Mánudagur, 7. maí 2007
Jón gæti vel endað inni.
Fréttin í mbl og á rúv miðar við kjördæmakjörna þingmenn eðlilega því þeir eru þeir einu sem hægt er að reikna af einhverju viti. Það þarf að hafa í huga að jöfnunarsætin geta reynst flokkum drjúg.
Þannig komst helmingur þingflokks Frjálslyndra inn sem jöfnunarþingmenn síðast.
Hér að neðan er tafla yfir þá sem kjörnir voru í jöfnunarsæti fyrir 4 árum. Þetta eru 9 sæti og 4 þeirra komust inn með undir 7,2% atkvæða á bak við sig.
Kjörd. | þingm. | framb. | hlutfallstala |
RVK N | Árni Magnússon | B | 5,81% |
SV | Gunnar Örn Örlygsson | F | 6,75% |
NA | Þuríður Backman | U | 7,06% |
NV | Sigurjón Þórðarson | F | 7,12% |
S | Jón Gunnarsson | S | 7,42% |
RVK S | Birgir Ármannsson | D | 7,61% |
SV | Bjarni Benediktsson | D | 7,68% |
RVK S | Ágúst Ólafur Ágústsson | S | 8,33% |
RVK N | Sigurður Kári Kristjánsson | D | 8,88% |
Þannig er það að ekki fullreynt fyrr en öll atkvæði hafa verið talin vort einhver komist inn eða ekki.
Sigurjón "flugbeitti" Þórðarson komst þannig inn á þing í jöfnunarsæti með 1.993,2 atkvæði á bak við sig. Hann var þó ekki sá sem minnstan stuðninga hafði en það var Jón Bjarnason sem flaug inn í kjördæmakjörið sæti í NV-kjördæmi á 1987 atkvæðum. Það var í annað sinn sem Jón fór inn með fá atvæði á bak við sig en hann hlaut kosningu 1999 með 561 atkvæði. En það var innan við helmingur þeirra atkvæða sem hann fékk í prófkjöri Samfylkingarinnar í febrúar það ár. Í prófkjörinu dugðu rúm 1300 atkvæði til 4. sætis á lista Samfylkingarinnar rúmum mánuði síðar var Jón kominn í framboð fyrir Vinstri Græna og uppskar eins og áður sagði 561 atkvæði og þingsæti.
Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:06 | Facebook
Athugasemdir
Við þetta má kannski bæta að þáverandi forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar var með 7.25% atkvæða á bak við sig en komst ekki inn í kjördæminu þar sem Árni Magnússon fór inn með 5.8%.
Allt hefði svo breyst minnir mig ef Frjálslyndir hefðu fengið 13 atkvæðum meira á landsvísu þá hefði hringekjan farið af stað og allt annað fólk farið inn. Þó myndi ég segja að rúm 8% dugi alltaf til að koma manni inn.
Friðjón R. Friðjónsson, 7.5.2007 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.