Sunnudagur, 28. maí 2006
Hvar er vinstri sveiflan???
NFS er búinn að hamast á því í allan dag að úrslit kosninganna sýna vinstri sveiflu. Ég er ekki hlutlaus en ég sé hana bara ekki. Ef maður skoðar niðurstöðurnar úr 10 stærstu sveitarfélögunum þá kemur í ljós mikil sveifla frá framsókn og til vinstri grænna. Annað ekki. Samfylking bætir við sig einum manni, Sjallar tveim, frjálslyndir einum.
B | D | F | S | V | |
Reykjavíkurborg | -1 | 1 | 0 | 0 | 0 |
Kópavogsbær | -2 | 0 | 0 | 1 | 1 |
Hafnarfjarðarkaupstaður | 0 | -2 | 0 | 1 | 1 |
Akureyrarkaupstaður | -2 | 0 | 0 | 2 | 1 |
Reykjanesbær | 0 | 1 | 0 | -1 | 0 |
Garðabær | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Mosfellsbær | -1 | -1 | 0 | 1 | 1 |
Sveitarfélagið Árborg | -1 | 2 | 0 | -2 | 1 |
Akraneskaupstaður | -1 | 0 | 1 | -1 | 1 |
Seltjarnarneskaupstaður | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 |
-8 | 2 | 1 | 1 | 6 |
Tölurnar stemma ekki fullkomlega þar sem í töfluna vantar manninn sem L-listinn tapaði á Akureyri og ég treysti mér ekki til að áætla úr hvaða flokki maðurinn sem Neslistinn tapaði er.
Hverjar eru skýringarnar? Framsókn er í tómu rugli á landsvísu og vinstri grænir sem voru ekki tilbúnir í leikinn fyrir 4 árum mættu núna og uppskáru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það þarf að vera sveifla í eina átt eða aðra. Til hvers annars að vera með kosningar eða stjórnmálaskýrendur í vinnu? Auðvitað er sveiflan sú að fólk hefur loksins áttað sig á að framsóknarflokkurinn stendur fyrir akkúrat ekki neitt, en hvað á að kalla það? 'sveifla frá hagsmunagæslubandalögum til legit stjórnmálaflokka'? En það er það sem hefur gerst...
M - FreedomFries
FreedomFries, 30.5.2006 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.