Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Líkfylgd á hraðbrautinni
Klukkan hálftíu í morgun settist ég upp í Budget trukkinn sem geymdi búslóðina okkar í iðrum sér og ræsti hann, útvarpið sló fyrstu tónanna í einu amerískasta popplagi níunda áratugarins "Hurt So Good" með John Cougar Mellencamp. Það var bara eitt að gera, draga gömlu, snjáðu, Ray-Ban sólgleraugun uppúr vasanum, setja þau á sig og keyra af stað. Sól skein í heiði og Mellencamp hljómaði enn í útvarpinu þegar ég kom út á þjóðveginn, mér leið eins og ég væri loksins mættur, kominn til Ameríku.
Ferðinn frá Richmond til Oakton var tíðindalaus að mestu, Interstate 95, fljótið sem liggur niður eftir nánast allri austurströnd Bandaríkjanna, skilaði okkur á réttan stað. Þó gerðist það rétt áður en ég kom að Fredricksburg á miðri leiðinni að umferðin sem annars gekk mjög greitt, hægði örlítið á sér, fór úr 120 km/klst niðrí ca. 100. Eftir smá stund bar mig að bíl sem keyrði á miðakreininni með hazard ljósin blikkandi og fyrir framan hann annar eins o.s.frv. Mér var algjörlega fyrirmunað að skilja hvað þetta fólk var að gera að keyra svona í prósessíu á hraðbrautinni. Það var ekki fyrr en ég ók fram á fremsta bílinn sem ég skildi hvernig í öllu lá, því þar fór líkbíll á rúmlega 100 km hraða.
Ég er svo gamaldags, mér fannst hraðinn ekki sérstaklega virðulegur eða viðeigandi, nema kannski að í kistunni hafi legið einhver NASCAR drengur, en þá hefði líklega verið keyrt í hringi.
Ferðinn frá Richmond til Oakton var tíðindalaus að mestu, Interstate 95, fljótið sem liggur niður eftir nánast allri austurströnd Bandaríkjanna, skilaði okkur á réttan stað. Þó gerðist það rétt áður en ég kom að Fredricksburg á miðri leiðinni að umferðin sem annars gekk mjög greitt, hægði örlítið á sér, fór úr 120 km/klst niðrí ca. 100. Eftir smá stund bar mig að bíl sem keyrði á miðakreininni með hazard ljósin blikkandi og fyrir framan hann annar eins o.s.frv. Mér var algjörlega fyrirmunað að skilja hvað þetta fólk var að gera að keyra svona í prósessíu á hraðbrautinni. Það var ekki fyrr en ég ók fram á fremsta bílinn sem ég skildi hvernig í öllu lá, því þar fór líkbíll á rúmlega 100 km hraða.
Ég er svo gamaldags, mér fannst hraðinn ekki sérstaklega virðulegur eða viðeigandi, nema kannski að í kistunni hafi legið einhver NASCAR drengur, en þá hefði líklega verið keyrt í hringi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Facebook
Athugasemdir
Ertu viss að ekki hafi bara verið að keyra forsetann eða einhverja sendiráðskalla úr Washington? Svona halarófa hljómar eins og slík smakunda. Svartir bílar... fánar, kransar...
En auðvitað er ekki leyfilegt að keyra á hraðbrautunum á lúsarhraða, það skapar mikla hættu, fyrir lifandi jafnt sem dauða. ;-)
Ólafur Þórðarson, 11.4.2007 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.