Miðvikudagur, 23. maí 2007
Góðir punktar hjá "hægri" stjórninni
Sáttmálinn lítur ágætlega út, þetta eru helstu puntkarnir sem ég tók eftir við fyrstu yfirferð:
- Stefnt skal að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu
- Á kjörtímabilinu verður leitað leiða til að lækka frekar skatta á fyrirtæki
- Stimpilgjald í fasteignaviðskiptum verði afnumið á kjörtímabilinu þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa.
- Verkaskipting ráðuneyta verði endurskipulögð
- Unnið verði að endurskoðun landbúnaðarkerfisins með það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda
- Ráðdeild og varfærni í fjármálum hins opinbera er höfuðnauðsyn
- Trúfélögum verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra.
- Stefnt skal að auknu faglegu og rekstrarlegu sjálfstæði skóla og minni miðstýringu.
- Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stefnt skal að, unnið verði að,skapað verði svigrúm.Svona orðleppar í stjórnasáttmála flokkanna eru vægast sagt ekki traustvekjandi og auðvelt að koma sér undan ábyrgð.Varð fyrir miklum vonbrigðum.
Kristján Pétursson, 23.5.2007 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.