbundið, hugsanlegt, mögulegt, ósk, bæn o.s.frv.
Þetta virðist því frekar vera rabb um eitthvað mögulegt frekar en að nokkrar staðreyndir liggi á borðinu.
Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 16:41
GLeymum okkur ekki í smáatriðunum. Hér á landi er verið að vinna að því leynt og ljóst að koma Orkulindum, Orkuflutningum, Vatnsbúskap, vegagerð og auðlindum almennt í hendur einkaaðila, sem munu nota það fjöregg, sem veð í hömlulausum fjáfestingum og spekúlasjónum erlendis. Ef sá víxill svo fellur, þá er litlu úr að moða og sjálfstæði okkar hvorki fugl né fiskur. Þetta eru bíræfnir auðmenn, sem eru búnir að tapa sýn á stærra samhengi hlutanna í skyndigróðaæði sínu og bláeygir og/eða spilltir stjórnmálamenn hafa látið taka á sér snúning í fáfræði og/eða græðgi. Hér nær samhengið út yfir flokkslitina, þótt grænir fingur framsóknarmanna, virðist mest áberandi í nammiskálinni.
Skoðum hvað þessi þróun getur leitt þessa þjóð í til lengri tíma litið og hvað við erum í raun að leggja undir í þessum póker.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2007 kl. 23:23
Rétt hjá þér Jón Steinar. Héðan af mega ekki aðalatriði þessa máls týnast í rugli um aðferðarfræði og að koma sök á einhvern.
Hér voru miklir fjármunir í húfi og augljóst að reyndir viðskiptarefir og gróðapungar myndu seilast eins langt til verðmæta og þeim yrði fært.
Erfitt mun verða að firra Björn Inga grunsemdum um að hafa haft hagsmuni annara en okkar borgarbúa að leiðarljósi í þessu ferli. Jafnframt er svo varla hægt að skilja þau undur og býsn ef rétt reynist að Bj. Ingi hafi verið látinn einn um að fylgja eftir atburðarásinni í þessu máli fyrir hönd allra borgarfulltrúa og síðan Vilhjálmi einum falið að fullnusta samninga.
Erfitt líka að skilja alla þá góðvild sem birtist í fíflalegum kaupréttarsamningum einhverra sem látnir voru tengjast þessum óheiðarleika öllum.
Erfiðast verður svo að lokum að fylgja eftir því pólitíska viðfangsefni að saka framsóknarmanninn um þau firn öll sem nú er niðurstaða þessa gáfnaprófs 15 vitrustu umboðsmanna okkar borgarbúa.
Næsta viðfangsefni borgarstjórnar ætti að vera það að fjölga móttökunefndinni við Perluna (skúlptúrunum við bílastæðin) upp í fimmtán.
Árni Gunnarsson, 17.10.2007 kl. 00:20
Ekki átta ég mig á því sem þið eruð að fara hér, hvernig stendur á því að enginn virðist vilja lýsa skoðunum sínum á samningnum í heild sinni. þ.e er þessi gjörningur "vondur eða góður??" Hvað er vont við það að OR leggi fram þekkingu og önnur óefnisleg verðmæti til 20 ára og fái fyrir það 10milljar. kr? Er upphæðin of lág? Hvað er vont við það að leiða saman krafta einkaframtaksins og hins opinbera til útrásar. Átti Or að gera þeta ein eða á bara sleppa þessu vegna þess að þegar ákvörðun er tekin fer einhver í fýlu og spælist? Þetta en nú meira andskotans bullið í ykkur.
Guðmundur Geir Sigurðsson, 18.10.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.