Siggu inn

Þetta er góð staða sem Sjallar eru í núna, það hefur greinilega verið haldið ágætlega á spöðunum í baráttunni. Það er sagt að Sjalllinn sé að reyna að hringja í alla kjósendur, sem er alveg rétt nálgun. Persónuleg samskipti við kjósendur skila miklu meira en blaða- og sjónvarpsauglýsingar, það er margsannað.

Ég er þó hræddur um að svona sterk staða Sjálfstæðisflokksins muni jafnvel gera honum erfitt fyrir í stjórnarmyndun. Það yrði mikill hvati fyrir aðra flokka að ná saman að sjá svona stórann Sjálfstæðisflokk.

Það eina sem ég vona er að Sigga Andersen komist inn í Rvk norður. Skoðanakönnun Gallup var að vísu ekki hughreystandi kannski er staðan í Grafarvogi ekki eins sterk og menn hédu að yrði en það er aldrei að vita hvað gerist með jöfnunarmenn. Sigga yrði ótrúlega traustur talsmaður skattgreiðenda inni á þingi. Þetta verður amk spennandi kosningasíðdegi næsta laugardag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Ég og Drakúla segjum bara: Ekki siggu!!! Ekki siggu!!!

Ég og hann, höfum aldrei fyrirfundið meira afturhald en siggu! Svo plííííss, kæri Friðjón, allt annað, en ekki siggu!

þínir vinir, sem til vamms segja, Drakúla og...

Viðar Eggertsson, 7.5.2007 kl. 02:02

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Æi, það eru flest allir svo víðsýnir og líbó á þingi að það er þörf á einu litlu aftuhaldi sem spyr afhverju. Sem segir tilhvers og hvað kostar þetta. Það er allt sem ég vil, bara einn þingmann sem segir hvað kostar þetta fyrir almenning, en kinkar ekki bara kolli og hugsar það er best að segja ekki neitt þá verð ég ekki gagnrýndur.

Friðjón R. Friðjónsson, 7.5.2007 kl. 02:34

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

takk, þá veit ég það að sigga litla er ekki líbó, að sigga litla er afturhald, að sigga litla er.... takk! ég og drakúla viljum siggu!! hún er best fyrir ekki-hugsjónir, ekki-framtíðarsýn - svona ein jarðbundin, takk!

Viðar Eggertsson, 7.5.2007 kl. 02:54

4 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

 

Afturhaldseinkunnina fékk Sigga hjá þér, mér finnst hún ekkert sérstakt aftuhald, kannski er ég svo stækt íhald að ég þekki ekki aftuhald? Sigga berst einmitt fyrir hugsjónum sem heyrast alltof sjaldan á þingi, en þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru þeim mun duglegri að skreyta sig með meðal annarra Sjalla. Það er hugsjónin um minnkandi ríksiafskipti og takmarkað ríkisvald.
Þeir láta sem þeir trúa margir en svo þegar þeir eru sestir þægilegu stólana við Austurvöll þá ýta þeir trúnni til hliðar ef hún var einhverntíma til staðar.

Það eru 55 sósíalistar á þingi, mig langar í einn þingmann sem er fyrst og fremst ekki sósíalisti.

Friðjón R. Friðjónsson, 7.5.2007 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband