Ingigerður

eftir ljósmæðrunum hlýtur hún að heita þessi nýja stjórn.

Menn hingað og þangað spá svo í ráðherralið Samfylkingarinnar.

15. janúar reit ég um Ráðherraefni Samfylkingarinnar. Í stuttu máli er spá mín þessi:

  1. Ingibjörg,
  2. Össi
  3. Jóhanna
  4. Kristján Möller frekar en Björgvin G. Þótt hlutfallslegt tap fylkingarinnar í S-kjördæmi var svipað því og í NA þá töpuðust 2 þingmenn en Möller hélt sínu.
  5. Þórunn Sveinbjarnar frekar en Kata Júl, þar nýtur Þórunn náinna tengsla sinna við formanninn, en Kata studdi Össa
  6. Ágúst Ólafur síðastur inn á listann.

 

Ég hef þrjár óskir um þessa stjórn, sú fyrsta ætti að vera öllum ljós sem lesið hafa letta blog hvern ég vil sjá áfram í ráðherrastóli, eftir atburði undanfarinna daga þá snýst það um trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins að Björn verði áfram ráðherra. Önnur er sú að Sjálfstæðisflokkurinn skipti upp ráðuneytunum losi sig við einhver og taki Heilbrigðisráðuneytið. Sú síðasta er að stjórnin hafi þor til að fækka ráðuneytum.

Það er allt og sumt, já og lækka skatta, afnema vörugjöld, tolla og stimpilgjöld, leyfa áfengi í matvörubúðir og innflutning matvæla. Þá væri þetta gott.

 


mbl.is Liggur í augum uppi að Geir á að fá umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að nota tækifærið og stokka upp þetta stjórnarráð þannig að það endurspegli verkefni nýrra tíma. 

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband