Af hverju Barack Obama verður næsti forseti Bandaríkjanna

Obama-Surf1. hluti - Obama vinnur útnefningu demókrataflokksins.-

Fyrir nokkrum dögum komu út niðurstöður fyrsta ársfjórðungs í fjársöfnunum keppinautanna um útnefningu stóru flokkana til forsetaembættisins. Í bandarískum stjórnmálum er þessi keppni besta vísbendingin um það hver muni hljóta útnefningu, það er af tveimur ástæðum í fyrsta lagi þá getur sá sem býr yfir stærri sjóðum gert meira, ekki bara auglýst heldur ráðið fleira fólk o.s.frv. Síðari ástæðan er veigameiri, peningasöfnunin endurspeglar líka trú fólks á viðkomandi frambjóðanda, hér vestan hafs stendur almenningur nefnilega að mestu undir stjórnmálabaráttu frambjóðenda, á Íslandi gerir hann það líka bara óspurður með skattpeningum.
 
Það er alls ekki að peningar svona snemma þýði öruggan sigur. Metið á fyrsta ársfjórðungi átti Phil Gramm árið 1996 þegar hann safnaði 8,7 milljónum dollara og allir þekkja forsetatíð hans eða þannig. En oftar en ekki þá er þetta vísbending um það sem koma skal, í öðru sæti yfir er  George W. Bush árið 2000 þegar hann safnaði um 7 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi.

Núna fór söfnunin þannig: (ath. þetta er bara það sem safnaðist í janúar, febrúar og mars, samkvæmt framboðunum, tölurnar verða staðfestar 15. apríl)

Hillary Clinton 26 milljónir dollara (þar af 20 sem nota má í prófkjörin en að auki átti hún 10 milljónir dollara afgangs frá síðustu kosningabaráttu þannig að hún er með 36 milljónir nú þegar til brúks ef hún kemst alla leið.)
Barack Obama 25 milljónir dollara (tæpar 24 milljónir til nota í prófkjör).
John Edwards 14 milljónir dollara.
Bill Richardson 6 milljónir.
Chris Dodd 4 milljónir.
Joe Biden 3 milljónir.

Repúblikanar stóðu sig sínu ver, staðan hjá þeim var svona:

Mitt Romney 23 milljónir dollara.
Rudy Guiliani 15 milljónir.
John McCain 12,5 milljónir.

Reyndar söfnuður allir frambjóðendur demókrata 30 milljónum dollara meira en frambjóðendur repúblíkana, sem ætti að vinna aðeins á goðsögninni um að repúblíkanar búi yfir miklu meira fjármagni en alþýðufólkið í demókrataflokknum.

Í stuttu máli þá vann óreyndur ungur blökkumaður peningakapphlaupið á fyrsta ársfjórðungi. Andstæðingar hans í Demókrataflokknum voru aðallega tveir frambjóðendur sem báðir búa yfir gríðarlegri reynslu í fjársöfnunum. Hillary Clinton og maður hennar hafa byggt upp um tveggja áratuga skeið mikið tengslanet sem nýtist í fjársöfnum og John Edwards hefur líka mikið orðsporð fyrir dug í fjársöfnunum.

Reyndar safnaði Hillary loforðum fyrir meira fé en nokkur annar en fimmtung þess má hún ekki nota fyrr en eftir prófkjörin, það er eyrnamerkt til nota í almennu kosningunum. Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum má hver einstaklingur gefa 2300 dollara eða um 150 þúsund kr. til hvers frambjóðenda til nota í prófkjörum og svo aftur í 2300 dollara til nota í almennum kosningum, hver einstaklingur má því gefa um 300 þús. kr. til hvers frambjóðanda. Hver króna er uppi á borðinu og hægt að fletta því upp á netinu hvað hver gefur. (sjá m.a. opensecrets.org)

