Fimmtudagur, 10. maí 2007
Mig langar ekki til að vera leiðinlegur...
en er einhver til í að benda Ómari Ragnarssyni á það að hann þarf meira en 5% á landsvísu til að komast inn. Hann þarf amk. 8-9% í einhverju einu kjördæmi og komast inn með kjördæmakjörinn mann til að fá jöfnunarþingmenn. Hann sagði í kosningaþætti Stöðvar 2 að Íslandshreyfinguna vantaði bara 2% og þá fengju þau 3 menn inn! Onei Ómar minn svo einfalt er það ekki. Frjálslyndir eru að ná inn mönnum út á vinsældir Guðjón Arnars í NV kjördæmi ef hann fer niður fyrir 9% þar þá detta Frjálslyndir alveg útaf þingi.
Eins gæti það gerst að Guðjón komist inn sem kjördæmakjörinn en ef Frjálslyndir ná ekki 5% á landsvísu þá sæti Guðjón einn í þingflokki Frjálslyndra.
Þetta gætu orðið ágætar kosningar ef við losnum við Frjálslynda og Jónínu Bjartmarz á einu bretti.
Til viðbótar má benda á að flutningur kvennafylgis frá VG til Samfykingar mun líklega hafa þau áhrif að færri konur enda á þingi en ella.
-----
Uppfært
Himnarnir hrynja!
Mér finnst mjög erfitt að kyngja því að hafa haft rangt fyrir mér í einhverju sem viðkemur þessu máli.
PS
Það hefur engin áhrif á þingmannaspánna síðustu bara Nýjir þingmenn? II
Eins gæti það gerst að Guðjón komist inn sem kjördæmakjörinn en ef Frjálslyndir ná ekki 5% á landsvísu þá sæti Guðjón einn í þingflokki Frjálslyndra.
Þetta gætu orðið ágætar kosningar ef við losnum við Frjálslynda og Jónínu Bjartmarz á einu bretti.
Til viðbótar má benda á að flutningur kvennafylgis frá VG til Samfykingar mun líklega hafa þau áhrif að færri konur enda á þingi en ella.
-----
Uppfært
Himnarnir hrynja!
Í kosningakerfinu sem var við lýði 1959 - 2003 var reglan sú að til að fá
úthlutað jöfnunarsæti þurfti framboð að fá kjördæmakjörinn mann inn.
Svo er ekki lengur, en ég hef staðið í þeirri trú mjög lengi.
Í greinargerð með lagafrumvarpi að lögum um kosningar til alþingis segir:
úthlutað jöfnunarsæti þurfti framboð að fá kjördæmakjörinn mann inn.
Svo er ekki lengur, en ég hef staðið í þeirri trú mjög lengi.
Í greinargerð með lagafrumvarpi að lögum um kosningar til alþingis segir:
þau stjórnmálasamtök komi ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa að minnsta kosti fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. Skiptir þá ekki máli hvort framboð hafi náð þingsæti í kjördæmi eins og nú er, sbr. síðari málslið 1. mgr. 112. gr. kosningalaga, ef það hefur á annað borð náð þessu lágmarksfylgi á landsvísu.
Mér finnst mjög erfitt að kyngja því að hafa haft rangt fyrir mér í einhverju sem viðkemur þessu máli.
PS
Það hefur engin áhrif á þingmannaspánna síðustu bara Nýjir þingmenn? II
Spáin eftir könnun Félagsvísindstofnunar í kvöld:
B | D | F | S | V |
8 | 23 | 4 | 18 | 10 |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þetta sé rangt hjá þér... minnir að það eitt og sér að ná yfir 5% á landsvísu sé nóg til að fá jöfnunarþingmenn.
Agnar Freyr Helgason, 10.5.2007 kl. 16:53
Gott á þig, Friðjón minn, að þú hafðir rangt fyrir þér! En fyrst og fremst er það þó gott fyrir þjóðina. Þessi kosningalög eru nógu bölvanlega ranglát fyrir því. Umfram allt með skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi, sem engin glóra er í og þjónar einungis þeim tilgangi Sjálfgræðisflokksins að deila og drottna, því að þetta er frá honum ættað og kemur í veg fyrir, að 1/18 kjósenda í Reykjavík geti náð inn kjördæmakjörnum þingmanni, nú þarf það að vera 1/9 atkvæða (eða fast að því, a.m.k. um 7%) í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, sem er allt annað mál. Hugsaðu þér: landsherrarnir að tryggja sjálfum sér völd og áhrif (hugsanlega í skjóli minna en 50% atkvæða) með þeim bolabrögðum að gera atkvæði þúsunda kjósenda ógild með öllu!
Jón Valur Jensson, 11.5.2007 kl. 03:37
Það voru aðallega landsbyggðarþingmenn eins og Skallagrímur sem beittu sér fyrir því að Reykjavík yrði skipt í tvö kjördæmi. Hann og fleiri máttu ekki til þess hugsa að Reykjavík yrði n.k. ofurkjördæmi, miklu stærri en hin.
Það er í SV sem léttast er að koma inn kjördæmakjörnum manni því þar eru þeir fleiri en annarsstaðar eða 10. Ef það kjördæmi heldur áfram að vaxa þá tekur það annan þingmann af NV eftir kosningarnar 2011.
Friðjón R. Friðjónsson, 11.5.2007 kl. 04:02
Það er rangt hjá þér að kenna Steingrími J. fyrst og fremst um þetta. Kona, fulltrúi bleika liðsins í kjördæmaskipunarnefndinni hér um árið, bar því vitni, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið þessu. Og hvort finnst þér nú líklegra, Friðjón, að Skallagrímur hafi haft tögl og höld í þeirri nefnd eða fulltrúar þíns margfalt stærri flokks?
Jón Valur Jensson, 11.5.2007 kl. 11:00
Minni mitt nær bara til þess sem sagt var opinberlega, þar talaði Skalli mikið fyrir skiptingunni.
Friðjón R. Friðjónsson, 11.5.2007 kl. 11:32
Þessi kona talaði líka opinberlega. En vel má vera, að Sjálfstæðismönnum hafi tekizt að narra eða véla Steingrím í þetta með sér.
Jón Valur Jensson, 11.5.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.