Forgarđur vítis

Ég hef kynnst forgarđi helvítis og hann er amerísk ríkisstofnun.

Í morgun var fyrsti sumarleikskóladagur Karitas eldri dóttur minnar og ţegar ég var búinn ađ skila henni af mér, brunađi ég í burtu frá skólanum sönglandi "Ég er frjáls...", Helena, sú yngri var nćr draumalandinu en vöku í aftursćtinu. Ég held ađ allir foreldrar átti sig á tilfinningu minni, ég átti tíma fyrir mig.

Ég ćtlađi ađ nota fyrsta morguninn í ţađ ađ skjótast á eina ríkisskrifstofu og skila inn umsókn minni um kennitölu, (social security no.) svo ćtlađi ég ađ taka ţví rólega á međan sú yngri svćfi.

Ţegar ég kom á stađinn enn í söngskapi var búiđ ađ vera opiđ í hálftíma og um 40 manns biđu eftir afgreiđslu í einhverri ţeirra ţriggja lúga sem ţarna voru. Brosiđ fraus og ég fór ađ raula "Dánarfregnir og jarđafarir". Ég fékk númeriđ 10, í afgreiđslu var 97 og B242, D430 og M125, sem fór eftir ţví hvert erindiđ vćri, allt mjög gegnsćtt og skiljanlegt, eđa ţannig.

Ţá hófst biđin, eftir tćpa klukkustund var komiđ ađ númeri 99, ţegar allt í einu var kallađ á númer 18 og svo 17 og svo 32. Ég fylltist örvćntingu, allir sem voru ađ bíđa međ B, D, og M númer ţegar ég kom, voru farnir. Lítiđ barn byrjađi ađ gráta og eftir um 5 mínútur var ţeim kippt fram fyrir röđina. Ég hugsađi um ađ klípa Helenu, sem var vöknuđ og skildi ekkert í ţví hvar hún var stödd á átta mánađa afmćlisdaginn sinn, ţannig kćmist ég kannski framfyrir eins og múslimapariđ međ litla barniđ. Ţá var veriđ ađ afgreiđa númer 7 ţannig ađ ég ákvađ frekar ađ bíđa.

Eftir rúmlega tveggja klukkustunda biđ var númer 10 svo kallađ og ég fékk ađ skila inn umsókninni. Ţegar kennitalan er komin eftir um 2 vikur ţarf ég svo ađ heimsćkja ţá ríkisstofnun sem versta orđsporiđ hefur á sér, DMV eđa Umferđastofu. Til ađ tryggja bílinn okkar ţurfum viđ bćđi ađ hafa amerísk ökuskírteini, til ađ fá ökuskírteini ţarf kennitölu.

Konan mín, Liz ţurfti ađ njóta ţjónustu DMV í mars til ađ skipta yfir í amerískt skírteini, svo viđ gćtum leigt sendiferđabíl ţegar búslóđin okkar kom. Ţađ tók 4 klukkustundir en á ţeim tíma skráđi hún sig, tók skriflegt og verklegt bílpróf. Ég bíđ spenntur eftir ţeim kafla, ég ćtla ađ taka međ mér ţykka bók.

----------
Ţessi fćrsla birtist bćđi á moggabloggi og eyjunni .

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţórdís Bára Hannesdóttir

Ameríka er alveg sérstök.  Ţekki reyndar ekki til ţar á ,,eigin skinni"  en sá ţó berum augum misskiptinguna sem viđgengst ţar í landi er ég fór til Florida sl. jól í nokkra daga, ţađ ţurfti ekki marga daga til. 

Ţórdís Bára Hannesdóttir, 26.6.2007 kl. 13:53

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Ţađ er alltaf svolítiđ sérkennilegt ađ hlusta á fólk dásama lága skatta í öđru orđinu og kvarta svo undan lélegri ţjónustu hjá fjársveltum ríkisstofnunum í hinu. 

Eđa er máliđ kannski bara ađ einkavćđa DMV-iđ og SSN skrifstofuna?

Vissulega er Ameríska "kerfiđ" pain in the ass...en ţađ er međ vilja gert svo hinum almenna borgara sé ćtíđ illa viđ "big government", dásami kapítalismann og kjósi Repúblikanaflokkinn. 

En hvađ ćtli vćri annars hćgt ađ bćta viđ mörgu starfsfólki á DMV skrifstofurnar ef ţćr fengju svona eins og 0.001 prósent af útgjöldunum til "varnarmála" (lesist árásarmála).

En gangi ţér annars vel međ bílprófiđ, ţađ er stórskemmtileg upplifun

Kveđja frá sósíalista-ríkinu Minnesota.

Róbert Björnsson, 27.6.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Friđjón R. Friđjónsson

Róbert, skilvikni stofnana hefur lítiđ sem ekkert međ skatthlutfall ađ gera.
Ţetta er líka spurning um gagnsći og upplýsingar. Međ tiltölulega einföldum reikningi getur ţú gefiđ kúnnunum upplýsingar um hvenćr ţeir mega búast viđ afgreiđslu.

Ég stórefast um ađ ţetta sé hluti af einhverju stćrra plotti, ég man hvernig ţađ var ađ heimsćkja tollinn í gamla daga ţegar ég var sendill á hjóli niđrí bć. Ef ţetta vćri hluti af stóru Repúblikanaplotti vćru ţá ríkistofnanirnar í demókratafylkjum ótrúlega effektífar?


Friđjón R. Friđjónsson, 28.6.2007 kl. 02:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband