Nörda blogg - Google býður alltaf eitthvað sniðugt

Það eru nokkur tæki og tól sem hjálpa mér við að sóa dýrmætum tíma í netvafur og blogglestur mig langar til að segja aðeins frá 2 þeirra.

Fyrst nefni ég Reader vefhugbúnaðurinn frá Google, það er tiltölulega einfalt forrit sem safnar saman öllum síðum sem ég set í áskrift, þannig þarf ég ekki að fara inn á ákveðnar síður til að lesa þær heldur birtir Google Reader allt nýtt efni um leið og það er birt. Þannig hef ég safnað saman moggablogurum, eyjubloggurum, blogspotbloggurum og ýmsum fréttaveitum til að safna saman á einn stað öllu því efni sem ég vil fylgjast með. Ólíkt blogggáttinni þá er birtist allur texti blogga óháð útliti, bara hreinn texti og myndskreytingar greina. Allir sem eru með Gmail geta skráð síður í Reader.

Næsta nördatól er síminn minn. Hann er næstmesta þarfaþingið á eftir tölvunni sjálfri. Ég er með svokallaðan 3G síma sem býður upp á tiltölulega hratt niðurhal. Ég féll fyrir honum í versluninni þegar ég gat horft á Rúv fréttir í honum eins og ekkert væri. Með 3G síma get ég skoðað póstinn minn, lesið blogg og hlustað á útvarpið hvar sem er og hvenær sem er. Þótt skjárinn sé ekki stór þá er þetta eins og að lesa dagblaðadálk, flestar vefsíður er allt í lagi að lesa en það er enn ein snilldin frá Google sem hefur sparað mér ótrúlegan tíma undanfarið. Með Google Mobile þjónustunni er ég svo með Reader í símanum og get þannig lesið efni ð án truflunar frá lélegri html vinnu sem ræður ekki við Mobile vafra. Með símanum er ég þannig óháður hefðbundinni nettengingu og les það sem mér finnst áhugavert nánast hvar sem er og hvenær sem er.

----
Glöggir hafa tekið eftir því að ég er einn eyjubloggara, en ég er líka á moggablogginu. Ég á eftir að finna út úr því hvernig ég sníð þetta saman. Breytingar á næstunni.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Google er með bestu lausnirnar. Eftir að ég fékk mér Gmail hjá þeim er ég alltaf að finna eitthvað ókeypis þegar að ég skrái mig inn.
-Google Analytics: vefmælingar fyrir heimasíðuna
-Picassa: 1 Gb svæði fyrir allar myndirnar mínar
-Blogger: Frábært blog kerfi þar sem ég get auðveldlega tengt myndirnar frá Picassa
-Documents: hægt að lesa öll word skjöl í vafranum og vista þau í gmailinu á sérstöku svæði
-Svo er hægt að tengj Calender dæmið við GSM síma núna. Þá færðuSMS ef að einhver hefur pantað tíma hjá þér.

 Það sem gerir þetta svo frábært er að ég skrá mig inn með einu aðgangsorði og er með alla þessa þjónust á einum stað.

Ástríður (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband