Útspil Björns Inga er leikur í væntanlegum formannslag í framsókn.

Í dag tókst Binga að ná forystu í væntanlegum slag um formennsku í Framsókn.

Grasrótin í Framsókn var ósátt við meirihlutann í borginni og í raun framgöngu Binga. Þessi leikur sker hann úr snörunni og gefur honum frumkvæði í slagnum við Guðna.

Það verður að segjast að Björn Ingi er að stimpla sig inn sem ósvífnasti og um leið með snjallari stjórnmálamönnum landsins, minnir dálítið á starfandi forseta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn Ingi hefur stimplað sig rækilega inn sem spilltasti og ósvífnasti stjórnmálamaður á Íslandi í dag

Stefán (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 17:04

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

spillBingi? ójá

Friðjón R. Friðjónsson, 11.10.2007 kl. 17:38

3 identicon

Það er mikið til í þessu,já Björn Ingi Hrafnsson,er mikill leikari,sá á eftir að koma sér vel fyrir,ég held að framsóknarflokkurinn sé bara Björn Ingi.Augnaráð þessa manns og talandi er löngu búinn að koma upp um hann.Spái þessu samstarfi frekar stuttu.Ég er ekki sjálfstæðismaður,en mínir menn komust að,en ég er hræddur um að Björn Ingi eigi eftir að hafa þá að leiksoppum.Það er hann allavega búin að gera við þjóðina,hann er FLÉTTUMEISTARI:

Jensen (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það eru allir að tala um að Björn Ingi hafi gert svo vonda hluti en fólk er nú ekkert mikið að lista upp hvað.  Ég held að Björn Ingi hafi staðið sig ágætlega í borgarstjórnarstörfum sínum.  Mistökin sem hann gerði í upphafi kjörtímabilsins voru hins vegar þau að selja sig of dýrt, fá 50% völd en eiga bara 6% stuðning.  Það hefur hleypt illri umræðu í allt tengt Birni Inga og hann hefur ekki átt sér viðreisnar von í neinu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.  Almenningur einfaldlega samþykkti ekki þessa skiptingu.

Núna stígur hann niður og fer í samstarf við þrjá aðra flokka.  Það þýðir að völd hans þynnast úr því að vera 50% í 25-35% vægi í hópnum.  Ég held að þetta valdaafsal geti komið honum vel og valdið því að hann fái meiri viðurkenningu á það sem hann gerir en áður þegar hann hafði ekki umboð til þeirra valda sem hann hafði tekið sér.  Hann hefur verið talinn valdasjúkur og spilltur þess vegna.  Það að hann skyldi afsala sér 50% væginu fyrir minni völd ætti að draga úr þeim orðrómi.

Það verður athyglisvert að fylgjast með borgarmálunum næstu vikur.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.10.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Hvaða máli skiptir að stimpla sig inn í flokk sem hverfur í eigin spillingarsýki.  Lítill maður þessi Björn Ingi, ekki vildi ég vinna með þessum manni.

Guðmundur Jóhannsson, 12.10.2007 kl. 06:14

6 identicon

Framsókn snýst ekki um stjórnmál. Til þess þyrfti stefnu og hugsjónir, slíku er ekki þar til að dreifa. Framsókn snýst bara um spillingu, svindl, svik og svínarí. En hafi einhverjum dottið í hug að búfræðingurinn frá Brúnastöðum réði einhverju í flokknum, þá er það liðin tíð nú. Don Alfredo stjórnar því sem hann vill stjórna og nú með liðsinni hertogaynjunnar úr Höfðahverfi.

nirfillinn (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 07:46

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég efa að sjálfstæðismenn muni nokkurn tímann fyrirgefa þetta, sem þýðir að ef Björn Ingi verður einhvern tímann formaður Framsóknarflokksins mun það vart auka áhuga þeirra á samstarfi við flokkinn.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband