Föstudagur, 11. maí 2007
Meirihluti?
EF könnun Blaðsins er rétt á Sjálfstæðisflokkurinn möguleika á meirihluta. Samkvæmt henni koma Frjálslyndir ekki manni inn, hvorki í kjördæmi eða sem jöfnunarmanni. 7,6% atkvæða féllu dauð og það dygði Sjálfstæðisflokknum til meirihluta.
B | D | F | I | S | V |
5 | 32 | 0 | 0 | 18 | 8 |
8,30% | 44,70% | 4,70% | 2,90% | 25,30% | 14,10% |
Mikið væri það gaman að sjá einn flokk til ábyrgðar. Þá væri ekki lengur hægt að skýla sér á bak við samstarfsflokkinn. Þá yrðu menn að standa fyrir sínu.
Ég hef enga trú á því að könnun Blaðsins rætist. Ekki frekar en ég held að Jóhannesi í Bónus verði að ósmekklegri ósk sinni. Var það þetta sem menn höfðu í huga þegar vildu takmarka augýsingar stjórnmálaflokka?
Ég vann um mjög skamma hríð í Bónus fyrir mörgum árum þegar ég var nýútskrifaðu úr menntó, þá var Jói meiri trúður en stjórnandi, ég hef ekki séð neitt á síðari árum sem hefur breytt því áliti mínu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.