Þótt Hillary hafi safnað hærri heildarfjárhæð en Obama þá safnaði hann hærri fjárhæð en hún til nota í prófkjörunum.  Hennar strategía var líka sú að safna svo miklu að það átti að slá aðra útaf laginu, það tókst ekki. Þá voru það helmingi færri sem gáfu til hennar eða um 50 þúsund manns en Obama fékk  styrki frá um 100 þúsund manns og 90% af þeim gáfu 100 dollara eða minna þannig að hann á möguleika að leita til þeirra aftur á meðan margir þeirra sem gáfu Hillary gáfu hæstu leyfilegu fjárhæð. Allt þetta hefur slegið lið Hillary útaf laginu og hafa ýmsir stuðningsmenn hennar verið að draga úr mikilvægi þessara talna. Aðalaurapúki Clinton hjónanna Terry McAuliffe hefur meira að segja sagt að það séu atkvæðin en ekki peningarnir sem skipta máli og Hillary njóti stuðnings fleiri. Það er algjörlega ný stefna af hans hálfu.


Þegar þetta er tekið saman þ.e. miklu betri frammistaða Obama en nokkur bjóst við, hve miklu fleiri gáfu Obama fé en Hillary stemmningin virðist vera með honum núna þá er hann kominn á siglingu sem erfitt gæti verið fyrir Hillary að stöðva.

Það er enn langt til fyrsta prófkjörs, rétt tæpt ár og mikið á eftir að gerast en Hillary tókst ekki að gera það sem Bush tókst árið 2000, að verða nánast óskoraður sigurvegari mjög snemma. Obama er óreyndur í stóra sviðsljósinu og á eflaust eftir að gera mistök, spurningin er bara verða þau svo stór að þau kosti hann útnefninguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig hefur alltaf langað að vita einmitt þetta með hvort það sé einhver "strings attacked" varðandi þessa peninga. Hvað með ef fólk hættir í stjórnmálum, má það nota peningana til að lifa af? Athyglisvert t.d. að Mitt Romney hefur safnað langsamlega mestu af peningum repúblikanamegin, en hann nýtur minnst stuðnings. Má hann nota peningana ef hann fer í framboð í önnur embætti? Eða jafnvel til þess að nota ef hann snýr aftur út í atvinnulífið, í fjárfestingar t.d.? Ég man eftir því að Kerry var á sínum tíma gagnrýndur fyrir að láta of mikið fé verða eftir þegar forsetakosningabaráttunni lauk, má hann nota peningana í kosningabaráttu framtíðinnar til að halda öldungadeildarsætinu?

Já ég man að Hillary ku hafa safnað mestu meðal alls kyns hagsmunasamtaka og klíkna, þar fremst meðal jafningja öflugum hagsmunasamtökum (vinstrisinnaðra) kennara, en Barack Hussein Obama meira hjá almenningi, líklegast hörðum peacenicks, eða anti-war liði því hann talaði gegn stríðinu frá fyrsta degi. En það þýðir í raun að hann er mjög langt til vinstri frá mainstreaminu í bandaríkjunum og þó hann safni mestu fé meðal líkt þenkjandi þá er ólíklegt að það skili sér í sigri, þó hann vinni útnefningu Demókrata.

Á hinn bóginn virðast Repúblikanar vera að fylkja sér á bak við einn mesta miðjumann sem þar hefur sést lengi, Rudy Guiliani, þó hann hafi jafnframt lofað að skipa íhaldssama dómara (sem er í raun aðalatriðið fyrir socíal íhaldsmenn), þ.e. menn sem munu túlka stjórnarskrána eins og upphafleg merking hennar er, það er á íhaldssaman hátt, en ekki nota dómstólana til að setja lög. Einnig er hann vinsæll meðal íhaldsmanna vegna þess að hann hefur sýnt árangur, talar fyrir lögum og reglu og hefur minnkað ríkisútgjöld, allt hlutir sem margir vilja gagnrýna núverandi ríkisstjórn USA fyrir að höndla ekki nógu vel. Þannig nær hann því líka til almennra frjálshyggjumanna og hófsamra hægrimanna, meðan Barack nýtur meiri jaðarstuðnings.

Ég er viss um að ef Barack verður forsetaefni, reyndar líka ef Hillary verður það, Demókrata og Rudy forsetaefni Repúblikana, mun Repúblikanar vinna, ásamt því að vinna aftur mörg þingsæti. 

Aðdáandi lands hinna frjálsu (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband