Íslensk stundvísi

mai07 031Við grínumst stundum með það við hjónin hvort mæting einhverstaðar sé eftir íslenskri stundvísi eða erlendri. ekki það að við séum stundvís, eiginlega ekki, sérstaklega ekki eftir að fjölgaði í fjölskyldunni.

Ég fékk þessar myndir sendar og söguna á bak við þær um daginn sem áþreifanlega sönnun fyrir íslenskri stundvísi.

mai07 032Þann 11. maí sl. héldu sænsku konungshjónin veislu í ráðhúsinu í Malmö, tilefnið var lok opinberrar heimsóknar þeirra til Danmerkur.  Þarna var allskonar fyrirfólk mætt frá báðum löndum. Eitthvað var ábótavant í skipulagi þannig að sænsku konungshjónin komu ekki til veislunnar fyrr en ríflega heilli klukkustund eftir að boðað var til hennar til að tryggja að allir gestirnir væru komnir. Þegar þau koma til veislunnar er dyrunum lokað. Einhverjum mínútum eftir að konungshjónin komu rennir bifreið upp að dyrunum, kyrfilega merkt með íslensku fánum og þar voru mætt sendiherra Íslands í Danmörku, frú hans og framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.  Þeim var auðvitað ekki hleypt beint inn og þurftu að húka úti um stund þar til þau fengu að laumast inn í partýið, löngu eftir að boðið var til þess.

Íslensk stundvísi er ekki til fyrirmyndar.


mai07 034b

Uppfært-
Mér var réttilega bent á að Svavar er ekki lengur sendiherra í Svíþjóð heldur er hann sendiherra í Danmörku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bráðskemmtilegt, en þetta hlýtur að vera a.m.k. 2ja ára því svo langt er síðan Svavar var þar!

Dosti (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband